Til stuðnings Andreu Jóhönnu Ólafsdóttur Örn Karlsson skrifar 26. júní 2012 13:00 Það blasir við eftir umrót síðustu ára að stjórnmálaflokkar í landinu eru handgengnir hagsmunaöflum sem hafa hagsmuni sem ganga gegn hagsmunum meirihluta almennings. Í gegnum stjórnmálaflokka hafa þessi hagsmunaöfl náð ægivaldi yfir Alþingi Íslendinga í tilteknum málum. Þetta er ljóst þegar horft er til þess að Alþingi hefur framselt peningaprentunarvaldið til einkaaðila án skilyrða, viðhaldið verðtryggingarsnörunni, afhent fámennum hópi sjávarauðlindina og horft, með hangandi hendi, á stóran hluta Íslendinga sökkva í skuldafen stökkbreyttra lána. Íslenska þjóðin er í vandræðum af þessum sökum og margir hafa hrökklast úr landi. Þetta ástand er okkar eigið sjálfskaparvíti, því við þessar rúmlega 300.000 hræður höfum gnógt auðlinda til að geta átt bestu tilveru sem fyrirfinnst. Andrea Jóhanna forsetaframbjóðandi hefur bent á að hún vilji virkja embætti forseta Íslands svo það verði farvegur til að koma fram vilja meirihluta Íslendinga á Alþingi í stórum málum sem varða hag allra landsmanna. Hún hefur í þessu sambandi bent á að forsetinn vinnur eið að stjórnarskránni skv. 10. grein hennar og er þar með í ákveðnum skilningi verndari hennar. Ofangreind úrlausnarefni, sem Alþingi hefur sniðgengið, eru öll tengd friðhelgum ákvæðum stjórnarskrár, svo sem eignarrétti og jöfnum möguleikum íslendinga til athafna. Úrlausnarefni þessi geta því öll verið á borði forseta til skoðunar. Samkvæmt 25. grein stjórnarskrárinnar er forseta heimilt að láta leggja fyrir Alþingi lagafrumvörp. Þrátt fyrir að um neikvæða valdheimild sé að ræða í þeim skilningi að forsetinn þarf fulltingi alþingismanns til, er réttur forseta skýlaus að stjórnarskrá. Í ljósi 10. og 25. greina stjórnarskrárinnar hefur hinn þjóðkjörni forseti þannig heimild til að taka mál til skoðunar sem Alþingi tekst ekki á við, en varðar almannaheill og á sér grundvöll í stjórnarskránni. Hann getur kannað vilja meirihluta almennings til málsins og látið leggja fram frumvarp til laga á Alþingi þannig að niðurstaðan uppfylli ákvæði stjórnarskrár í samræmi við vilja meirihlutans. Heykist Alþingi á að vinna með slíkt frumvarp og laga það sem aflaga hefur farið á forsetinn þann síðasta kost að rjúfa þing og boða til nýrra kosninga, samanber 24 grein stjórnarskrárinnar. Samkvæmt því sem hér er hefur verið rakið er í stjórnarskránni fyrirskrifaður öryggisventill sem er á valdi forseta að höndla og virkja. Mikilvægt er að benda á í þessu sambandi að forsetinn getur ekki fetað þessa braut nema vera nokkuð viss um að hann vinni eftir vilja meirihluta íslendinga. Ef hann gerir það ekki er viðbúið að þingið samþykki lausn hans frá embætti sem staðfest yrði með þjóðaratkvæðagreiðslu í samræmi við 11. grein stjórnarskrárinnar. Andrea Jóhanna er eini forsetaframbjóðandinn sem hefur lofað þjóðinni að hann muni í forsetaembætti nýta valdheimildir forseta til að tryggja lýðræðislega niðurstöðu í stórum hagsmunamálum. Þetta er því ekki flókið. Ef við viljum breytingar, að unnið verði að eflingu lýðræðisins með virkjun þess í einstökum málum sem varða hag okkar allra, þá kjósum við Andreu Jóhönnu Ólafsdóttur til forseta. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2012 Örn Karlsson Mest lesið Halldór 05.07.2025 Jón Ísak Ragnarsson Halldór Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Menntastefna 2030 Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun Skoðun Skoðun Menntastefna 2030 Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson skrifar Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson skrifar Skoðun Lýðræðið í skötulíki! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar Skoðun Til varnar jafnlaunavottun Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Barnaræninginn Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um þjóð og ríki Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Málfrelsi og mörk þess á vettvangi lýðræðisins Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sjókvíaeldi á Íslandi fjarstýrt með gervigreind frá Noregi Ingólfur Ásgeirsson skrifar Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan er vannýtt auðlind Jón Daníelsson skrifar Skoðun Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi? Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hægri sósíalismi Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun 5 ára vegferð að skóla framtíðarinnar – eða ekki! Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Listin að verða fullkomlega ósammála sjálfri sér á mettíma Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þingmenn auðvaldsins Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Arðgreiðslur í sjávarútvegi: Staðreyndir gegn fullyrðingum Elliði Vignisson skrifar Skoðun Verðugur bandamaður? Steinar Harðarson skrifar Skoðun Við þurfum nýja sýn á stjórnmál okkar - Mamdani-sýn Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Sjá meira
Það blasir við eftir umrót síðustu ára að stjórnmálaflokkar í landinu eru handgengnir hagsmunaöflum sem hafa hagsmuni sem ganga gegn hagsmunum meirihluta almennings. Í gegnum stjórnmálaflokka hafa þessi hagsmunaöfl náð ægivaldi yfir Alþingi Íslendinga í tilteknum málum. Þetta er ljóst þegar horft er til þess að Alþingi hefur framselt peningaprentunarvaldið til einkaaðila án skilyrða, viðhaldið verðtryggingarsnörunni, afhent fámennum hópi sjávarauðlindina og horft, með hangandi hendi, á stóran hluta Íslendinga sökkva í skuldafen stökkbreyttra lána. Íslenska þjóðin er í vandræðum af þessum sökum og margir hafa hrökklast úr landi. Þetta ástand er okkar eigið sjálfskaparvíti, því við þessar rúmlega 300.000 hræður höfum gnógt auðlinda til að geta átt bestu tilveru sem fyrirfinnst. Andrea Jóhanna forsetaframbjóðandi hefur bent á að hún vilji virkja embætti forseta Íslands svo það verði farvegur til að koma fram vilja meirihluta Íslendinga á Alþingi í stórum málum sem varða hag allra landsmanna. Hún hefur í þessu sambandi bent á að forsetinn vinnur eið að stjórnarskránni skv. 10. grein hennar og er þar með í ákveðnum skilningi verndari hennar. Ofangreind úrlausnarefni, sem Alþingi hefur sniðgengið, eru öll tengd friðhelgum ákvæðum stjórnarskrár, svo sem eignarrétti og jöfnum möguleikum íslendinga til athafna. Úrlausnarefni þessi geta því öll verið á borði forseta til skoðunar. Samkvæmt 25. grein stjórnarskrárinnar er forseta heimilt að láta leggja fyrir Alþingi lagafrumvörp. Þrátt fyrir að um neikvæða valdheimild sé að ræða í þeim skilningi að forsetinn þarf fulltingi alþingismanns til, er réttur forseta skýlaus að stjórnarskrá. Í ljósi 10. og 25. greina stjórnarskrárinnar hefur hinn þjóðkjörni forseti þannig heimild til að taka mál til skoðunar sem Alþingi tekst ekki á við, en varðar almannaheill og á sér grundvöll í stjórnarskránni. Hann getur kannað vilja meirihluta almennings til málsins og látið leggja fram frumvarp til laga á Alþingi þannig að niðurstaðan uppfylli ákvæði stjórnarskrár í samræmi við vilja meirihlutans. Heykist Alþingi á að vinna með slíkt frumvarp og laga það sem aflaga hefur farið á forsetinn þann síðasta kost að rjúfa þing og boða til nýrra kosninga, samanber 24 grein stjórnarskrárinnar. Samkvæmt því sem hér er hefur verið rakið er í stjórnarskránni fyrirskrifaður öryggisventill sem er á valdi forseta að höndla og virkja. Mikilvægt er að benda á í þessu sambandi að forsetinn getur ekki fetað þessa braut nema vera nokkuð viss um að hann vinni eftir vilja meirihluta íslendinga. Ef hann gerir það ekki er viðbúið að þingið samþykki lausn hans frá embætti sem staðfest yrði með þjóðaratkvæðagreiðslu í samræmi við 11. grein stjórnarskrárinnar. Andrea Jóhanna er eini forsetaframbjóðandinn sem hefur lofað þjóðinni að hann muni í forsetaembætti nýta valdheimildir forseta til að tryggja lýðræðislega niðurstöðu í stórum hagsmunamálum. Þetta er því ekki flókið. Ef við viljum breytingar, að unnið verði að eflingu lýðræðisins með virkjun þess í einstökum málum sem varða hag okkar allra, þá kjósum við Andreu Jóhönnu Ólafsdóttur til forseta.
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun
Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar
Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar
Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar
Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun