Lokasenna að Landsbankamáli 19. desember 2012 06:00 Þegar þar var komið sögu, að klíkumenn Framsóknar bjuggust um rammlega í Landsbankanum vegna fyrirhugaðrar einkavæðingar hans, þótti þeim fýsilegt að Halldór Guðbjarnason yrði einn bankastjóri við einkavæðinguna. Þessu var honum lofað, en seinna svikið. Honum var bætt tjónið með því að gera hann að framkvæmdastjóra Visa-Ísland. Þar tókst honum svo vel upp að fyrirtækið var sektað um kr. 385 milljónir. Fyrir þá upphæð hefði mátt kaupa veiðileyfi í Hrútafjarðará í 400 – fjögur hundruð – ár, á verðlagi sem gilti þegar þau kaup fóru fram af hálfu bankans. Síðan var aðförin í bankanum skipulögð. Halldór Guðbjarnason hætti að veiða í Hrútafjarðará, en hóf að safna upplýsingum frá Innra eftirliti um risnu, utanferðir, veiðiskap, hætti að skrifa sjálfur upp á reikninga o.fl. Sá sem útvegaði honum upplýsingarnar heitir Haukur Þór Haraldsson og hefir orðið kunnur af peningamálum og hirðusemi í bankanum, þótt síðar yrði. Gróinn siður En Davíð Oddsson gaf ríkisendurskoðanda, Sigurði Þórðarsyni (Renda), fyrirmælin. Renda var fullkunnugt um, til fjölda ára, að rekstri Landsbankans hafði ekki verið breytt neitt, a.m.k. ekki síðustu tuttugu árin, enda hafði hann skrifað upp á reikninga bankans athugasemdalaust árum saman. En hann gerði sér hins vegar grein fyrir hvað biði hans ef hann gegndi ekki æðsta stjórnanda til sjós og lands, enda maðurinn pólitískt að stöðu sinni kominn. En þegar herförin var komin á fullt skrið og Haukur hinn hirðusami búinn að nesta Halldór bankastjóra setti bankastjórinn sig niður hjá Renda og hóf að lesa upp fyrir honum fræðin sem Innra eftirlit Hauks hafði tekið saman. Þau fræði voru ekki öll vandlega unnin, en flutt samt. Hefði þó bankastjórinn átt að gæta sín betur. Svo dæmi sé tekið: Það var gróinn siður í Landsbanka, að bankaráðið hélt hóf mikið við hvern hundraðasta fund ráðsins, sem haldinn var. Þar kom á þessum tíma að sá sextánhundraðasti var haldinn. Var þá boðið til mikils hófs á Hótel Sögu undir stjórn formanns bankaráðs, Eyjólfs K. Sigurjónssonar. Í lok hófs kvittaði Sverrir Hermannsson fyrir af hálfu bankans. Þeim reikningi, sem nam 330 þús. kr., mötuðu þeir kumpánar, Halldór og Haukur hirðusami, Renda á sem einkarisnu Sverris! Þannig voru vinnubrögðin. Má m.a. geta þess að laxveiðikaupum í Hrútafjarðará var slitið í febrúarlok 1997, þegar Árni Tómasson vakti athygli á að þau kaup gætu valdið tortryggni. Til þeirra kaupa var upphaflega stofnað af yfirvöldum í bankanum og alltaf afgreidd af Renda athugasemdalaust. Á fullum dagpeningum Þegar Jón Steinar Gunnlaugsson hafði yfirfarið málsgögn að beiðni bankaráðs gagnrýndi hann nokkur atriði, en engin af þeim voru ný af nálinni heldur tíðkuð í bankanum áratugum saman. T.d. upplýsti þáverandi formaður bankaráðs, Pétur Sigurðsson, að fyrirrennari Sverris í bankastjórastól hefði síðasta ár sitt varið meiru en hálfu þess í utanlandsdvöl – á fullum dagpeningum. Björgvin Vilmundarson var gagnkunnugur öllum starfsháttum bankastjórnar áratugi aftur í tímann og var eftir þeim farið í hvívetna af nýjum mönnum í embættunum. Enda lagði Jón Steinar ekki til neinar refsingar, þótt gagnrýninn væri á einstaka atriði. Bankastjórarnir héldu öllum sínum hlunnindum, fullum uppsagnarákvæðum og eftirlaunum. Það eina sem Framsóknarklíkan hafði upp úr krafsinu var VÍS-bréfin, sem seld voru þeim á 6,8 milljarða króna, en þeir komu svo í verð tæpum þremur árum síðar fyrir 31,5 milljarða króna. En Landsbankann fengu þeir ekki, enda sviku þeir Halldór Guðbjarnason um bankastjórastöðuna, og settu handbendi Finns Ingólfssonar í embættið. Bæði voru skæðin góð á Framsóknarvísu. Vonandi verða stjórnarhættir Davíðs Oddssonar og Halldórs Ásgrímssonar uppi meðan land byggist. Ella biði þjóðarinnar líklega annað stórslys. Eftir dúk og disk kom svo formaður Sjálfstæðisflokksins, Davíð Oddsson, á fund ritstjóra Morgunblaðsins, Matthíasar Johannessen og Styrmis Gunnarssonar og lýsti yfir: „Landsbankamálið var allt tómt fát og fum. Sverrir hafði ekkert gert af sér." Taki þeir til sín sem eiga. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Þarf að hemja hina ofurríku? Fastir pennar Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke Skoðun Landsbyggðin án háskóla? Ketill Sigurður Jóelsson Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Jöfn skipting skulda og eigna í sambúð Sævar Þór Jónsson Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir Skoðun Má berja blaðamenn? Sigríður Dögg Auðunsdóttir Skoðun Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þjóð án máls – hver þegir, hver fær að tala? Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lýðræði og samfélagsmiðlar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks skrifar Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Samfélag sem stendur saman Benóný Valur Jakobsson skrifar Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson skrifar Skoðun Hver er að væla? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke skrifar Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Konan - Vinnan - Kjörin í 40 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Íslenskur her og íslensk leyniþjónusta Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Er jafnrétti fyrir allar? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ættu konur að fara í háskólanám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Verðmætasköpunarlaust haust Jón Gunnarsson skrifar Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Einfaldar lausnir á vaxtamálavanda bankanna Guðmundur Ásgeirsson skrifar Sjá meira
Þegar þar var komið sögu, að klíkumenn Framsóknar bjuggust um rammlega í Landsbankanum vegna fyrirhugaðrar einkavæðingar hans, þótti þeim fýsilegt að Halldór Guðbjarnason yrði einn bankastjóri við einkavæðinguna. Þessu var honum lofað, en seinna svikið. Honum var bætt tjónið með því að gera hann að framkvæmdastjóra Visa-Ísland. Þar tókst honum svo vel upp að fyrirtækið var sektað um kr. 385 milljónir. Fyrir þá upphæð hefði mátt kaupa veiðileyfi í Hrútafjarðará í 400 – fjögur hundruð – ár, á verðlagi sem gilti þegar þau kaup fóru fram af hálfu bankans. Síðan var aðförin í bankanum skipulögð. Halldór Guðbjarnason hætti að veiða í Hrútafjarðará, en hóf að safna upplýsingum frá Innra eftirliti um risnu, utanferðir, veiðiskap, hætti að skrifa sjálfur upp á reikninga o.fl. Sá sem útvegaði honum upplýsingarnar heitir Haukur Þór Haraldsson og hefir orðið kunnur af peningamálum og hirðusemi í bankanum, þótt síðar yrði. Gróinn siður En Davíð Oddsson gaf ríkisendurskoðanda, Sigurði Þórðarsyni (Renda), fyrirmælin. Renda var fullkunnugt um, til fjölda ára, að rekstri Landsbankans hafði ekki verið breytt neitt, a.m.k. ekki síðustu tuttugu árin, enda hafði hann skrifað upp á reikninga bankans athugasemdalaust árum saman. En hann gerði sér hins vegar grein fyrir hvað biði hans ef hann gegndi ekki æðsta stjórnanda til sjós og lands, enda maðurinn pólitískt að stöðu sinni kominn. En þegar herförin var komin á fullt skrið og Haukur hinn hirðusami búinn að nesta Halldór bankastjóra setti bankastjórinn sig niður hjá Renda og hóf að lesa upp fyrir honum fræðin sem Innra eftirlit Hauks hafði tekið saman. Þau fræði voru ekki öll vandlega unnin, en flutt samt. Hefði þó bankastjórinn átt að gæta sín betur. Svo dæmi sé tekið: Það var gróinn siður í Landsbanka, að bankaráðið hélt hóf mikið við hvern hundraðasta fund ráðsins, sem haldinn var. Þar kom á þessum tíma að sá sextánhundraðasti var haldinn. Var þá boðið til mikils hófs á Hótel Sögu undir stjórn formanns bankaráðs, Eyjólfs K. Sigurjónssonar. Í lok hófs kvittaði Sverrir Hermannsson fyrir af hálfu bankans. Þeim reikningi, sem nam 330 þús. kr., mötuðu þeir kumpánar, Halldór og Haukur hirðusami, Renda á sem einkarisnu Sverris! Þannig voru vinnubrögðin. Má m.a. geta þess að laxveiðikaupum í Hrútafjarðará var slitið í febrúarlok 1997, þegar Árni Tómasson vakti athygli á að þau kaup gætu valdið tortryggni. Til þeirra kaupa var upphaflega stofnað af yfirvöldum í bankanum og alltaf afgreidd af Renda athugasemdalaust. Á fullum dagpeningum Þegar Jón Steinar Gunnlaugsson hafði yfirfarið málsgögn að beiðni bankaráðs gagnrýndi hann nokkur atriði, en engin af þeim voru ný af nálinni heldur tíðkuð í bankanum áratugum saman. T.d. upplýsti þáverandi formaður bankaráðs, Pétur Sigurðsson, að fyrirrennari Sverris í bankastjórastól hefði síðasta ár sitt varið meiru en hálfu þess í utanlandsdvöl – á fullum dagpeningum. Björgvin Vilmundarson var gagnkunnugur öllum starfsháttum bankastjórnar áratugi aftur í tímann og var eftir þeim farið í hvívetna af nýjum mönnum í embættunum. Enda lagði Jón Steinar ekki til neinar refsingar, þótt gagnrýninn væri á einstaka atriði. Bankastjórarnir héldu öllum sínum hlunnindum, fullum uppsagnarákvæðum og eftirlaunum. Það eina sem Framsóknarklíkan hafði upp úr krafsinu var VÍS-bréfin, sem seld voru þeim á 6,8 milljarða króna, en þeir komu svo í verð tæpum þremur árum síðar fyrir 31,5 milljarða króna. En Landsbankann fengu þeir ekki, enda sviku þeir Halldór Guðbjarnason um bankastjórastöðuna, og settu handbendi Finns Ingólfssonar í embættið. Bæði voru skæðin góð á Framsóknarvísu. Vonandi verða stjórnarhættir Davíðs Oddssonar og Halldórs Ásgrímssonar uppi meðan land byggist. Ella biði þjóðarinnar líklega annað stórslys. Eftir dúk og disk kom svo formaður Sjálfstæðisflokksins, Davíð Oddsson, á fund ritstjóra Morgunblaðsins, Matthíasar Johannessen og Styrmis Gunnarssonar og lýsti yfir: „Landsbankamálið var allt tómt fát og fum. Sverrir hafði ekkert gert af sér." Taki þeir til sín sem eiga.
Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun
Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir Skoðun
Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar
Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun
Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir Skoðun