Mikilvægi tungumálanáms og –kennslu Hólmfríður Garðarsdóttir skrifar 20. september 2012 06:00 Tungumál ljúka upp heimum er titill bókar sem Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur í erlendum tungumálum gaf út árið 2010. Titill bókarinnar er fenginn að láni hjá Pétri Gunnarssyni rithöfundi. Hann, ásamt 26 öðrum rithöfundum, birtir í bókinni hugleiðingar um gildi tungumálaþekkingar og –færni. Pétur gerir að umtalsefni hvernig þekking á erlendum tungumálum opnar okkur sýn inn í menningarsamfélög sem annars væru okkur hulin eða við ættum einungis aðgengi að fyrir tilstuðlan þýðinga. Vigdís Grímsdóttir segir í sömu bók: „Tungumálakunnátta er lykill sem gengur að öllum heimsins skrám, hún opnar allt og víkkar allt og stækkar allt. […] hún breytir andstæðum í samheiti […] og hún eyðir deilum og heimsku og nefndu bara hvað gerist þegar þú snýrð lyklinum og leggur af stað“ (bls. 100). Þegar samfélagsþróun á Íslandi á síðustu árum er skoðuð blasir við að þekking á sem flestum tungumálum verður æ mikilvægari í ljósi þess að samsetning íbúanna breytist, þátttaka Íslands og Íslendinga á alþjóðavettvangi eykst og hingað flykkjast hundruð þúsunda ferðamanna ár hvert. Við höfum einsett okkur að veita þessum gestum fyrirmyndarþjónustu og –aðgengi að landinu, menningu þess og þjóðlífi. En þessir gestir tala ekki íslensku og margir þeirra tala ekki annað en eigið móðurmál. Dæmin eru fjölmörg og það kemur mörgu því kornunga fólki sem vinnur við ferðaþjónustu á Íslandi í opna skjöldu að uppgötva að fólk frá nágrannalöndum okkar eins og Þýskalandi, Frakklandi, Ítalíu og Spáni skuli ekki tala annað en sitt eigið móðurmál. En sú er raunin og það er á okkar ábyrgð að undirbúa starfsfólk ferðaþjónustunnar fyrir móttöku þeirra með því að kenna íslenskum ungmennum sem flest tungumál – og það vel. Við munum njóta meiri virðingar og velvilja fyrir vikið. Grunnur að tungumálafærni Íslendinga er lagður í grunn- og framhaldsskólum og þar má ekki slá slöku við því að við Deild erlendra tungumála, bókmennta og málvísinda á Hugvísindasviði Háskóla Íslands eru kennd 13 og stundum 14 erlend tungumál. Þar er að finna langar og stuttar námsleiðir, einvalalið sérmenntaðra kennara sem allir hafa dvalið langdvölum við erlenda háskóla og þekkja menningu, þjóðlíf og sögu fjölmargra landa, þjóða, málsvæða og heimsálfa. Við þurfum ekki að leita langt yfir skammt því að við höfum allt sem til þarf við höndina. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir skrifar Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Sjá meira
Tungumál ljúka upp heimum er titill bókar sem Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur í erlendum tungumálum gaf út árið 2010. Titill bókarinnar er fenginn að láni hjá Pétri Gunnarssyni rithöfundi. Hann, ásamt 26 öðrum rithöfundum, birtir í bókinni hugleiðingar um gildi tungumálaþekkingar og –færni. Pétur gerir að umtalsefni hvernig þekking á erlendum tungumálum opnar okkur sýn inn í menningarsamfélög sem annars væru okkur hulin eða við ættum einungis aðgengi að fyrir tilstuðlan þýðinga. Vigdís Grímsdóttir segir í sömu bók: „Tungumálakunnátta er lykill sem gengur að öllum heimsins skrám, hún opnar allt og víkkar allt og stækkar allt. […] hún breytir andstæðum í samheiti […] og hún eyðir deilum og heimsku og nefndu bara hvað gerist þegar þú snýrð lyklinum og leggur af stað“ (bls. 100). Þegar samfélagsþróun á Íslandi á síðustu árum er skoðuð blasir við að þekking á sem flestum tungumálum verður æ mikilvægari í ljósi þess að samsetning íbúanna breytist, þátttaka Íslands og Íslendinga á alþjóðavettvangi eykst og hingað flykkjast hundruð þúsunda ferðamanna ár hvert. Við höfum einsett okkur að veita þessum gestum fyrirmyndarþjónustu og –aðgengi að landinu, menningu þess og þjóðlífi. En þessir gestir tala ekki íslensku og margir þeirra tala ekki annað en eigið móðurmál. Dæmin eru fjölmörg og það kemur mörgu því kornunga fólki sem vinnur við ferðaþjónustu á Íslandi í opna skjöldu að uppgötva að fólk frá nágrannalöndum okkar eins og Þýskalandi, Frakklandi, Ítalíu og Spáni skuli ekki tala annað en sitt eigið móðurmál. En sú er raunin og það er á okkar ábyrgð að undirbúa starfsfólk ferðaþjónustunnar fyrir móttöku þeirra með því að kenna íslenskum ungmennum sem flest tungumál – og það vel. Við munum njóta meiri virðingar og velvilja fyrir vikið. Grunnur að tungumálafærni Íslendinga er lagður í grunn- og framhaldsskólum og þar má ekki slá slöku við því að við Deild erlendra tungumála, bókmennta og málvísinda á Hugvísindasviði Háskóla Íslands eru kennd 13 og stundum 14 erlend tungumál. Þar er að finna langar og stuttar námsleiðir, einvalalið sérmenntaðra kennara sem allir hafa dvalið langdvölum við erlenda háskóla og þekkja menningu, þjóðlíf og sögu fjölmargra landa, þjóða, málsvæða og heimsálfa. Við þurfum ekki að leita langt yfir skammt því að við höfum allt sem til þarf við höndina.
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun