Niðurskurður ríkisútgjalda. Gunnar Kristinn Þórðarson skrifar 22. október 2012 12:05 Miklir óvissutímar eru framundan í efnahagsmálum þjóðarinnar og í heiminum öllum. Skuldakreppa steðjar að Evrópu og í ljósi skuldastöðu íslenska ríkisins er ljóst að Íslendingar þurfa að sýna ráðdeildarsemi og forgangsraða í útgjöldum ríkisins. Þó er mikilvægt að tryggja að aðhaldsaðgerðirnar valdi sem minnstri skerðingu á velferðinni í landinu og verði ekki til þess fallnar að leiða þjóðina aftur í nýtt samdráttarskeið. Hins vegar er einnig ljóst að ríkið getur ekki eytt peningum sem það á ekki og hefur ekki aflað nema með aukinni skuldsetningu, og yfirskuldsettur ríkissjóður getur ekki tekið endalaust af lánum. Almennt er talið er talið að best sé að hefja ekki niðurskurð ríkisútgjalda fyrr en fjárfestingar eru hafnar í einkageiranum. Í ljósi þess að íslenskt hagkerfi er í grunninn framleiðslu- og útflutningsdrifið, skiptir mestu máli að koma á auknum fjárfestingum í framleiðslu- og útflutningsgreinum. Hér ber að nefna að stjórnvöld hafa nýtt tækifærin illa og rekið burt erlenda fjárfesta úr landi nánst af ásetningi og komið beinlínis í veg fyrir fjárfestingar og uppbyggingu í framleiðslu og útflutningi. Því er líklegt að það verði með fyrstu verkum nýrrar ríkisstjórnar að blása til sóknar í slíkum fjárfestingum og gera lagaumhverfið aðlagandi fyrir erlenda fjárfesta, en í kjölfarið munu fjárfestingar í öllum einkageiranum aukast. Með því verður til þensla til að fylla í skarðið þegar samdráttur hefst í samneyslu fyrir tilstilli niðurskurðar í ríkisútgjöldum. Niðurskurður ríkisútgjalda snertir alla þjóðina, og er því mikilvægt að þjóðin fái að vera með í ráðum í stefnumótun um slíkar aðgerðir. Fyrir þingkosningarnar í Bretlandi leitaði íhaldsflokkurinn til almennings eftir áliti þjóðarinnar um hvar sé ákjósanlegast að skera niður ríkisútgjöld. Almenningur í Bretlandi vissi því af niðurskurðaráformum íhaldsflokksins en kaus hann jafnframt umfram aðra flokka. Finnst mér þessi leið sem hér um ræðir bæði ákjósanleg og lýðræðisleg, og tiltölulega einföld í framkvæmd. Stjórnvöld gætu með því móti stofnað sérstaka síðu á netinu þar sem almenningur getur tekið þátt í stefnumótun stjórnvalda í niðurskurði ríkisútgjalda með því að velja þau svið sem ákjósanlegast er til niðurskurðar. Aðferðafræðin liggur í því að stjórnvöld meta með aðstoð sérfræðinga hversu mikið þurfi að skera niður á árs grundvelli til að búa í haginn fyrir framtíðina. Sérhver kjósandi getur því næst valið þau svið sem þarf að hlífa og á hvaða sviðum þarf að skera niður, svo framarlega sem niðurskurðurinn nái þeirri upphæð sem stjórnvöld ákvarða hverju sinni. Fordæmið liggur fyrir! En við skulum ekki berja höfði við stein. Forgangsröðun ríkisútgjalda er eina leiðin til að bjarga velferðinni á Íslandi, og auknar fjárfestingar í framleiðslu- og útflutningsgreinum er eina leiðin til að færa íslenskt þjóðfélag inn í velferð og velmegun á nýjan leik. Gunnar Kristinn Þórðarson Höfundur er fyrrum ritari stjórnar hagsmunasamtaka heimilanna, stjórnarformaður Samtaka meðlagsgreiðenda, starfar sem stuðningsfulltrúi með ba. próf í guðfræði og gefur kost á sér í 3.-5. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Partí í Dúfnahólum 10 Þórlindur Kjartansson Skoðun Skoðun Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Sjá meira
Miklir óvissutímar eru framundan í efnahagsmálum þjóðarinnar og í heiminum öllum. Skuldakreppa steðjar að Evrópu og í ljósi skuldastöðu íslenska ríkisins er ljóst að Íslendingar þurfa að sýna ráðdeildarsemi og forgangsraða í útgjöldum ríkisins. Þó er mikilvægt að tryggja að aðhaldsaðgerðirnar valdi sem minnstri skerðingu á velferðinni í landinu og verði ekki til þess fallnar að leiða þjóðina aftur í nýtt samdráttarskeið. Hins vegar er einnig ljóst að ríkið getur ekki eytt peningum sem það á ekki og hefur ekki aflað nema með aukinni skuldsetningu, og yfirskuldsettur ríkissjóður getur ekki tekið endalaust af lánum. Almennt er talið er talið að best sé að hefja ekki niðurskurð ríkisútgjalda fyrr en fjárfestingar eru hafnar í einkageiranum. Í ljósi þess að íslenskt hagkerfi er í grunninn framleiðslu- og útflutningsdrifið, skiptir mestu máli að koma á auknum fjárfestingum í framleiðslu- og útflutningsgreinum. Hér ber að nefna að stjórnvöld hafa nýtt tækifærin illa og rekið burt erlenda fjárfesta úr landi nánst af ásetningi og komið beinlínis í veg fyrir fjárfestingar og uppbyggingu í framleiðslu og útflutningi. Því er líklegt að það verði með fyrstu verkum nýrrar ríkisstjórnar að blása til sóknar í slíkum fjárfestingum og gera lagaumhverfið aðlagandi fyrir erlenda fjárfesta, en í kjölfarið munu fjárfestingar í öllum einkageiranum aukast. Með því verður til þensla til að fylla í skarðið þegar samdráttur hefst í samneyslu fyrir tilstilli niðurskurðar í ríkisútgjöldum. Niðurskurður ríkisútgjalda snertir alla þjóðina, og er því mikilvægt að þjóðin fái að vera með í ráðum í stefnumótun um slíkar aðgerðir. Fyrir þingkosningarnar í Bretlandi leitaði íhaldsflokkurinn til almennings eftir áliti þjóðarinnar um hvar sé ákjósanlegast að skera niður ríkisútgjöld. Almenningur í Bretlandi vissi því af niðurskurðaráformum íhaldsflokksins en kaus hann jafnframt umfram aðra flokka. Finnst mér þessi leið sem hér um ræðir bæði ákjósanleg og lýðræðisleg, og tiltölulega einföld í framkvæmd. Stjórnvöld gætu með því móti stofnað sérstaka síðu á netinu þar sem almenningur getur tekið þátt í stefnumótun stjórnvalda í niðurskurði ríkisútgjalda með því að velja þau svið sem ákjósanlegast er til niðurskurðar. Aðferðafræðin liggur í því að stjórnvöld meta með aðstoð sérfræðinga hversu mikið þurfi að skera niður á árs grundvelli til að búa í haginn fyrir framtíðina. Sérhver kjósandi getur því næst valið þau svið sem þarf að hlífa og á hvaða sviðum þarf að skera niður, svo framarlega sem niðurskurðurinn nái þeirri upphæð sem stjórnvöld ákvarða hverju sinni. Fordæmið liggur fyrir! En við skulum ekki berja höfði við stein. Forgangsröðun ríkisútgjalda er eina leiðin til að bjarga velferðinni á Íslandi, og auknar fjárfestingar í framleiðslu- og útflutningsgreinum er eina leiðin til að færa íslenskt þjóðfélag inn í velferð og velmegun á nýjan leik. Gunnar Kristinn Þórðarson Höfundur er fyrrum ritari stjórnar hagsmunasamtaka heimilanna, stjórnarformaður Samtaka meðlagsgreiðenda, starfar sem stuðningsfulltrúi með ba. próf í guðfræði og gefur kost á sér í 3.-5. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík.
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar