Kynferðisofbeldi er kynbundið ofbeldi Anna Bentína Hermansen og Þóra Björt Sveinsdóttir skrifar 5. desember 2012 06:00 Í yfirlýsingu Sameinuðu þjóðanna er kynbundið ofbeldi skilgreint sem ofbeldi á grundvelli kynferðis sem leiðir til, eða gæti leitt til, líkamlegs, kynferðislegs eða sálræns skaða eða þjáninga kvenna, einnig hótun um slíkt, þvingun eða handahófskennda sviptingu frelsis, bæði í einkalífi og á opinberum vettvangi. Kynferðislegt ofbeldi er einhver sú erfiðasta reynsla sem ein manneskja getur upplifað. Lagalega er ekki til þyngri refsing við nokkrum brotaflokki, ef morð er undanskilið. Kynferðisofbeldi er kynbundið ofbeldi. Það eru oftast karlar sem nauðga konum, börnum og öðrum körlum. Oftast verður brotaþoli fyrir kynferðisofbeldinu á heimili sínu af einhverjum sem konan þekkir. Af þeim sem leituðu til Stígamóta 2011 voru aðeins 16,8% ofbeldismannanna ókunnugir. Flestir eru sammála um að kynferðislegt ofbeldi sé eitt grófasta form mannréttindabrota sem ekkert siðmenntað samfélag á að líða, enda er alvarleiki ofbeldisins flestum ljós. Barátta gegn slíku ofbeldi er hins vegar ekki ofarlega á baugi í samfélagi okkar og almennt sinnuleysi virðist ríkja á meðal þeirra sem eru í lykilstöðum til þess að hafa áhrif á þessi mál. Sextán daga alþjóðlegt átak gegn kynbundnu ofbeldi er hins vegar liður í að hvetja til opinnar og hispurslausrar umræðu jafnframt því að vera leið til vitundarvakningar meðal almennings og frekari aðgerða í kjölfarið.Falinn veruleiki Erfitt er að gera rannsóknir á kynferðislegu ofbeldi vegna þess hversu falinn veruleiki þess er. Erlend tölfræði sýnir að kynferðislegt ofbeldi er algengt og að konur eru mun oftar þolendur þess en karlmenn. Þannig sýna bandarískar rannsóknir að um 18% kvenna verða fyrir nauðgun eða tilraun til nauðgunar á lífsleiðinni á móti 3% karla. Lítið er vitað um raunverulega tíðni kynferðisofbeldis hér á landi, þar sem mörg málanna koma ekki til kasta lögreglu. Fáar rannsóknir hafa verið gerðar en þær sem til eru gefa þó vísbendingar. Stærsta rannsókn af þessu tagi er samnorræn rannsókn þar sem tíðni andlegs, líkamlegs og kynferðislegs ofbeldis var metin hjá konum sem leituðu til kvensjúkdómalækna á árunum 1999 til 2001. Á Íslandi tóku 649 konur 18 ára og eldri þátt í rannsókninni og þar kom í ljós að 33% höfðu orðið fyrir kynferðislegu ofbeldi á lífsleiðinni. Rúmlega 22% kvennanna höfðu verið beittar alvarlegu kynferðislegu ofbeldi, þar af 10% fyrir 18 ára aldur. Meðaltíðni kynferðisofbeldis hjá hinum norrænu ríkjunum í þessari samnorrænu rannsókn var 16,6% til 26,9%. Stígamót hafa safnað tölfræðilegum upplýsingum í 22 ár til að lýsa þeim hliðum íslensks samfélags sem birtist í starfsemi þeirra. Í nýjustu ársskýrslu Stígamóta frá 2011 kemur fram að 593 einstaklingar leituðu til Stígamóta eftir aðstoð, þar af 278 einstaklingar sem leituðu aðstoðar í fyrsta skipti. Á þeim 22 árum sem liðin eru frá stofnun Stígamóta til ársloka 2011 hafa 5.946 einstaklingar leitað til samtakanna vegna kynferðisofbeldis. Við teljum að hér birtist aðeins toppurinn á ísjakanum. Margir brotaþolar leita sér aldrei aðstoðar.30.000 undir 18 ára Ef skoðuð er fyrsta tíðnikönnun hérlendis á umfangi kynferðisofbeldis á börnum koma hærri tölur í ljós. Í viðtali við Hrefnu Ólafsdóttur félagsráðgjafa, sem gerði könnunina, kemur fram að rúmlega fimmta hver stúlka og tæplega tíundi hver drengur höfðu verið beitt kynferðisofbeldi fyrir 18 ára aldur. 17% svarenda í rannsókn Hrefnu höfðu verið misnotuð, 23% kvenna og 8% karla. Ofbeldið taldist hafa verið gróft eða mjög gróft í 67% tilvika, þ.e. kynmök eða snerting kynfæra barnsins. Aðeins var kært í fjórum tilvikum af 122 en enginn gerenda var dæmdur fyrir brot sín né fengu þolendur bætur. Segjum að skekkjumörkin séu í rúmum 12%. Það þýðir að rúmlega 30.000 einstaklingar verða fyrir kynferðisofbeldi fyrir 18 ára aldur. Eru þetta mun hærri tölur en veruleiki Stígamóta sýnir okkur enda sýnir tölfræði okkar aðeins heimsóknir þeirra sem leita til samtakanna en þær heimsóknir mæla auðvitað ekki tíðni kynferðisofbeldis í samfélaginu. Það er jafnframt athyglisvert að ofangreind tíðnikönnun sýnir aðeins þá sem hafa orðið fyrir kynferðisofbeldi fyrir 18 ára aldur, ekki þá sem verða fyrir því sem fullorðnir einstaklingar. Það sem er enn þá meira sláandi er að á bak við hverja tölu og prósentu er manneskja, reynsla hennar og líf. Í janúar 2011 var íbúafjöldi Kópavogs 30.779 einstaklingar. Getur hugur okkar rúmað það að jafn margir einstaklingar lendi í kynferðisofbeldi fyrir 18 ára aldur og allur íbúafjöldi Kópavogs? Við verðum oft ónæm fyrir einhverjum tölum og prósentum því slík tölfræði virðist gefa okkur takmarkaða og oft firrta mynd af veruleikanum. Hvað værum við t.d. lengi að lesa upp fullt nafn allra þeirra þrjátíu þúsund einstaklinga sem hafa lent í kynferðisofbeldi? Hvað þá að skyggnast á bak við persónurnar sem bera þessi nöfn? Baráttan gegn kynferðisofbeldi er því alls ekki léttvæg. Við virðumst hafa fullan skilning á ýmsum verðugum baráttumálum samtaka eins og umferðarráðs, krabbameinsfélaga og fleiri góðra samtaka. Þegar kemur að kynferðisofbeldi fara hins vegar margir í vörn og segja þetta einkamál hvers og eins. Við myndum aldrei líta undan þeirri samfélagslegu ábyrgð ef allir Kópavogsbúar ættu hættu á að örkumlast í umferðarslysi eða verða krabbameini að bráð. Það sama ætti að vera uppi á teningnum með baráttuna gegn kynferðisofbeldi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson Skoðun Skoðun Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason skrifar Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Ekkert barn á Íslandi á að búa við fátækt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hundrað doktorsgráður Ólafur Eysteinn Sigurjónsson skrifar Skoðun EES: ekki slagorð — heldur réttindi Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Að þjóna íþróttum Rögnvaldur Hreiðarsson skrifar Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir skrifar Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Ísland, öryggi og almennur viðbúnaður Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Leysum húsnæðisvandann Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Hugleiðing um jól, fæðingu Krists og inngilding á Íslandi Nicole Leigh Mosty skrifar Skoðun Betri en við höldum Hjálmar Gíslason skrifar Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Sjá meira
Í yfirlýsingu Sameinuðu þjóðanna er kynbundið ofbeldi skilgreint sem ofbeldi á grundvelli kynferðis sem leiðir til, eða gæti leitt til, líkamlegs, kynferðislegs eða sálræns skaða eða þjáninga kvenna, einnig hótun um slíkt, þvingun eða handahófskennda sviptingu frelsis, bæði í einkalífi og á opinberum vettvangi. Kynferðislegt ofbeldi er einhver sú erfiðasta reynsla sem ein manneskja getur upplifað. Lagalega er ekki til þyngri refsing við nokkrum brotaflokki, ef morð er undanskilið. Kynferðisofbeldi er kynbundið ofbeldi. Það eru oftast karlar sem nauðga konum, börnum og öðrum körlum. Oftast verður brotaþoli fyrir kynferðisofbeldinu á heimili sínu af einhverjum sem konan þekkir. Af þeim sem leituðu til Stígamóta 2011 voru aðeins 16,8% ofbeldismannanna ókunnugir. Flestir eru sammála um að kynferðislegt ofbeldi sé eitt grófasta form mannréttindabrota sem ekkert siðmenntað samfélag á að líða, enda er alvarleiki ofbeldisins flestum ljós. Barátta gegn slíku ofbeldi er hins vegar ekki ofarlega á baugi í samfélagi okkar og almennt sinnuleysi virðist ríkja á meðal þeirra sem eru í lykilstöðum til þess að hafa áhrif á þessi mál. Sextán daga alþjóðlegt átak gegn kynbundnu ofbeldi er hins vegar liður í að hvetja til opinnar og hispurslausrar umræðu jafnframt því að vera leið til vitundarvakningar meðal almennings og frekari aðgerða í kjölfarið.Falinn veruleiki Erfitt er að gera rannsóknir á kynferðislegu ofbeldi vegna þess hversu falinn veruleiki þess er. Erlend tölfræði sýnir að kynferðislegt ofbeldi er algengt og að konur eru mun oftar þolendur þess en karlmenn. Þannig sýna bandarískar rannsóknir að um 18% kvenna verða fyrir nauðgun eða tilraun til nauðgunar á lífsleiðinni á móti 3% karla. Lítið er vitað um raunverulega tíðni kynferðisofbeldis hér á landi, þar sem mörg málanna koma ekki til kasta lögreglu. Fáar rannsóknir hafa verið gerðar en þær sem til eru gefa þó vísbendingar. Stærsta rannsókn af þessu tagi er samnorræn rannsókn þar sem tíðni andlegs, líkamlegs og kynferðislegs ofbeldis var metin hjá konum sem leituðu til kvensjúkdómalækna á árunum 1999 til 2001. Á Íslandi tóku 649 konur 18 ára og eldri þátt í rannsókninni og þar kom í ljós að 33% höfðu orðið fyrir kynferðislegu ofbeldi á lífsleiðinni. Rúmlega 22% kvennanna höfðu verið beittar alvarlegu kynferðislegu ofbeldi, þar af 10% fyrir 18 ára aldur. Meðaltíðni kynferðisofbeldis hjá hinum norrænu ríkjunum í þessari samnorrænu rannsókn var 16,6% til 26,9%. Stígamót hafa safnað tölfræðilegum upplýsingum í 22 ár til að lýsa þeim hliðum íslensks samfélags sem birtist í starfsemi þeirra. Í nýjustu ársskýrslu Stígamóta frá 2011 kemur fram að 593 einstaklingar leituðu til Stígamóta eftir aðstoð, þar af 278 einstaklingar sem leituðu aðstoðar í fyrsta skipti. Á þeim 22 árum sem liðin eru frá stofnun Stígamóta til ársloka 2011 hafa 5.946 einstaklingar leitað til samtakanna vegna kynferðisofbeldis. Við teljum að hér birtist aðeins toppurinn á ísjakanum. Margir brotaþolar leita sér aldrei aðstoðar.30.000 undir 18 ára Ef skoðuð er fyrsta tíðnikönnun hérlendis á umfangi kynferðisofbeldis á börnum koma hærri tölur í ljós. Í viðtali við Hrefnu Ólafsdóttur félagsráðgjafa, sem gerði könnunina, kemur fram að rúmlega fimmta hver stúlka og tæplega tíundi hver drengur höfðu verið beitt kynferðisofbeldi fyrir 18 ára aldur. 17% svarenda í rannsókn Hrefnu höfðu verið misnotuð, 23% kvenna og 8% karla. Ofbeldið taldist hafa verið gróft eða mjög gróft í 67% tilvika, þ.e. kynmök eða snerting kynfæra barnsins. Aðeins var kært í fjórum tilvikum af 122 en enginn gerenda var dæmdur fyrir brot sín né fengu þolendur bætur. Segjum að skekkjumörkin séu í rúmum 12%. Það þýðir að rúmlega 30.000 einstaklingar verða fyrir kynferðisofbeldi fyrir 18 ára aldur. Eru þetta mun hærri tölur en veruleiki Stígamóta sýnir okkur enda sýnir tölfræði okkar aðeins heimsóknir þeirra sem leita til samtakanna en þær heimsóknir mæla auðvitað ekki tíðni kynferðisofbeldis í samfélaginu. Það er jafnframt athyglisvert að ofangreind tíðnikönnun sýnir aðeins þá sem hafa orðið fyrir kynferðisofbeldi fyrir 18 ára aldur, ekki þá sem verða fyrir því sem fullorðnir einstaklingar. Það sem er enn þá meira sláandi er að á bak við hverja tölu og prósentu er manneskja, reynsla hennar og líf. Í janúar 2011 var íbúafjöldi Kópavogs 30.779 einstaklingar. Getur hugur okkar rúmað það að jafn margir einstaklingar lendi í kynferðisofbeldi fyrir 18 ára aldur og allur íbúafjöldi Kópavogs? Við verðum oft ónæm fyrir einhverjum tölum og prósentum því slík tölfræði virðist gefa okkur takmarkaða og oft firrta mynd af veruleikanum. Hvað værum við t.d. lengi að lesa upp fullt nafn allra þeirra þrjátíu þúsund einstaklinga sem hafa lent í kynferðisofbeldi? Hvað þá að skyggnast á bak við persónurnar sem bera þessi nöfn? Baráttan gegn kynferðisofbeldi er því alls ekki léttvæg. Við virðumst hafa fullan skilning á ýmsum verðugum baráttumálum samtaka eins og umferðarráðs, krabbameinsfélaga og fleiri góðra samtaka. Þegar kemur að kynferðisofbeldi fara hins vegar margir í vörn og segja þetta einkamál hvers og eins. Við myndum aldrei líta undan þeirri samfélagslegu ábyrgð ef allir Kópavogsbúar ættu hættu á að örkumlast í umferðarslysi eða verða krabbameini að bráð. Það sama ætti að vera uppi á teningnum með baráttuna gegn kynferðisofbeldi.
Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar
Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun