Af hverju ekki að tryggja lýðræði í sjóðunum? Jóhann Páll Símonarson skrifar 20. desember 2012 06:00 Í grein minni þann 21. júlí 2012 undir fyrirsögninni Gegnsæið í lífeyrissjóðum kom fram að 17 milljónir króna renna til Fjármálaeftirlitsins í eftirlitsstörf frá Gildi. Athygli er vakin á þessu þar sem lífeyrissjóðurinn Gildi þarf ekki einu sinni að afhenda fundargerðir síðasta ársfundar, bjóða sjóðsfélögum að hlýða á fundargerðir, eða að láta bera ársreikninga Gildis upp til samþykktar, í skiptum fyrir þessar 17 milljónir króna. Okkur, sjóðfélögunum, kemur þetta ekkert við. Sjóðirnir hafa nefnilega komið því þannig fyrir að lögin girða fyrir að sjóðfélaginn geti sinnt eftirlitinu með því fé sem hann er skyldaður að greiða. Skipuð var nefnd af Landssamtökum lífeyrissjóða til að fara ofan í rekstur sjóðanna sem ekki hafði valdheimildir til að krefjast þess að gögn, upplýsingar eða skýringar kæmu fram, líkt og rannsóknarnefndir Alþingis hafa samkvæmt lögum um rannsóknarnefndir, sbr. nr. 68/2011. Eftirlitsstofnanir með lífeyrissjóðum gátu borið fyrir sig þagnarskyldu í ríkum mæli. Ekki var hægt að kveðja fólk til skýrslutöku vildi það ekki gefa skýrslu, né heldur gat nefndin gert rannsóknir á vinnustað. Bannað Fram kemur í lífeyrissjóðsskýrslunni að kaup í erlendum vogunarsjóðum hafi ekki verið til marks um varfærni í fjárfestingum fyrir árið 2008. Lífeyrissjóðurinn Gildi fjárfesti á þessum misserum þar sem lög banna sjóðnum að fjármagna sig með lántöku nema í undantekningartilfellum. Þetta er niðurstaða nefndar sem lífeyrissjóðirnir skipuðu sjálfir. Í fjárfestingarstefnu Gildis var heimild til að fjárfesta í vogunarsjóðum. Úttektarnefndin var ekki á sama máli. Byggði hún rök sín á því að í 3. mgr. 38 gr. lífeyrissjóðslaga er bann lagt við því að lífeyrissjóðir taki lán nema í undantekningartilfellum. Vogunarsjóðir fjármagni sig með lántöku og skortsölum. Þá segir í skýrslunni í 9. mgr. 36 gr. lífeyrissjóðslaganna sbr. 4 gr. laga nr. 70/2004 sem breyttu þeim lögum, að lagt sé bann við því að lífeyrissjóðir fjárfesti eða eigi í fjárfestingarsjóðum skv. 7. til 1. mgr. greinarinnar sem fjármagna sig með þeim hætti. Fjárfestingar í vogunarsjóðum eru m.ö.o. bannaðar. Þess skal getið að Fjármálaeftirlitið gerði ekki athugasemdir við að lífeyrissjóðurinn minn væri í vafasömum viðskiptum við vogunarsjóð sem græddi eða tapaði miklu á einhverju sem við sjóðsfélagar vitum ekkert um. Talnaverkið fæst ekki gefið upp. Það sama á við afskriftir Gildis á skuldabréfum banka, sparisjóða og fyrirtækjaskuldabréfum sem komu hins vegar ekki fram að fullu fyrr enn á árinu 2009 og 2010. Af hverju skyldi það nú vera? Hvernig má það vera að Fjármálaeftirlitið getur ekki tryggt gegnsæi um risafjárfestingar sem varða þá sem eiga sjóðinn? Og af hverju hefur ríkisstjórnin sem nú fer senn frá ekkert gert til að tryggja raunverulegt lýðræði í lífeyrissjóðunum? Er það kannski af misskilinni stöðu með Gylfa Arnbjörnssyni og Vilhjálmi Egilssyni? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Harkaleg viðbrögð við friðsamlegum mótmælum Kristín Vala Ragnarsdóttir Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson Skoðun Orðin innantóm um rekstur Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson Skoðun Ábyrgð og tengslarof Gunnar Dan Wiium Skoðun Kynþáttahyggja forseta Bandaríkjanna og Grænland Þorsteinn Gunnarsson Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Steinunni í 2. sæti Bjarki Bragason skrifar Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Harkaleg viðbrögð við friðsamlegum mótmælum Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Hraðbraut við fjöruna í Kópavogi - Kársnesstígur Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Ekki eina ríkisleið í skólamálum, takk! Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Kynþáttahyggja forseta Bandaríkjanna og Grænland Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Kynslóðaskipti í landbúnaði – áskorun framtíðarinnar Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Orðin innantóm um rekstur Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík er okkar Viðar Gunnarsson skrifar Skoðun Lýðheilsa og lífsgæði í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eru bara slæmar fréttir af loftslagsmálum? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Nýtt byggingarland á Blikastöðum Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Er B minna en 8? Thelma Rut Haukdal skrifar Skoðun Endurskoðun áfengislöggjafarinnar er verkefni stjórnmálanna Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Hverju ertu til í að fórna? María Rut Ágústsdóttir skrifar Skoðun Tvær akgreinar í hvora átt frá Rauðavatni að Markarfljóti Arnar Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Leikskóli er grunnþjónusta, ekki lúxus Örn Arnarson skrifar Skoðun Byggjum á því jákvæða! Ólína Þorleifsdóttir skrifar Skoðun Sundabraut á forsendum Reykvíkinga skrifar Skoðun Endurvekjum Reykjavíkurlistann Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Ég vil Vor til vinstri! Rakel Hildardóttir skrifar Skoðun Styðjum Skúla - í okkar þágu Sindri Freysson skrifar Skoðun Hverfur Gleðigangan? Guðmundur Ingi Þórodsson skrifar Skoðun Samvinna en ekki einangrun Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Í grein minni þann 21. júlí 2012 undir fyrirsögninni Gegnsæið í lífeyrissjóðum kom fram að 17 milljónir króna renna til Fjármálaeftirlitsins í eftirlitsstörf frá Gildi. Athygli er vakin á þessu þar sem lífeyrissjóðurinn Gildi þarf ekki einu sinni að afhenda fundargerðir síðasta ársfundar, bjóða sjóðsfélögum að hlýða á fundargerðir, eða að láta bera ársreikninga Gildis upp til samþykktar, í skiptum fyrir þessar 17 milljónir króna. Okkur, sjóðfélögunum, kemur þetta ekkert við. Sjóðirnir hafa nefnilega komið því þannig fyrir að lögin girða fyrir að sjóðfélaginn geti sinnt eftirlitinu með því fé sem hann er skyldaður að greiða. Skipuð var nefnd af Landssamtökum lífeyrissjóða til að fara ofan í rekstur sjóðanna sem ekki hafði valdheimildir til að krefjast þess að gögn, upplýsingar eða skýringar kæmu fram, líkt og rannsóknarnefndir Alþingis hafa samkvæmt lögum um rannsóknarnefndir, sbr. nr. 68/2011. Eftirlitsstofnanir með lífeyrissjóðum gátu borið fyrir sig þagnarskyldu í ríkum mæli. Ekki var hægt að kveðja fólk til skýrslutöku vildi það ekki gefa skýrslu, né heldur gat nefndin gert rannsóknir á vinnustað. Bannað Fram kemur í lífeyrissjóðsskýrslunni að kaup í erlendum vogunarsjóðum hafi ekki verið til marks um varfærni í fjárfestingum fyrir árið 2008. Lífeyrissjóðurinn Gildi fjárfesti á þessum misserum þar sem lög banna sjóðnum að fjármagna sig með lántöku nema í undantekningartilfellum. Þetta er niðurstaða nefndar sem lífeyrissjóðirnir skipuðu sjálfir. Í fjárfestingarstefnu Gildis var heimild til að fjárfesta í vogunarsjóðum. Úttektarnefndin var ekki á sama máli. Byggði hún rök sín á því að í 3. mgr. 38 gr. lífeyrissjóðslaga er bann lagt við því að lífeyrissjóðir taki lán nema í undantekningartilfellum. Vogunarsjóðir fjármagni sig með lántöku og skortsölum. Þá segir í skýrslunni í 9. mgr. 36 gr. lífeyrissjóðslaganna sbr. 4 gr. laga nr. 70/2004 sem breyttu þeim lögum, að lagt sé bann við því að lífeyrissjóðir fjárfesti eða eigi í fjárfestingarsjóðum skv. 7. til 1. mgr. greinarinnar sem fjármagna sig með þeim hætti. Fjárfestingar í vogunarsjóðum eru m.ö.o. bannaðar. Þess skal getið að Fjármálaeftirlitið gerði ekki athugasemdir við að lífeyrissjóðurinn minn væri í vafasömum viðskiptum við vogunarsjóð sem græddi eða tapaði miklu á einhverju sem við sjóðsfélagar vitum ekkert um. Talnaverkið fæst ekki gefið upp. Það sama á við afskriftir Gildis á skuldabréfum banka, sparisjóða og fyrirtækjaskuldabréfum sem komu hins vegar ekki fram að fullu fyrr enn á árinu 2009 og 2010. Af hverju skyldi það nú vera? Hvernig má það vera að Fjármálaeftirlitið getur ekki tryggt gegnsæi um risafjárfestingar sem varða þá sem eiga sjóðinn? Og af hverju hefur ríkisstjórnin sem nú fer senn frá ekkert gert til að tryggja raunverulegt lýðræði í lífeyrissjóðunum? Er það kannski af misskilinni stöðu með Gylfa Arnbjörnssyni og Vilhjálmi Egilssyni?
Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar
Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar