Skjaldborgarráðherrann Guðmundur Franklín Jónsson skrifar 31. mars 2012 06:00 Jóhanna Sigurðardóttir (JS) forsætisráðherra skrifaði merkilega grein í Morgunblaðið í nóvember 1996, sem bar nafnið „Ísland eina landið sem verðtryggir skuldir heimilanna“. Greinin er merkileg í ljósi þess að JS hefur haft mörg tækifæri til þess að grípa inn í og afnema verðtrygginguna og breyta kerfinu, sem æðsti yfirmaður Íbúðalánasjóðs (ÍLS) um árabil og í ríkisstjórn þegar MiFID reglur Evrópusambandsins(ESB) voru lögfestar þann 1. nóvember 2007, með lögum nr. 108/2007, um verðbréfaviðskipti. Þá var innleidd í íslenskan rétt tilskipun ESB um markaði fyrir fjármálagerninga. Með nýjum verðbréfaviðskiptalögum breyttust ýmsar mikilvægar reglur sem lutu að því hvernig standa átti að viðskiptum með verðbréf. Við þetta var henni skylt að afnema verðtryggingu af neytenda- og húsnæðislánum almennings og bar fjármálamarkaðnum að innleiða nýju reglurnar. JS segir í grein sinni að: „Efnahagsleg rök og sanngirni mæla með því að verðtrygging á lánum til heimilanna verði alfarið bönnuð, að ríkisstjórnin sé föst í gamla verðbólguhugsunarhættinum…“. Heldur hún áfram: „Grænmetisverð eykur skuldir heimilanna[…] Fólkið skilur því ekki hvernig höfuðstóll skuldanna vex sífellt. Er nema von að það skilji ekki ástæðurnar, eins og þegar kartöflur hækkuðu tímabundið í sumar, þá leiddi vísitalan og verðtrygging til þess að skuldir heimilanna jukust um 500 milljónir króna…“. Þáverandi alþingismaður heldur áfram og segir: „Meginniðurstaðan er að verðtrygging er ekki á lánum til heimila í löndum OECD, að Íslandi undanskildu… Skuldir heimila í árslok verða 350 milljarðar króna og hafa aukist á þessu ári um 25 milljarða króna. 90% af lánunum eru verðtryggð, en einungis 10% óverðtryggð. Af hálfu stjórnvalda eru engin áform uppi um að takmarka verðtryggingu lána, umfram það sem þegar hefur verið ákveðið.“ Þetta er allt saman mjög athyglisvert í ljósi þess að hægt er að margfalda vandamálið í dag, en JS segir síðar: „Gjaldþrot heimilanna hafa vaxið gífurlega… Þannig hafa gjaldþrot heimilanna meira en tvöfaldast á tveimur árum. Laun og lífskjör eru hér með því lægsta sem þekkist og vinnutími hvað lengstur. Auk þess þurfa íslensk heimili að búa við verðtryggingu á lánaskuldbindingum sínum sem hvergi þekkist innan landa OECD…“. Að lokum skrifar hún: „Allt þetta ætti nú að skapa forsendur til að afnema verðtryggingu á fjárskuldbindingum heimilanna. En allt kemur fyrir ekki. Rökstuðningur ráðherrans í svari við fyrirspurn minni byggist á gamla verðbólguhugsunarhættinum, sem ríkisstjórnin virðist föst í[…] Það mæla bæði efnahagsleg rök og sanngirni með því að verðtrygging á lánum til heimilanna verði alfarið bönnuð á næstu misserum.“ Svo mörg voru þau orð, en JS er fyrrverandi félagsmálaráðherra á árunum 1987-1994 og 2007-2008, félags- og tryggingamálaráðherra 2008-2009 og forsætisráðherra síðan 2009, og bar hún ábyrgð á ÍLS. JS átti sæti í ríkisfjármálanefnd ríkisstjórnar, svokallaðri súperráðherranefnd Geirs H. Haarde, ásamt Ingibjörgu Sólrúnu og Árna Mathiesen, og stóð að yfirlýsingunni, sem gefin var út í tengslum við lánafyrirgreiðslu norrænu seðlabankanna vorið 2008. Með yfirlýsingunni skuldbatt íslenska ríkisstjórnin sig til að grípa til aðgerða, m.a. að draga úr útlánum ÍLS. Þetta var eitt af skilyrðunum, sem norrænir seðlabankar settu fyrir fyrirgreiðslunni. Ríkisstjórn Íslands stóð ekki við loforð sín, sem leiddi til þess að mikil tortryggni ríkti í garð Íslands um haustið 2008 og efnahagskerfi Íslands hrundi. JS lét stóraukin útlán ÍLS sig litlu varða sumarið 2008 þrátt fyrir gefin loforð í yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar. Þann 27. október 2008 skipaði svo JS fimm manna sérfræðinganefnd sem falið var að skoða leiðir til að bregðast við vanda lántakenda vegna verðtryggingar. Gylfi Arnbjörnsson, hagfræðingur og formaður ASÍ var formaður nefndarinnar. Þegar neyðarlögin voru til umræðu á Alþingi 6. október 2008 var uppi krafa um að verðtryggingin yrði tekin úr sambandi tímabundið. Þáverandi forsætisráðherra fól JS að skoða tillöguna um að taka verðtrygginguna úr sambandi en ekkert var gert. Höfuðábyrgðina á slæmri skuldastöðu heimilanna í dag bera Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, og Jóhanna Sigurðardóttir. Þau hafa tekið stöðu með fjármálafyrirtækjunum gegn almenningi. Verðtryggingin hefur lagst af fullum þunga á skuldsett heimili landsins, en fjármagnseigendur eru varðir að fullu. Ólöglegt er að selja almennum fjárfestum samkvæmt MiFID neytendalöggjöfinni afleiður, sem verðtryggð neytenda- og íbúðalán án alls vafa flokkast undir. Staðreyndin er sú að verðtryggð húsnæðislán til heimilanna hafa hækkað um meira en 40% frá 1. nóv. 2007 plús vexti á meðan það eru eingöngu vextir og engin verðtrygging á húsnæðislánum annars staðar í heiminum. Ekki er líklegt að einhver önnur þjóð í heiminum láti bjóða sér svona fyrirkomulag. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Það er flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson Skoðun Það er betra fyrir okkur öll að Háskóli Íslands efli fjarnám Darri Rafn Hólmarsson Skoðun Hættulegt tal Sjálfstæðisflokksins og Viðskiptaráðs Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Stríðsglæpir sem munu ekki gleymast! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Svansvottaðar íbúðir – fjárfesting í lífsgæðum Bergþóra Góa Kvaran Skoðun 5.maí Alþjóðadagur ljósmæðra Unnur Berglind Friðriksdóttir Skoðun Æji nei innflytjendur Davíð Aron Routley Skoðun Þegar rafmagn hættir að vera sjálfsagður hlutur Árni B. Möller Skoðun Lýðræði og framtíð RÚV: Tími til breytinga? Erling Valur Ingason Skoðun Skoðun Skoðun Við eigum ekki efni á vonleysi né uppgjöf Magnús Magnússon skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli eitt: Tómlæti Íslendinga Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Þegar líða fer að jólum Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Svansvottaðar íbúðir – fjárfesting í lífsgæðum Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun Hættulegt tal Sjálfstæðisflokksins og Viðskiptaráðs Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Þetta má ekki gerast aftur! - Álag á útsvar Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Meistaragráða í lífsreynslu Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld, Óskar á heima hér! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Dvel þú í draumahöll Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson skrifar Skoðun Umhverfi, heilsa og skólamáltíðir Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Æji nei innflytjendur Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Stríðsglæpir sem munu ekki gleymast! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Samstaða, kjarkur og þor Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Það er betra fyrir okkur öll að Háskóli Íslands efli fjarnám Darri Rafn Hólmarsson skrifar Skoðun Yfirfull fangelsi, brostið kerfi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þegar rafmagn hættir að vera sjálfsagður hlutur Árni B. Möller skrifar Skoðun Það er flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Lýðræði og framtíð RÚV: Tími til breytinga? Erling Valur Ingason skrifar Skoðun 5.maí Alþjóðadagur ljósmæðra Unnur Berglind Friðriksdóttir skrifar Skoðun Endurnýjun hugarfarsins Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon skrifar Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Fristund.is fyrir öll - líka eldra fólk Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Sjá meira
Jóhanna Sigurðardóttir (JS) forsætisráðherra skrifaði merkilega grein í Morgunblaðið í nóvember 1996, sem bar nafnið „Ísland eina landið sem verðtryggir skuldir heimilanna“. Greinin er merkileg í ljósi þess að JS hefur haft mörg tækifæri til þess að grípa inn í og afnema verðtrygginguna og breyta kerfinu, sem æðsti yfirmaður Íbúðalánasjóðs (ÍLS) um árabil og í ríkisstjórn þegar MiFID reglur Evrópusambandsins(ESB) voru lögfestar þann 1. nóvember 2007, með lögum nr. 108/2007, um verðbréfaviðskipti. Þá var innleidd í íslenskan rétt tilskipun ESB um markaði fyrir fjármálagerninga. Með nýjum verðbréfaviðskiptalögum breyttust ýmsar mikilvægar reglur sem lutu að því hvernig standa átti að viðskiptum með verðbréf. Við þetta var henni skylt að afnema verðtryggingu af neytenda- og húsnæðislánum almennings og bar fjármálamarkaðnum að innleiða nýju reglurnar. JS segir í grein sinni að: „Efnahagsleg rök og sanngirni mæla með því að verðtrygging á lánum til heimilanna verði alfarið bönnuð, að ríkisstjórnin sé föst í gamla verðbólguhugsunarhættinum…“. Heldur hún áfram: „Grænmetisverð eykur skuldir heimilanna[…] Fólkið skilur því ekki hvernig höfuðstóll skuldanna vex sífellt. Er nema von að það skilji ekki ástæðurnar, eins og þegar kartöflur hækkuðu tímabundið í sumar, þá leiddi vísitalan og verðtrygging til þess að skuldir heimilanna jukust um 500 milljónir króna…“. Þáverandi alþingismaður heldur áfram og segir: „Meginniðurstaðan er að verðtrygging er ekki á lánum til heimila í löndum OECD, að Íslandi undanskildu… Skuldir heimila í árslok verða 350 milljarðar króna og hafa aukist á þessu ári um 25 milljarða króna. 90% af lánunum eru verðtryggð, en einungis 10% óverðtryggð. Af hálfu stjórnvalda eru engin áform uppi um að takmarka verðtryggingu lána, umfram það sem þegar hefur verið ákveðið.“ Þetta er allt saman mjög athyglisvert í ljósi þess að hægt er að margfalda vandamálið í dag, en JS segir síðar: „Gjaldþrot heimilanna hafa vaxið gífurlega… Þannig hafa gjaldþrot heimilanna meira en tvöfaldast á tveimur árum. Laun og lífskjör eru hér með því lægsta sem þekkist og vinnutími hvað lengstur. Auk þess þurfa íslensk heimili að búa við verðtryggingu á lánaskuldbindingum sínum sem hvergi þekkist innan landa OECD…“. Að lokum skrifar hún: „Allt þetta ætti nú að skapa forsendur til að afnema verðtryggingu á fjárskuldbindingum heimilanna. En allt kemur fyrir ekki. Rökstuðningur ráðherrans í svari við fyrirspurn minni byggist á gamla verðbólguhugsunarhættinum, sem ríkisstjórnin virðist föst í[…] Það mæla bæði efnahagsleg rök og sanngirni með því að verðtrygging á lánum til heimilanna verði alfarið bönnuð á næstu misserum.“ Svo mörg voru þau orð, en JS er fyrrverandi félagsmálaráðherra á árunum 1987-1994 og 2007-2008, félags- og tryggingamálaráðherra 2008-2009 og forsætisráðherra síðan 2009, og bar hún ábyrgð á ÍLS. JS átti sæti í ríkisfjármálanefnd ríkisstjórnar, svokallaðri súperráðherranefnd Geirs H. Haarde, ásamt Ingibjörgu Sólrúnu og Árna Mathiesen, og stóð að yfirlýsingunni, sem gefin var út í tengslum við lánafyrirgreiðslu norrænu seðlabankanna vorið 2008. Með yfirlýsingunni skuldbatt íslenska ríkisstjórnin sig til að grípa til aðgerða, m.a. að draga úr útlánum ÍLS. Þetta var eitt af skilyrðunum, sem norrænir seðlabankar settu fyrir fyrirgreiðslunni. Ríkisstjórn Íslands stóð ekki við loforð sín, sem leiddi til þess að mikil tortryggni ríkti í garð Íslands um haustið 2008 og efnahagskerfi Íslands hrundi. JS lét stóraukin útlán ÍLS sig litlu varða sumarið 2008 þrátt fyrir gefin loforð í yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar. Þann 27. október 2008 skipaði svo JS fimm manna sérfræðinganefnd sem falið var að skoða leiðir til að bregðast við vanda lántakenda vegna verðtryggingar. Gylfi Arnbjörnsson, hagfræðingur og formaður ASÍ var formaður nefndarinnar. Þegar neyðarlögin voru til umræðu á Alþingi 6. október 2008 var uppi krafa um að verðtryggingin yrði tekin úr sambandi tímabundið. Þáverandi forsætisráðherra fól JS að skoða tillöguna um að taka verðtrygginguna úr sambandi en ekkert var gert. Höfuðábyrgðina á slæmri skuldastöðu heimilanna í dag bera Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, og Jóhanna Sigurðardóttir. Þau hafa tekið stöðu með fjármálafyrirtækjunum gegn almenningi. Verðtryggingin hefur lagst af fullum þunga á skuldsett heimili landsins, en fjármagnseigendur eru varðir að fullu. Ólöglegt er að selja almennum fjárfestum samkvæmt MiFID neytendalöggjöfinni afleiður, sem verðtryggð neytenda- og íbúðalán án alls vafa flokkast undir. Staðreyndin er sú að verðtryggð húsnæðislán til heimilanna hafa hækkað um meira en 40% frá 1. nóv. 2007 plús vexti á meðan það eru eingöngu vextir og engin verðtrygging á húsnæðislánum annars staðar í heiminum. Ekki er líklegt að einhver önnur þjóð í heiminum láti bjóða sér svona fyrirkomulag.
Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar