Enski boltinn

Yossi ætlar að hrífa Di Matteo

Ísraelinn Yossi Benayoun er kominn aftur til Chelsea eftir árslán hjá Arsenal. Hann er ákveðinn í að sanna sig fyrir Roberto di Matteo, stjóra Chelsea.

Það var Andre Villas-Boas sem ákvað að senda hinn 32 ára gamla Benayoun til Arsenal þar sem hann fékk ekkert of mikið að spila. Hann kom við sögu í 19 leikjum.

"Það er gaman að vera kominn aftur til Chelsea og ég ætla að sýna Robbie að ég eigi skilið að spila með liðinu. Það hefur margt breyst síðan ég var hér síðast. Því miður gengu hlutirnar ekki upp hjá mér og Villas-Boas en vonandi breytist það núna," sagði Benayoun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×