Kjör og nám kennara Björgvin G. Sigurðsson skrifar 12. október 2012 00:00 Fyrir fjórum árum samþykkti Alþingi með samstöðu þvert á flokka tímamótabreytingar á kennaranámi, þar með talið lengd og umfangi náms leikskólakennara. Ég greiddi atkvæði með þeim lagabreytingum og er sannfærður um að þær eru og verða til góðs. Verði meðal annars til þess að bæta kjör kennara og hækka laun þessarar mikilvægu stéttar sem er og hefur lengi verið launuð langt undir því sem sanngjarnt getur talist. Hins vegar virðist sem lenging námsins úr þremur árum í fimm hafi m.a. orðið til þess að fækka þeim sem fara í námið. Auðvitað veldur fleira en lengd námsins, svo sem lág laun. Mikið er undir þar sem stefnt er að því að tveir þriðjungar starfsmanna leikskólanna verði til þess menntaðir í stað eins þriðjungs nú. Því tók ég það upp í þinginu um daginn hvort ætti að áfangaskipta náminu. Nemendur fengju þannig réttindin í áföngum en til að ljúka því yrði áfram um fimm ára nám að ræða. Eða eins og ein amma og leikskólakennari sagði við mig í tölvupósti í gær: „Ég tek undir það að það megi þrepaskipta náminu og að fólk fái réttindi í þrepum. Eftir stendur að börnin okkar eiga skilið góða kennara og því þarf það starf að vera eftirsóknarvert og það verður helst gert með góðum launum." Þetta taldi ég rétt að árétta til að ekki liggi eftir sá misskilningur að við séum að ræða um að stíga til baka og stytta námið aftur í þrjú ár. Slík þrepaskipting náms yrði þannig að nemandinn fengi tiltekin réttindi t.d. að loknum þremur árum. Það held ég að yrði mjög til góðs. Bæði til að draga fleiri að þessu mikilvæga og góða starfi og einnig hinu að fyrr fengjust fleiri fagmenntaðir starfsmenn inn í leikskólana. Það er þetta sem verið er að fara yfir en ekki skref til fyrra fyrirkomulags. Umræðan er mikilvæg og þarf að verða til þess að markmiðin um sanngjarnari laun og fleiri menntaða leikskólakennara náist sem allra fyrst. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Halldór 4. 10. 2025 Halldór Barnafjölskyldur í Reykjavík eiga betra skilið Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir Skoðun Þorgerður og erlendu dómstólarnir Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson Skoðun Lykillinn að hamingju og heilbrigði Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Þetta er námið sem lifir áfram Bryngeir Valdimarsson Skoðun Skoðun Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kæra Epli, skilur þú mig? Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður og erlendu dómstólarnir Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Barnafjölskyldur í Reykjavík eiga betra skilið Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Lykillinn að hamingju og heilbrigði skrifar Skoðun Staða bænda styrkt Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir skrifar Skoðun Vísindarannsóknir og þróun – til umhugsunar í tiltekt Þorgerður J. Einarsdóttir skrifar Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason skrifar Skoðun Foreldrar þurfa bara að vera duglegri Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar Skoðun Dýrkeypt eftirlitsleysi Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Svindl eða sjálfsvernd? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Mannauðurinn á vinnustaðnum þarf góða innivist til að dafna Ásta Logadóttir skrifar Skoðun Þetta er námið sem lifir áfram Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Árborg - spennandi kostur fyrir öll Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Tökum á glæpahópum af meiri þunga Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Minntist ekkert á Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugsum stórt í skipulags- og samgöngumálum Hilmar Ingimundarson skrifar Skoðun Eitt eilífðar smáblóm Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Betri mönnun er lykillinn Skúli Helgason,Sabine Leskopf skrifar Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hversu oft á að fresta framtíðinni? Erna Magnúsdóttir,Stefán Þórarinn Sigurðsson skrifar Skoðun Getur Ísland staðið fremst í heilsutækni? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar Sjá meira
Fyrir fjórum árum samþykkti Alþingi með samstöðu þvert á flokka tímamótabreytingar á kennaranámi, þar með talið lengd og umfangi náms leikskólakennara. Ég greiddi atkvæði með þeim lagabreytingum og er sannfærður um að þær eru og verða til góðs. Verði meðal annars til þess að bæta kjör kennara og hækka laun þessarar mikilvægu stéttar sem er og hefur lengi verið launuð langt undir því sem sanngjarnt getur talist. Hins vegar virðist sem lenging námsins úr þremur árum í fimm hafi m.a. orðið til þess að fækka þeim sem fara í námið. Auðvitað veldur fleira en lengd námsins, svo sem lág laun. Mikið er undir þar sem stefnt er að því að tveir þriðjungar starfsmanna leikskólanna verði til þess menntaðir í stað eins þriðjungs nú. Því tók ég það upp í þinginu um daginn hvort ætti að áfangaskipta náminu. Nemendur fengju þannig réttindin í áföngum en til að ljúka því yrði áfram um fimm ára nám að ræða. Eða eins og ein amma og leikskólakennari sagði við mig í tölvupósti í gær: „Ég tek undir það að það megi þrepaskipta náminu og að fólk fái réttindi í þrepum. Eftir stendur að börnin okkar eiga skilið góða kennara og því þarf það starf að vera eftirsóknarvert og það verður helst gert með góðum launum." Þetta taldi ég rétt að árétta til að ekki liggi eftir sá misskilningur að við séum að ræða um að stíga til baka og stytta námið aftur í þrjú ár. Slík þrepaskipting náms yrði þannig að nemandinn fengi tiltekin réttindi t.d. að loknum þremur árum. Það held ég að yrði mjög til góðs. Bæði til að draga fleiri að þessu mikilvæga og góða starfi og einnig hinu að fyrr fengjust fleiri fagmenntaðir starfsmenn inn í leikskólana. Það er þetta sem verið er að fara yfir en ekki skref til fyrra fyrirkomulags. Umræðan er mikilvæg og þarf að verða til þess að markmiðin um sanngjarnari laun og fleiri menntaða leikskólakennara náist sem allra fyrst.
Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar
Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar