Erlent

Kjarnorkukafbátur brann vegna ryksugu

BBI skrifar
Kafbátur á siglingu.
Kafbátur á siglingu.
Ryksuga virðist hafa valdið eldsvoða í kjarnorkukafbáti í síðasta mánuði. Eldurinn olli tjóni uppá rúma 50 milljarða króna.

Eldurinn kviknaði í fremsta rými kjarnorkukafbátsins USS Miami þann 24. maí síðastliðinn. Í fremsta rýminu voru svefnrými áhafnarinnar og stjórnklefi bátsins. Þrátt fyrir eldinn voru rýmin íveruhæf eftir að tókst að slökkva hann. Kjarnorkudrif bátsins urðu ekki fyrir neinum skemmdum.

Fyrstu niðurstöður rannsóknar benda til að eldurinn hafi kviknað út frá ryksugu sem notuð var til að þrífa vinnusvæðin í lok vakta. Ekki er vitað hverrar gerðar ryksugan var. Frekari upplýsingar um orsarkir brunans verða gefnar síðar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×