Innlent

Folaldið var nefnt álfunum til heiðurs

Gæfa frá Lágafelli kastaði folaldinu fljótlega eftir að steinninn var settur niður við hús Árna. fréttablaðið/óskar
Gæfa frá Lágafelli kastaði folaldinu fljótlega eftir að steinninn var settur niður við hús Árna. fréttablaðið/óskar
„Við nefndum folaldið Álf sem smá virðingarvott við þessa nýju fjölskyldu sem sest er að hérna í Eyjum“, segir Gunnar Árnason, eigandi Hestaleigunnar Lukku í Vestmannaeyjum. Svo bar við að hryssan Gæfa frá Lágafelli kastaði fallegu folaldi í skjóli við álfasteininn í garði Árna Johnsen. Árni flutti steininn til Eyja á þriðjudag en steinninn var settur niður við íbúðarhús hans, Höfðaból.

Gunnar segir Eyjamenn taka fagnandi á móti nýju vori og ekkert sé meira viðeigandi en þegar nýtt líf lítur dagsins ljós.

Spurður um það hvort hann trúi á álfa og aðrar verur sem flest okkar greina ekki með berum augum segir Gunnar að hann hafi tekið sama pól í hæðina og Árni títtnefndur Johnsen. „Það sem við ekki sjáum eigum við að láta vera, það er góð regla. Við eigum ekki að vera káfa í því sem við höfum ekki þekkingu á,“ segir Gunnar hlæjandi en án þess að skýra þau orð sín út frekar. „Það eina í þessu er að við vonum að nafngiftin styrki sambúðina við þessa nýbúa. Við viljum hafa þá okkar megin og bjóðum þá velkomna til Eyja,“ segir Gunnar.

- shá




Fleiri fréttir

Sjá meira


×