Er jörðin flöt? Enn um forsetann Skúli Magnússon skrifar 11. júlí 2012 06:00 Í Bretlandi starfar félagsskapur, The Flat Earth Society, sem byggir á þeirri kennisetningu að jörðin sé kringlulaga og flöt. Þessi félagsskapur kemur óneitanlega upp í hugann þegar rifjaðar eru upp staðhæfingar í fjölmiðlum í kjölfar kosninga á þá leið að forseti Íslands sé í raun valdalaus eða gegni a.m.k. ekki neinu pólitísku hlutverki. Eftir synjanir forseta við lögum Alþingis í þrígang og tvær þjóðaratkvæðagreiðslur hefði einhver talið að umræða í þessa veru væri fyrir bí, ekki ósvipað því sem urðu að meginstefnu örlög hugmyndarinnar um „kringlu jarðar". Auðvitað er þó ekkert við því að segja að einhver kjósi að halda fram andstæðum sjónarmiðum. Og ekki ber að gera lítið úr því að svona orðræða getur hvatt okkur til að skerpa á eða jafnvel taka viðteknar hugmyndir til endurskoðunar, jafnvel hugmyndina um að jörðin sé (nokkurn veginn) hnöttótt! Þeir sem halda því fram að forsetinn sé valdalaus, eða gegni a.m.k. ekki pólitísku hlutverki, láta hins vegar yfirleitt ekki þar við sitja heldur telja nauðsynlegt að „skýra" hlutverk hans í stjórnarskrá og þá til samræmis við hugmyndina um hinn valdalausa og ópólitíska forseta. Kenningin sem býr að baki þessum sjónarmiðum er sú að stjórnarskráin sé óskýr, ófullkomin eða a.m.k. úrelt um flest sem lýtur að stöðu forsetans. Látið er í veðri vaka að sitjandi forseti hafi með einhverjum hætti farið út fyrir stjórnskipulegar heimildir sínar, endurskilgreint lagalega stöðu embættisins, jafnvel „endurritað" sjálfa stjórnarskrána. Vandamálið við þennan málflutning er að hér er lagareglum og pólitískum viðhorfum hrært saman þannig að óljóst er hvort þeirri róttæku túlkun er haldið fram að embættið sé valdalaust samkvæmt stjórnlögum eða hvort það „ætti að vera það" í stjórnskipun morgundagsins. Eins og ég hef áður fjallað um á síðum blaðsins eru stjórnskipulegar heimildir forseta Íslands í öllum meginatriðum skýrar samkvæmt núgildandi reglum. Forseti getur synjað lögum Alþingis staðfestingar og hann veitir umboð til myndunar ríkisstjórnar. Formlegan atbeina forseta þarf einnig til allra meiriháttar stjórnarathafna ráðherra, t.d. skipunar embættismanna, útgáfu bráðabirgðalaga og þingrofs. Þótt í framkvæmd fari forseti að tillögu ráðherra við meðferð þessara heimilda (og þær séu því jafnan taldar „formlegar" eða kenndar við „leppshlutverk forseta"), verður hann ekki þvingaður til að staðfesta tillögu ráðherra. Um þetta má lesa nánar í helstu fræðiritum um íslenskan stjórnskipunarrétt eða fletta upp í nýlegum Skýringum við stjórnarskrá lýðveldisins Íslands (aðgengilegt á rafrænu formi í gagnasafni á www.stjornlagarad.is). En er þá rétt að breyta framangreindum reglum, t.d. eins og fyrirliggjandi tillaga Stjórnlagaráðs gerir ráð fyrir? Svarið við þeirri spurningu ræðst af því hvers konar stjórnskipun við teljum æskilega svo og hvernig við sjáum fyrir okkur að slík skipun verði útfærð og tryggð í stjórnarskrá. Sú nálgun eða málsmeðferð sem við teljum rétt að leggja til grundvallar stjórnarskrárbreytingum skiptir þó ekki síður máli, einkum það hvort skynsamlegt er að umbylta gildandi stjórnskipun í einu vetfangi eða taka fleiri styttri og yfirvegaðri skref. Svarið felst hins vegar örugglega ekki í pólitískt innblásnum hártogunum á gildandi stjórnarskrá eða hreinni afneitun á lagalegum veruleika. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Lík brennd í Grafarvogi Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Gervigreindin beisluð Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun Á jaðrinum með Jesú Daníel Ágúst Gautason Skoðun Er handahlaup valdeflandi? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun Til þeirra sem fagna Sigurður Gísli Bond Snorrason Skoðun Skoðun Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Lík brennd í Grafarvogi Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er handahlaup valdeflandi? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Á jaðrinum með Jesú Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Gervigreindin beisluð Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Kúnstin að vera ósammála sjálfum sér Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar Skoðun Geislameðferð sem lífsbjörg Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þetta eru ekki eðlileg vinnubrögð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Hversu mikið er nóg? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Sigurður Gísli Bond Snorrason skrifar Skoðun Að semja er ekki veikleiki – það er forsenda lýðræðis Elliði Vignisson skrifar Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sumar og sól – en ekki alltaf sátt í sálinni Ellen Calmon skrifar Skoðun Að flokka hver vinnur og hver tapar Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Hagur hluthafanna alltaf og undantekningarlaust í forgangi Jón Kaldal skrifar Skoðun Má berja blaðamenn? Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Vonir um vopnahlé eins og hálmstrá Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Samfélagið innan samfélagsins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Til hamingju Íslendingar með nýja Óperu Andri Björn Róbertsson skrifar Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun „Oft er flagð undir fögru skinni“ Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir skrifar Skoðun Fjögurra daga vinnuvika – nýr veruleiki? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ráðherra gengur fram án laga Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hagkvæmur kostur utan friðlands Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gagnsæi og inntak Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Sjá meira
Í Bretlandi starfar félagsskapur, The Flat Earth Society, sem byggir á þeirri kennisetningu að jörðin sé kringlulaga og flöt. Þessi félagsskapur kemur óneitanlega upp í hugann þegar rifjaðar eru upp staðhæfingar í fjölmiðlum í kjölfar kosninga á þá leið að forseti Íslands sé í raun valdalaus eða gegni a.m.k. ekki neinu pólitísku hlutverki. Eftir synjanir forseta við lögum Alþingis í þrígang og tvær þjóðaratkvæðagreiðslur hefði einhver talið að umræða í þessa veru væri fyrir bí, ekki ósvipað því sem urðu að meginstefnu örlög hugmyndarinnar um „kringlu jarðar". Auðvitað er þó ekkert við því að segja að einhver kjósi að halda fram andstæðum sjónarmiðum. Og ekki ber að gera lítið úr því að svona orðræða getur hvatt okkur til að skerpa á eða jafnvel taka viðteknar hugmyndir til endurskoðunar, jafnvel hugmyndina um að jörðin sé (nokkurn veginn) hnöttótt! Þeir sem halda því fram að forsetinn sé valdalaus, eða gegni a.m.k. ekki pólitísku hlutverki, láta hins vegar yfirleitt ekki þar við sitja heldur telja nauðsynlegt að „skýra" hlutverk hans í stjórnarskrá og þá til samræmis við hugmyndina um hinn valdalausa og ópólitíska forseta. Kenningin sem býr að baki þessum sjónarmiðum er sú að stjórnarskráin sé óskýr, ófullkomin eða a.m.k. úrelt um flest sem lýtur að stöðu forsetans. Látið er í veðri vaka að sitjandi forseti hafi með einhverjum hætti farið út fyrir stjórnskipulegar heimildir sínar, endurskilgreint lagalega stöðu embættisins, jafnvel „endurritað" sjálfa stjórnarskrána. Vandamálið við þennan málflutning er að hér er lagareglum og pólitískum viðhorfum hrært saman þannig að óljóst er hvort þeirri róttæku túlkun er haldið fram að embættið sé valdalaust samkvæmt stjórnlögum eða hvort það „ætti að vera það" í stjórnskipun morgundagsins. Eins og ég hef áður fjallað um á síðum blaðsins eru stjórnskipulegar heimildir forseta Íslands í öllum meginatriðum skýrar samkvæmt núgildandi reglum. Forseti getur synjað lögum Alþingis staðfestingar og hann veitir umboð til myndunar ríkisstjórnar. Formlegan atbeina forseta þarf einnig til allra meiriháttar stjórnarathafna ráðherra, t.d. skipunar embættismanna, útgáfu bráðabirgðalaga og þingrofs. Þótt í framkvæmd fari forseti að tillögu ráðherra við meðferð þessara heimilda (og þær séu því jafnan taldar „formlegar" eða kenndar við „leppshlutverk forseta"), verður hann ekki þvingaður til að staðfesta tillögu ráðherra. Um þetta má lesa nánar í helstu fræðiritum um íslenskan stjórnskipunarrétt eða fletta upp í nýlegum Skýringum við stjórnarskrá lýðveldisins Íslands (aðgengilegt á rafrænu formi í gagnasafni á www.stjornlagarad.is). En er þá rétt að breyta framangreindum reglum, t.d. eins og fyrirliggjandi tillaga Stjórnlagaráðs gerir ráð fyrir? Svarið við þeirri spurningu ræðst af því hvers konar stjórnskipun við teljum æskilega svo og hvernig við sjáum fyrir okkur að slík skipun verði útfærð og tryggð í stjórnarskrá. Sú nálgun eða málsmeðferð sem við teljum rétt að leggja til grundvallar stjórnarskrárbreytingum skiptir þó ekki síður máli, einkum það hvort skynsamlegt er að umbylta gildandi stjórnskipun í einu vetfangi eða taka fleiri styttri og yfirvegaðri skref. Svarið felst hins vegar örugglega ekki í pólitískt innblásnum hártogunum á gildandi stjórnarskrá eða hreinni afneitun á lagalegum veruleika.
Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun
Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson Skoðun
Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun
Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar
Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar
Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun
Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson Skoðun
Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun