Viðtalstímar – gamaldags eða ekki? Guðríður Arnardóttir skrifar 7. mars 2012 06:00 Karen Halldórsdóttir skrifar í Fréttablaðið og ræðir þar viðtalstíma bæjarfulltrúa í Kópavogi. Fram að þeim tíma þegar 20 mánaða meirihlutinn tók við í Kópavogi stóð bæjarbúum til boða að ná tali af hverjum bæjarfulltrúa tvisvar á ári í klukkustund í senn. Þessir tímar voru fremur illa nýttir þrátt fyrir að hafa verið auglýstir nokkuð reglulega í ljósvaka- og prentmiðlum. Á síðasta kjörtímabili mættu t.d. til undirritaðrar 5 bæjarbúar – í það heila. Bæjarbúar sem þurfa að ná tali af bæjarfulltrúum einfaldlega senda þeim tölvupóst eða slá á þráðinn, við erum öll í símaskránni. Oftar en ekki óska bæjarbúar eftir því að fá að hitta okkur vegna tiltekinna mála og veit ég ekki til annars en það sé auðsótt mál, a.m.k. höfum við í Samfylkingunni aldrei vísað nokkrum manni á dyr. Eftir kosningar 2010 var ákveðið að leggja af þessa reglulegu fundartíma bæjarfulltrúa og þess í stað bjóða hverjum og einum bæjarfulltrúa að ráða því með hvaða hætti hann helst vildi vera í samskiptum við bæjarbúa. Þar gátu menn valið hvort þeir höfðu reglulega viðtalstíma eða ekki. Undirrituð hefur t.d. verið með vikulega viðtalstíma sem kynntir eru á heimasíðu bæjarins og hefur það ekkert breyst þótt ég gegni nú ekki formennsku í bæjarráði lengur. Aðgengi bæjarbúa í Kópavogi að bæjarfulltrúum er afar gott og veit ég ekki annað en við öll séum boðin og búin að hitta bæjarbúa sé þess óskað, nú eða svara símanum liggi einhverjum eitthvað á hjarta. Það heyrðist heldur ekki múkk í Karen eða oddvita Sjálfstæðisflokksins á sínum tíma þegar þetta var lagt af. Það að Karen skuli nú gera að yrkisefni sínu umræður um reglulega fundartíma bæjarstjórnar lýsir frekar mikilli málefnafátækt. Auk þess kýs hún að stilla málinu þannig upp að gagnrýni okkar á þetta fyrirkomulag sé vegna þess að við „nennum ekki“ að hitta bæjarbúa og þar veit hún auðvitað miklu betur. Hafsteinn Karlsson gerði góðlátlegt grín að þessu afturhvarfi til fortíðar. Einkum vegna þess að nýr meirihluti keppist nú við að afnema allar þær stjórnsýsluumbætur sem fyrri meirihluti réðist í á 20 mánaða tímabili. Þar ætla þeir að fjölga nefndum bæjarins og þenja út stjórnsýsluna svo allt verði eins og það var þegar Sjálfstæðis- og Framsóknarflokkur fóru síðast frá völdum. Okkur finnst það auðvitað dapurleg staðreynd að nú skuli menn keppast við að innleiða gamaldags stjórnsýslu að nýju í Kópavogi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðríður Arnardóttir Mest lesið Hin dásamlega sturlun: Umræðan á Íslandi Davíð Bergmann Skoðun Við getum öll bjargað lífi Kristófer Kristófersson Skoðun Opið bréf til innviðaráðherra Eyjólfur Þorkelsson Skoðun Fyrir hvern erum við að byggja? Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir Skoðun 90 milljarða vannýtt útflutningstækifæri Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Það er heldur betur vitlaust gefið á Íslandi Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun „Hristir í stoðum“ RÚV? Hermann Stefánsson Skoðun Að bjarga þjóð Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Að bera harm sinn í hljóði Gunnhildur Ólafsdóttir Skoðun Nýtt örorkulífeyriskerfi Inga Sæland Skoðun Skoðun Skoðun Það sem gerist þegar formúlur og fordómar hafa of mikil áhrif Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Látum verkin tala fyrir börnin á Gaza Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun 90 milljarða vannýtt útflutningstækifæri Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Tvær sögur Egill Þ. Einarsson skrifar Skoðun Stærsta kjarabót öryrkja í áratugi Ingjibjörg Isaksen skrifar Skoðun Að bjarga þjóð Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Háskóli Íslands. Opinn og alþjóðlegur? Styrmir Hallsson,Abdullah Arif skrifar Skoðun Nýtt örorkulífeyriskerfi Inga Sæland skrifar Skoðun Það er heldur betur vitlaust gefið á Íslandi Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Að bera harm sinn í hljóði Gunnhildur Ólafsdóttir skrifar Skoðun Velferð sem virkar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Gleðileg ný fiskveiðiáramót …von eða ótti? Arnar Laxdal skrifar Skoðun „Hristir í stoðum“ RÚV? Hermann Stefánsson skrifar Skoðun Opið bréf til innviðaráðherra Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Hin dásamlega sturlun: Umræðan á Íslandi Davíð Bergmann skrifar Skoðun Áhrif, evran, innviðir, öryggi Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Hugleiðing um rauð epli og skynjun veruleikans Gauti Páll Jónsson skrifar Skoðun Tumi þumall og blaðurmaðurinn Kristján Logason skrifar Skoðun Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Stefnum á að veita 1000 börnum innblástur fyrir framtíðina Dr. Bryony Mathew skrifar Skoðun Samgönguáætlun – skuldbinding, ekki kosningaloforð skrifar Skoðun Menntun til framtíðar Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Við getum öll bjargað lífi Kristófer Kristófersson skrifar Skoðun Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Menntastefna stjórnvalda – ferð án fyrirheits? Sigvaldi Egill Lárusson skrifar Skoðun Fyrir hvern erum við að byggja? Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Beint og milliliðalaust Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Áfengissala: Þrýstingur úr tveimur áttum Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Hver vill heyra um eitthvað jákvætt sem er gert í skólunum? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Enn af ferðum Angelu Müller. Eru erlendir ferðamenn afætur? BJarnheiður Hallsdóttir skrifar Sjá meira
Karen Halldórsdóttir skrifar í Fréttablaðið og ræðir þar viðtalstíma bæjarfulltrúa í Kópavogi. Fram að þeim tíma þegar 20 mánaða meirihlutinn tók við í Kópavogi stóð bæjarbúum til boða að ná tali af hverjum bæjarfulltrúa tvisvar á ári í klukkustund í senn. Þessir tímar voru fremur illa nýttir þrátt fyrir að hafa verið auglýstir nokkuð reglulega í ljósvaka- og prentmiðlum. Á síðasta kjörtímabili mættu t.d. til undirritaðrar 5 bæjarbúar – í það heila. Bæjarbúar sem þurfa að ná tali af bæjarfulltrúum einfaldlega senda þeim tölvupóst eða slá á þráðinn, við erum öll í símaskránni. Oftar en ekki óska bæjarbúar eftir því að fá að hitta okkur vegna tiltekinna mála og veit ég ekki til annars en það sé auðsótt mál, a.m.k. höfum við í Samfylkingunni aldrei vísað nokkrum manni á dyr. Eftir kosningar 2010 var ákveðið að leggja af þessa reglulegu fundartíma bæjarfulltrúa og þess í stað bjóða hverjum og einum bæjarfulltrúa að ráða því með hvaða hætti hann helst vildi vera í samskiptum við bæjarbúa. Þar gátu menn valið hvort þeir höfðu reglulega viðtalstíma eða ekki. Undirrituð hefur t.d. verið með vikulega viðtalstíma sem kynntir eru á heimasíðu bæjarins og hefur það ekkert breyst þótt ég gegni nú ekki formennsku í bæjarráði lengur. Aðgengi bæjarbúa í Kópavogi að bæjarfulltrúum er afar gott og veit ég ekki annað en við öll séum boðin og búin að hitta bæjarbúa sé þess óskað, nú eða svara símanum liggi einhverjum eitthvað á hjarta. Það heyrðist heldur ekki múkk í Karen eða oddvita Sjálfstæðisflokksins á sínum tíma þegar þetta var lagt af. Það að Karen skuli nú gera að yrkisefni sínu umræður um reglulega fundartíma bæjarstjórnar lýsir frekar mikilli málefnafátækt. Auk þess kýs hún að stilla málinu þannig upp að gagnrýni okkar á þetta fyrirkomulag sé vegna þess að við „nennum ekki“ að hitta bæjarbúa og þar veit hún auðvitað miklu betur. Hafsteinn Karlsson gerði góðlátlegt grín að þessu afturhvarfi til fortíðar. Einkum vegna þess að nýr meirihluti keppist nú við að afnema allar þær stjórnsýsluumbætur sem fyrri meirihluti réðist í á 20 mánaða tímabili. Þar ætla þeir að fjölga nefndum bæjarins og þenja út stjórnsýsluna svo allt verði eins og það var þegar Sjálfstæðis- og Framsóknarflokkur fóru síðast frá völdum. Okkur finnst það auðvitað dapurleg staðreynd að nú skuli menn keppast við að innleiða gamaldags stjórnsýslu að nýju í Kópavogi.
Skoðun Það sem gerist þegar formúlur og fordómar hafa of mikil áhrif Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Hver vill heyra um eitthvað jákvætt sem er gert í skólunum? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Enn af ferðum Angelu Müller. Eru erlendir ferðamenn afætur? BJarnheiður Hallsdóttir skrifar