Sameinumst um skynsamlega niðurstöðu Þorgerður K. Gunnarsdóttir skrifar 7. mars 2012 06:00 Það var frá upphafi ljóst að það yrði erfitt fyrir nokkra ráðherra vinstri grænna að taka þátt í því ferli sem Alþingi samþykkti þegar ákveðið var að sækja um aðild að Evrópusambandinu. Ýmsir biðleikir voru leiknir til að tefja ferlið og þeir voru umbornir af samstarfsflokknum enda mátti ekki raska lífi ríkisstjórnarinnar. Gekk friðþægingin í garð VG svo langt að sjálfur forsætisráðherrann gat ekki í blaðagrein viðurkennt að umsóknarferli væri í gangi heldur var tiplað á tánum í kringum málið og sagt að verið væri að kanna kosti og galla aðildar. Þetta var síðan leiðrétt af utanríkisráðherra. Tveir ráðherrar ríkisstjórnarinnar og vinstri grænna hafa hins vegar nýlega snúið við blaðinu og lýst því yfir að flýta eigi viðræðum og kjósa fyrir næstu kosningar um samning. Nú á að haska sér. Gott og vel. Flýtum okkur hægtEf við gefum okkur það að markmið samningaviðræðnanna sé að ná sem hagfelldustum samningi fyrir Ísland, þannig að niðurstaðan verði raunverulegur valkostur fyrir þjóðina, eru þetta ekki beint gáfulegar yfirlýsingar. Látum vera að þarna eru á ferð fulltrúar þess flokks sem lítt hefur liðkað fyrir viðræðunum. Hitt er alvarlegra að menn ætli nú í skyndi, vegna yfirvofandi kosningabaráttu, að þrýsta á um að ljúka samningaviðræðum um mikilvægustu hagsmunamál Íslendinga á svo skömmum tíma. Í einfeldni minni hélt ég að hægt væri, eftir allt sem á undan er gengið, að sameina krafta stjórnmálamanna til að ná sem bestum samningum fyrir Íslendinga, óháð skoðunum þeirra á Evrópusambandinu. Allt tal um hraðferð er ekki í samræmi við það markmið. Sjálf hef ég sagt að þetta ferli muni taka tíma og reyna á þjóðarsálina. Þess vegna var ég á sínum tíma talsmaður þess að efnt yrði til tveggja þjóðaratkvæðagreiðslna í málinu, að þjóðin hefði jafnt upphafs- sem lokaorðið. Ekki voru allir í fyrstu ýkja hrifnir af þeirri leið en það breyttist og varð síðar stefna flokksins. Þessi tillaga okkar sjálfstæðismanna var hins vegar felld á Alþingi. Það hefði betur ekki orðið, en ef og hefði dugar okkur skammt við lausn viðfangsefna dagsins í dag. Ekki í þessu máli frekar en öðrum. Skortur á pólitísku baklandiStaðan er nefnilega sú að þótt samninganefndin sé ágætlega mönnuð og sinni sínu verki af samviskusemi þá hefur hún ekki það pólitíska bakland sem nauðsynlegt er til að fylgja umsóknarferlinu eftir. Hvort sem mönnum líkar það betur eða verr þá tel ég ljóst að samningar muni ekki nást fyrir næstu alþingiskosningar ef eðlilega er staðið að málum. Það verður því að flytja umsóknarferlið á milli kjörtímabila, nema menn telji það boðlegt að kasta til hendinni og ljúka samningum óháð niðurstöðu. Þessar skyndilegu hraðferðarhugmyndir bera keim taugaveiklunar og ætlaðar til flokkspólitísks heimabrúks fremur en að ljúka viðkvæmu, pólitísku máli með skynsamlegum hætti. Því um það snýst þetta – að ná einhverri skynsemi í niðurstöðuna. Hvernig á að færa málið á milli kosninga?En hvernig er þá best að færa aðildarviðræðurnar á milli kosninga? Tveir kostir blasa við. Annars vegar að samið verði um málið í stjórnarmyndunarviðræðum að loknum kosningum. Hins vegar að þjóðin kjósi samhliða alþingiskosningum um það hvort halda eigi aðildarviðræðum áfram. Ég er sjálf þeirrar skoðunar að halda eigi viðræðum áfram og að menn sýni metnað og festu í yfirstandandi viðræðum þannig að ná megi hagfelldum samningi fyrir land og þjóð. Þjóðin fær síðan tækifæri til að segja skoðun sína á samningnum. Að hafna honum eða samþykkja. Sá valkostur sem lagður er fyrir Íslendinga verður hins vegar að byggja á bestu mögulegu niðurstöðu en ekki bara „einhverri niðurstöðu" líkt og nú virðist eiga að leggja fyrir þjóðina þegar stjórnarskrá landsins er annars vegar. Staðreynd er að samningaferlið hefur verið undirorpið óeiningu innan núverandi ríkisstjórnar sem tafið hefur viðræður, sama hvað hver segir. Að ná hagfelldri samningsniðurstöðu mun taka drjúgan tíma. Því er farsælla í þessari stöðu að þjóðin segi til um framhald viðræðna samhliða þingkosningum í stað þess að umsóknarferlið verði notað sem skiptimynt við gerð stjórnarsáttmála næstu ríkisstjórnar. Slíkri þjóðaratkvæðagreiðslu á ekki, eins og sumir hafa lagt til, að blanda saman við forsetakosningar sem þá færu að snúast meira um ESB en hvernig forseta við Íslendingar viljum til næstu ára. Best færi á því að Íslendingar gætu strax í haust kosið til nýs þings fyrir margra hluta sakir og gæfist samhliða færi á að segja skoðun sína á framhaldi samningaviðræðna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason Skoðun Lágpunktur umræðunnar Jón Pétur Zimsen Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Ísland er á réttri leið Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic Skoðun Skoðun Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Pípararnir okkar - Fagstéttin, metfjöldi, átakið, stuðningur Snæbjörn R. Rafnsson skrifar Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Ég ákalla! Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic skrifar Skoðun Mannréttindaglufur og samgönguglufur Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Ísland er á réttri leið Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Sameining vinstrisins Hlynur Már V. skrifar Skoðun Lágpunktur umræðunnar Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Almenningur og breiðu bök ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason skrifar Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Ekkert barn á Íslandi á að búa við fátækt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hundrað doktorsgráður Ólafur Eysteinn Sigurjónsson skrifar Skoðun EES: ekki slagorð — heldur réttindi Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Að þjóna íþróttum Rögnvaldur Hreiðarsson skrifar Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir skrifar Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Ísland, öryggi og almennur viðbúnaður Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Leysum húsnæðisvandann Guðjón Sigurbjartsson skrifar Sjá meira
Það var frá upphafi ljóst að það yrði erfitt fyrir nokkra ráðherra vinstri grænna að taka þátt í því ferli sem Alþingi samþykkti þegar ákveðið var að sækja um aðild að Evrópusambandinu. Ýmsir biðleikir voru leiknir til að tefja ferlið og þeir voru umbornir af samstarfsflokknum enda mátti ekki raska lífi ríkisstjórnarinnar. Gekk friðþægingin í garð VG svo langt að sjálfur forsætisráðherrann gat ekki í blaðagrein viðurkennt að umsóknarferli væri í gangi heldur var tiplað á tánum í kringum málið og sagt að verið væri að kanna kosti og galla aðildar. Þetta var síðan leiðrétt af utanríkisráðherra. Tveir ráðherrar ríkisstjórnarinnar og vinstri grænna hafa hins vegar nýlega snúið við blaðinu og lýst því yfir að flýta eigi viðræðum og kjósa fyrir næstu kosningar um samning. Nú á að haska sér. Gott og vel. Flýtum okkur hægtEf við gefum okkur það að markmið samningaviðræðnanna sé að ná sem hagfelldustum samningi fyrir Ísland, þannig að niðurstaðan verði raunverulegur valkostur fyrir þjóðina, eru þetta ekki beint gáfulegar yfirlýsingar. Látum vera að þarna eru á ferð fulltrúar þess flokks sem lítt hefur liðkað fyrir viðræðunum. Hitt er alvarlegra að menn ætli nú í skyndi, vegna yfirvofandi kosningabaráttu, að þrýsta á um að ljúka samningaviðræðum um mikilvægustu hagsmunamál Íslendinga á svo skömmum tíma. Í einfeldni minni hélt ég að hægt væri, eftir allt sem á undan er gengið, að sameina krafta stjórnmálamanna til að ná sem bestum samningum fyrir Íslendinga, óháð skoðunum þeirra á Evrópusambandinu. Allt tal um hraðferð er ekki í samræmi við það markmið. Sjálf hef ég sagt að þetta ferli muni taka tíma og reyna á þjóðarsálina. Þess vegna var ég á sínum tíma talsmaður þess að efnt yrði til tveggja þjóðaratkvæðagreiðslna í málinu, að þjóðin hefði jafnt upphafs- sem lokaorðið. Ekki voru allir í fyrstu ýkja hrifnir af þeirri leið en það breyttist og varð síðar stefna flokksins. Þessi tillaga okkar sjálfstæðismanna var hins vegar felld á Alþingi. Það hefði betur ekki orðið, en ef og hefði dugar okkur skammt við lausn viðfangsefna dagsins í dag. Ekki í þessu máli frekar en öðrum. Skortur á pólitísku baklandiStaðan er nefnilega sú að þótt samninganefndin sé ágætlega mönnuð og sinni sínu verki af samviskusemi þá hefur hún ekki það pólitíska bakland sem nauðsynlegt er til að fylgja umsóknarferlinu eftir. Hvort sem mönnum líkar það betur eða verr þá tel ég ljóst að samningar muni ekki nást fyrir næstu alþingiskosningar ef eðlilega er staðið að málum. Það verður því að flytja umsóknarferlið á milli kjörtímabila, nema menn telji það boðlegt að kasta til hendinni og ljúka samningum óháð niðurstöðu. Þessar skyndilegu hraðferðarhugmyndir bera keim taugaveiklunar og ætlaðar til flokkspólitísks heimabrúks fremur en að ljúka viðkvæmu, pólitísku máli með skynsamlegum hætti. Því um það snýst þetta – að ná einhverri skynsemi í niðurstöðuna. Hvernig á að færa málið á milli kosninga?En hvernig er þá best að færa aðildarviðræðurnar á milli kosninga? Tveir kostir blasa við. Annars vegar að samið verði um málið í stjórnarmyndunarviðræðum að loknum kosningum. Hins vegar að þjóðin kjósi samhliða alþingiskosningum um það hvort halda eigi aðildarviðræðum áfram. Ég er sjálf þeirrar skoðunar að halda eigi viðræðum áfram og að menn sýni metnað og festu í yfirstandandi viðræðum þannig að ná megi hagfelldum samningi fyrir land og þjóð. Þjóðin fær síðan tækifæri til að segja skoðun sína á samningnum. Að hafna honum eða samþykkja. Sá valkostur sem lagður er fyrir Íslendinga verður hins vegar að byggja á bestu mögulegu niðurstöðu en ekki bara „einhverri niðurstöðu" líkt og nú virðist eiga að leggja fyrir þjóðina þegar stjórnarskrá landsins er annars vegar. Staðreynd er að samningaferlið hefur verið undirorpið óeiningu innan núverandi ríkisstjórnar sem tafið hefur viðræður, sama hvað hver segir. Að ná hagfelldri samningsniðurstöðu mun taka drjúgan tíma. Því er farsælla í þessari stöðu að þjóðin segi til um framhald viðræðna samhliða þingkosningum í stað þess að umsóknarferlið verði notað sem skiptimynt við gerð stjórnarsáttmála næstu ríkisstjórnar. Slíkri þjóðaratkvæðagreiðslu á ekki, eins og sumir hafa lagt til, að blanda saman við forsetakosningar sem þá færu að snúast meira um ESB en hvernig forseta við Íslendingar viljum til næstu ára. Best færi á því að Íslendingar gætu strax í haust kosið til nýs þings fyrir margra hluta sakir og gæfist samhliða færi á að segja skoðun sína á framhaldi samningaviðræðna.
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun
Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar
Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar
Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun