Athugasemdir við grein Marðar Árnasonar Jakob Björnsson skrifar 22. mars 2012 06:00 Mörður Árnason alþingismaður skrifaði grein í Fréttablaðið hinn 17. febrúar sl. undir heitinu „Orkan er takmörkuð auðlind". Ástæða er til að gera athugasemdir við sumt í þessari grein Marðar. Hann segir: „Orkan frá vatnsafls- og jarðvarmavirkjunum er takmörkuð auðlind". Þetta orðalag má auðveldlega skilja svo að orkan gangi til þurrðar eins og eldsneyti úr jörðu, kol, olía og jarðgas. Svo er ekki eins og allir vita, og líklega meinar Mörður það ekki heldur þótt hann komist svona óheppilega að orði. Samt herðir hann á þessu orðalagi með því að segja: „Við byrjuðum stórvirkjanir á Íslandi fyrir hálfri öld tæpri – Búrfellsvirkjun 1955-69 – og erum þegar búin með meira en helminginn af þeirri orku sem sýnist nýtanleg." Þetta er auðvitað fjarstæða. Orka frá Búrfellsvirkjun hefur ekkert minnkað, hvað þá að hún sé „búin". Orkulindir okkar eru varanlegar; ganga ekki til þurrðar þótt nýttar séu eins og orka úr eldsneyti. Eldsneyti endurnýjast ekki. Þetta á einnig við um jarðvarma. Því eru hins vegar takmörk sett hversu hratt við getum nýtt hann. Þau takmörk ráðast af því hversu hratt jarðvarminn berst með leiðslu frá dýpri lögum jarðar til vatnsberandi jarðlaga nálægt yfirborði. Það ræðst af jarðfræði hvers vinnslusvæðis. Einungis reynslan sker úr um það. Þessu er öðruvísi farið með vatnsaflsvirkjanir þar sem við getum mælt vatnsrennslið fyrirfram á yfirborði. Þetta er innbyggður ókostur við jarðvarmavirkjanir. Við getum ekki fyrirfram sagt til um möguleg vinnsluafköst þeirra. Höfundur segir: „Við þurfum að fá miklu hærra verð fyrir þau 80% orkunnar sem eru seld til stóriðjunnar. Við eigum að hætta allri útsölu á rafmagni frá Íslandi; stöðva þá skítnýtingu sem nú er stunduð á íslenskum auðlindum." Hér þarf höfundur að temja sér mannasiði í orðfæri. Þrátt fyrir allt er verðið til stóriðju ekki lægra en svo að virkjanir til hennar hafa gert mögulegt að lækka rafmagnsverð til almennings í Reykjavík um 34% að raunvirði á árabilinu 1996-2008. Hitt er svo mál fyrir sig að nær allur ávinningurinn hefur komið almennum notendum, fremur en Landsvirkjun, til góða. Það er pólitísk ákvörðun sem Landsvirkjun er skiljanlega ekki endilega alls kostar sátt við. Raforkuverðið til stóriðju ræðst á alþjóðavettvangi en ekki í einstökum löndum. Ísland hefur þann kost að þar er völ á mikilli ódýrri orku en þann ókost að vera langt frá álmörkuðum. Meðan næg orka úr eldsneyti er fáanleg á lágu verði nálægt álmörkuðum á Ísland erfitt með að fá hátt verð á raforku til áliðnaðar. Við munum varla endurnýja núverandi stóriðjusamninga með óbreyttu verði. Því veldur breytt verðlag raforku í heiminum sem afleiðing af óttanum við loftslagsbreytingar af gróðurhúsaáhrifum. En ávinningur þjóðarbúsins til þessa af raforkusölu til stóriðju er ótvíræður. Þegar vinnsla raforku úr eldsneyti á undir högg að sækja vegna óttans við gróðurhúsaáhrifin og von er á alls konar kostnaðaraukandi hömlum á slíkri vinnslu af þeim sökum í framtíðinni batnar samkeppnisstaða Íslands stórlega. Gott dæmi um þetta er að staðsetning verksmiðju Fjarðaráls á Reyðarfirði fremur en í kolaorkulandi sparar andrúmslofti jarðar meiri koltvísýring en nemur allri losun Íslendinga á CO2 frá bílum og skipum á árinu 2006. Í heimi sem óttast gróðurhúsaáhrif hefur þetta áhrif á orkuverðið Íslandi í hag sem vegur á móti óhagræði af legu landsins langt frá álmörkuðum. Og meira en það. Við þetta bætist ótti álframleiðenda við frekari kostnaðaríþyngjandi ráðstafanir í framtíðinni á vinnslu raforku úr eldsneyti. Sá ótti auðveldar Íslendingum enn frekar viðleitnina til að fá hærra raforkuverð til álvinnslu og raforkufreka notendur til landsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Tengdar fréttir Orkan er takmörkuð auðlind Orka frá vatnsafls- og jarðvarmavirkjunum er takmörkuð auðlind. Við byrjuðum stórvirkjanir á Íslandi fyrir hálfri öld tæpri – Búrfellsvirkjun 1966-69 – og erum nú þegar búin með meira en helminginn af þeirri orku sem sýnist nýtanleg. Við mótun orkustefnu þarf þess vegna að fara afar varlega og hugsa hvert skref, okkur sjálfum og afkomendum okkar til heilla. 17. febrúar 2012 06:00 Mest lesið Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Fokk jú Austurland Kristján Ingimarsson Skoðun Hver á að kenna börnunum í Kópavogi í framtíðinni? Eydís Inga Valsdóttir Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Halldór 06.12.25 Halldór Baldursson Halldór Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar Hafa þjófar meiri rétt? Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Er þín fasteign útsett fyrir loftslagsbreytingum og náttúruvá? Kristján Andrésson skrifar Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Um lifandi tónlist í leikhúsi Þórdís Gerður Jónsdóttir skrifar Skoðun Mikilvæg innspýting fyrir þekkingarsamfélagið Logi Einarsson skrifar Skoðun Hafa þjófar meiri rétt? Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hafnarfjarðarbær: þjónustustofnun eða valdakerfi? Óskar Steinn Ómarsson skrifar Skoðun Breytt forgangsröðun jarðganga Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Gerendur fá frípassa í ofbeldismálum Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ferðasjóður íþróttafélaga hækkaður um 100 milljónir Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Alvöru árangur áfram og ekkert stopp Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Göfug orkuskipti í orði - öfug orkuskipti í verki Þrándur Sigurjón Ólafsson skrifar Skoðun Hver á að kenna börnunum í Kópavogi í framtíðinni? Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Skamm! (-sýni) Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Fatlað fólk er miklu meira en tölur í excel skjali Ágústa Arna Sigurdórsdóttir skrifar Skoðun Hvað er að marka ríkisstjórn sem segir eitt en gerir annað? Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Þegar fjárlögin vinna gegn markmiðinu Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur öryrkja sem eru búsettir erlendis Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Getur heilbrigðisþjónusta verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ísland hafnar mótorhjólum Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Skýrslufargan: mikið skrifað, lítið lesið og lítið gert Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Álafosskvos – verndarsvæði í byggð Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun Þrjú tonn af sandi Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir skrifar Skoðun Fokk jú Austurland Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ný þjóðaröryggisstefna Bandaríkjanna Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Gleðibankinn er tómur Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Sjá meira
Mörður Árnason alþingismaður skrifaði grein í Fréttablaðið hinn 17. febrúar sl. undir heitinu „Orkan er takmörkuð auðlind". Ástæða er til að gera athugasemdir við sumt í þessari grein Marðar. Hann segir: „Orkan frá vatnsafls- og jarðvarmavirkjunum er takmörkuð auðlind". Þetta orðalag má auðveldlega skilja svo að orkan gangi til þurrðar eins og eldsneyti úr jörðu, kol, olía og jarðgas. Svo er ekki eins og allir vita, og líklega meinar Mörður það ekki heldur þótt hann komist svona óheppilega að orði. Samt herðir hann á þessu orðalagi með því að segja: „Við byrjuðum stórvirkjanir á Íslandi fyrir hálfri öld tæpri – Búrfellsvirkjun 1955-69 – og erum þegar búin með meira en helminginn af þeirri orku sem sýnist nýtanleg." Þetta er auðvitað fjarstæða. Orka frá Búrfellsvirkjun hefur ekkert minnkað, hvað þá að hún sé „búin". Orkulindir okkar eru varanlegar; ganga ekki til þurrðar þótt nýttar séu eins og orka úr eldsneyti. Eldsneyti endurnýjast ekki. Þetta á einnig við um jarðvarma. Því eru hins vegar takmörk sett hversu hratt við getum nýtt hann. Þau takmörk ráðast af því hversu hratt jarðvarminn berst með leiðslu frá dýpri lögum jarðar til vatnsberandi jarðlaga nálægt yfirborði. Það ræðst af jarðfræði hvers vinnslusvæðis. Einungis reynslan sker úr um það. Þessu er öðruvísi farið með vatnsaflsvirkjanir þar sem við getum mælt vatnsrennslið fyrirfram á yfirborði. Þetta er innbyggður ókostur við jarðvarmavirkjanir. Við getum ekki fyrirfram sagt til um möguleg vinnsluafköst þeirra. Höfundur segir: „Við þurfum að fá miklu hærra verð fyrir þau 80% orkunnar sem eru seld til stóriðjunnar. Við eigum að hætta allri útsölu á rafmagni frá Íslandi; stöðva þá skítnýtingu sem nú er stunduð á íslenskum auðlindum." Hér þarf höfundur að temja sér mannasiði í orðfæri. Þrátt fyrir allt er verðið til stóriðju ekki lægra en svo að virkjanir til hennar hafa gert mögulegt að lækka rafmagnsverð til almennings í Reykjavík um 34% að raunvirði á árabilinu 1996-2008. Hitt er svo mál fyrir sig að nær allur ávinningurinn hefur komið almennum notendum, fremur en Landsvirkjun, til góða. Það er pólitísk ákvörðun sem Landsvirkjun er skiljanlega ekki endilega alls kostar sátt við. Raforkuverðið til stóriðju ræðst á alþjóðavettvangi en ekki í einstökum löndum. Ísland hefur þann kost að þar er völ á mikilli ódýrri orku en þann ókost að vera langt frá álmörkuðum. Meðan næg orka úr eldsneyti er fáanleg á lágu verði nálægt álmörkuðum á Ísland erfitt með að fá hátt verð á raforku til áliðnaðar. Við munum varla endurnýja núverandi stóriðjusamninga með óbreyttu verði. Því veldur breytt verðlag raforku í heiminum sem afleiðing af óttanum við loftslagsbreytingar af gróðurhúsaáhrifum. En ávinningur þjóðarbúsins til þessa af raforkusölu til stóriðju er ótvíræður. Þegar vinnsla raforku úr eldsneyti á undir högg að sækja vegna óttans við gróðurhúsaáhrifin og von er á alls konar kostnaðaraukandi hömlum á slíkri vinnslu af þeim sökum í framtíðinni batnar samkeppnisstaða Íslands stórlega. Gott dæmi um þetta er að staðsetning verksmiðju Fjarðaráls á Reyðarfirði fremur en í kolaorkulandi sparar andrúmslofti jarðar meiri koltvísýring en nemur allri losun Íslendinga á CO2 frá bílum og skipum á árinu 2006. Í heimi sem óttast gróðurhúsaáhrif hefur þetta áhrif á orkuverðið Íslandi í hag sem vegur á móti óhagræði af legu landsins langt frá álmörkuðum. Og meira en það. Við þetta bætist ótti álframleiðenda við frekari kostnaðaríþyngjandi ráðstafanir í framtíðinni á vinnslu raforku úr eldsneyti. Sá ótti auðveldar Íslendingum enn frekar viðleitnina til að fá hærra raforkuverð til álvinnslu og raforkufreka notendur til landsins.
Orkan er takmörkuð auðlind Orka frá vatnsafls- og jarðvarmavirkjunum er takmörkuð auðlind. Við byrjuðum stórvirkjanir á Íslandi fyrir hálfri öld tæpri – Búrfellsvirkjun 1966-69 – og erum nú þegar búin með meira en helminginn af þeirri orku sem sýnist nýtanleg. Við mótun orkustefnu þarf þess vegna að fara afar varlega og hugsa hvert skref, okkur sjálfum og afkomendum okkar til heilla. 17. febrúar 2012 06:00
Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Skoðun Getur heilbrigðisþjónusta verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar
Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun