Til hamingju með undirritun Evrópska landslagssamningsins Auður Sveinsdóttir skrifar 18. júlí 2012 06:00 Fyrir tilstilli Svandísar Svavarsdóttur umhverfisráðherra varð Ísland 40. Evrópuþjóðin af 47 til að undirrita Evrópska landslagssamninginn (The European Landscape Convention) þann 29. júní síðastliðinn. Henni tókst það sem fjórum forverum hennar lánaðist ekki á þeim tólf árum frá því samningurinn var samþykktur í Flórens 20. október árið 2000. Upphaflega var hvatinn að samningnum sá, að talið var nauðsynlegt „að vekja athygli á landslaginu sem umlykur okkur og hversu mikilvægt það er hvað varðar lífsgæði fólks; í þéttbýli jafnt sem dreifbýli. Samningurinn snýst ekki aðeins um verndun landsvæða heldur ekki síst notkun, skipulag og meðferð á okkar daglega umhverfi „hversdagslandslaginu“. Mörgum kann að þykja það undarlegt að það þurfi sérstakan samning um landslag, því til skamms tíma hefur landslagið í okkar hug verið ósnertanleg náttúra og einungis á valdi æðri máttarvalda að breyta. Sú afstaða vekur furðu því sýn manna og notkun á hugtakinu landslag hefur breyst mikið á síðustu áratugum, sbr. starfsheitið landslagsarkitekt. Íslenskt landslag er ein meginstoðin undir búsetu okkar og vellíðan hér á landi og rökin fyrir því að taka þennan samning í notkun og nýta hann sem verkfæri eru m.a. Ÿ Við búum í landi með fjölbreyttu landslagi og við verðum að styrkja, efla og sinna því Ÿ Við þurfum að geta upplifað umhverfi okkar og gera okkur grein fyrir því að landslag á Íslandi er hluti af menningar- og náttúrulegri arfleifð okkar Ÿ Við erum hluti af stærri heild og við berum ábyrgð. Íslenskt, norrænt, evrópskt og alþjóðlegt landslag Ÿ Ferðaþjónusta á Íslandi er vaxandi atvinnugrein og við þurfum að átta okkur á því sem skiptir máli fyrir ferðamenn sem koma hingað. Að hverju eru þeir að leita? Ÿ Við þurfum að tryggja matvælaöryggi Í landslaginu er saga þjóðarinnar skráð, hvernig við höfum lifað og starfað í landinu um aldir í blíðu og stríðu. Landslagið er í stöðugri breytingu og sérhver tími skilur eftir sig spor – minningar verða eftir – þær móta okkur og landslagið náttúrulegt og manngert er hluti af ímynd og sjálfsmynd okkar sem þjóðar. Það er verkefni okkar að nýta landslagið þannig að verðmæti þess verði viðhaldið og að gildi þess sé einnig varðveitt til lengri tíma litið. Landslagið með sínum náttúrufarslegu og menningarlegu verðmætum er gífurlega mikilvæg samfélagsleg auðlind sem getur haft efnahagsleg áhrif. Með því að nýta sér Evrópska landslagssamninginn er hægt að auka, efla og stuðla að lífsgæðum og heilbrigði þjóðarinnar. Líta má á samninginn sem verkfærasett fyrir löggjafann (Alþingi) til að innleiða í viðeigandi lagaumhverfi og fyrir sveitarfélög að nýta sér ákvæði hans í sínar reglugerðir. Fram undan blasir við áhugavert og ögrandi verkefni til vinnu með okkar íslenska landslag á margvíslegan hátt, innan stjórnsýslunnar, með beinum aðgerðum sveitarfélaga, stofnana og almennings, auka meðvitund íbúa fyrir umhverfinu, efla rannsóknir og þróun á sviði landslagsfræða, styrkja skráningu og kortlagningu landslagsgerða svo eitthvað sé nefnt. Íslenskt landslag er auðlind – segir í raun allt sem segja þarf. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun Halldór 13.12.2025 Halldór Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson Skoðun Skoðun Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke skrifar Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Sjá meira
Fyrir tilstilli Svandísar Svavarsdóttur umhverfisráðherra varð Ísland 40. Evrópuþjóðin af 47 til að undirrita Evrópska landslagssamninginn (The European Landscape Convention) þann 29. júní síðastliðinn. Henni tókst það sem fjórum forverum hennar lánaðist ekki á þeim tólf árum frá því samningurinn var samþykktur í Flórens 20. október árið 2000. Upphaflega var hvatinn að samningnum sá, að talið var nauðsynlegt „að vekja athygli á landslaginu sem umlykur okkur og hversu mikilvægt það er hvað varðar lífsgæði fólks; í þéttbýli jafnt sem dreifbýli. Samningurinn snýst ekki aðeins um verndun landsvæða heldur ekki síst notkun, skipulag og meðferð á okkar daglega umhverfi „hversdagslandslaginu“. Mörgum kann að þykja það undarlegt að það þurfi sérstakan samning um landslag, því til skamms tíma hefur landslagið í okkar hug verið ósnertanleg náttúra og einungis á valdi æðri máttarvalda að breyta. Sú afstaða vekur furðu því sýn manna og notkun á hugtakinu landslag hefur breyst mikið á síðustu áratugum, sbr. starfsheitið landslagsarkitekt. Íslenskt landslag er ein meginstoðin undir búsetu okkar og vellíðan hér á landi og rökin fyrir því að taka þennan samning í notkun og nýta hann sem verkfæri eru m.a. Ÿ Við búum í landi með fjölbreyttu landslagi og við verðum að styrkja, efla og sinna því Ÿ Við þurfum að geta upplifað umhverfi okkar og gera okkur grein fyrir því að landslag á Íslandi er hluti af menningar- og náttúrulegri arfleifð okkar Ÿ Við erum hluti af stærri heild og við berum ábyrgð. Íslenskt, norrænt, evrópskt og alþjóðlegt landslag Ÿ Ferðaþjónusta á Íslandi er vaxandi atvinnugrein og við þurfum að átta okkur á því sem skiptir máli fyrir ferðamenn sem koma hingað. Að hverju eru þeir að leita? Ÿ Við þurfum að tryggja matvælaöryggi Í landslaginu er saga þjóðarinnar skráð, hvernig við höfum lifað og starfað í landinu um aldir í blíðu og stríðu. Landslagið er í stöðugri breytingu og sérhver tími skilur eftir sig spor – minningar verða eftir – þær móta okkur og landslagið náttúrulegt og manngert er hluti af ímynd og sjálfsmynd okkar sem þjóðar. Það er verkefni okkar að nýta landslagið þannig að verðmæti þess verði viðhaldið og að gildi þess sé einnig varðveitt til lengri tíma litið. Landslagið með sínum náttúrufarslegu og menningarlegu verðmætum er gífurlega mikilvæg samfélagsleg auðlind sem getur haft efnahagsleg áhrif. Með því að nýta sér Evrópska landslagssamninginn er hægt að auka, efla og stuðla að lífsgæðum og heilbrigði þjóðarinnar. Líta má á samninginn sem verkfærasett fyrir löggjafann (Alþingi) til að innleiða í viðeigandi lagaumhverfi og fyrir sveitarfélög að nýta sér ákvæði hans í sínar reglugerðir. Fram undan blasir við áhugavert og ögrandi verkefni til vinnu með okkar íslenska landslag á margvíslegan hátt, innan stjórnsýslunnar, með beinum aðgerðum sveitarfélaga, stofnana og almennings, auka meðvitund íbúa fyrir umhverfinu, efla rannsóknir og þróun á sviði landslagsfræða, styrkja skráningu og kortlagningu landslagsgerða svo eitthvað sé nefnt. Íslenskt landslag er auðlind – segir í raun allt sem segja þarf.
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun