Mikilvægt er að fá nýjan línuhraðal fyrir krabbameinsmeðferð á Landspítala 27. apríl 2012 06:00 Í hálfa öld hefur beiting háorku (MV) ljóseindageislunar frá línuhröðlum verið sú tækni sem mest hefur verið notuð fyrir geislameðferð krabbameinssjúklinga. Geislameðferð hefur skilað umtalsverðum árangri. Vaxandi fjárfestingar nágrannaþjóða okkar í tækjabúnaði fyrir geislameðferð vitna um að litið sé á geislameðferð sem öflugan og hagkvæman kost fyrir krabbameinssjúka. Tveir línuhraðlar eru á LandspítalaFyrsti línuhraðall okkar Íslendinga var settur upp í K-byggingu Landspítala árið 1989, en fyrir honum var safnað með sölu Lions-manna á rauðri fjöður árið 1985. Áður hafði geislameðferð á Landspítala verið framkvæmd með kóbalttæki. Kóbalttækið þjónaði hlutverki sínu fram til ársins 1995 en þá var keyptur nýr línuhraðall. Árið 2004 var enn keyptur nýr línuhraðall til að taka við af tækinu sem hafði þjónað landsmönnum í 15 ár, sem er mjög góð ending á þess konar tækjabúnaði. Árið 2012 eru því í notkun á Landspítala tveir línuhraðlar, annar frá árinu 1995 (17 ára tæki) og hinn frá árinu 2004 (8 ára). Í áætlunum Landspítala var gert ráð fyrir endurnýjun á línuhraðli árið 2010. Ástand ríkisfjármála í kjölfar efnahagshrunsins 2008 og niðurskurður á fjárveitingum Landspítalans komu í veg fyrir að við þetta væri staðið. Það ber tæknimönnum spítalans og starfsfólki við meðferðina gott vitni að tekist hefur að halda áfram meðferð með þetta gömlu tæki. Öryggis- og gæðaeftirlit línuhraðlanna sýnir að þeir uppfylla enn þær kröfur sem gerðar voru til þeirra þegar þeir voru keyptir. Nú þegar er viðhaldskostnaður mikill og kaup á varahlutum í gömul tæki orðin fjárhag spítalans erfið. Gert er ráð fyrir að um helmingur þeirra sem greinist með krabbamein þurfi að fá geislameðferð vegna sjúkdóms síns. Nýjar geislameðferðir á Landspítala á árinu 2011 voru 600 og komu sjúklingar í 10.754 heimsóknir á geisladeildina til að fá meðferð gefna. Breytingar sem vænta má með nýju tækiMikil þróun hefur verið á liðnum árum í tækni línuhraðlanna og notkun þeirra við meðferð. Á Norðurlöndum hafa stjórnvöld fjárfest í búnaði til að nýta þessa hagkvæmu leið til hagsbóta fyrir krabbameinssjúklinga. Starfræktir eru 56 línuhraðlar í Danmörku (þ.e. einn línuhraðall fyrir hverja 96 þús. íbúa), 42 tæki í Noregi (einn línuhraðall fyrir hverja 109 þús. íbúa) og í Svíþjóð eru starfræktir 67 línuhraðlar (einn línuhraðall fyrir hverja 137 þús. íbúa). Meðferðardeildir erlendis sem hafa 8-12 línuhraðla í rekstri fjárfesta í nýjum búnaði og nýrri tækni á eins til tveggja ára fresti og fylgja þróun. Hvaða nýjar meðferðarleiðir fást með nýjum ljóseindalínuhraðli?Bætt tækni línuhraðla gefur kost á auknum möguleikum í meðferð og sérhæfingu fyrir ákveðnar tegundir krabbameina. Síðustu ár hafa komið fram í nýjum línuhröðlum tæknilegir möguleikar eins og styrkmótuð snúningsmeðferð, sem gefur kost á aukinni nákvæmni við þrívíða geisladreifingu í líkama sjúklings og gefur mikilvæga möguleika við geislun í kviðarholi og víðar um líkamann. Öndunarstýrð geislameðferð gefur kost á að stöðva geislun þau sekúndubrot sem hreyfing líffæra eða krabbameinsæxla veldur óhagstæðri legu. Þannig gefst kostur á að minnka geislaálag á heilbrigðan vef. Betri tækni er við myndstýrða geislameðferð (IGRT) sem eykur nákvæmni innstillinga geislareita. Vélrænn stöðugleiki nýrra línuhraðla gefur kost á stereotaktískri geislameðferð þar sem unnt er að geisla mjög smá rúmmál með háum geislaskömmtum. Framsýnir menn safna nú fjármagni til kaupa á línuhraðliEins og kunnugt er þá er hafin af miklum krafti söfnun til að fjármagna kaup á nýjum línuhraðli fyrir geislameðferð krabbameinssjúklinga. Þannig er komin af stað fjáröflun undir merkjum „Bláa naglans" og félag manna sem fengið hafa krabbamein í blöðruhálskirtil, „Framför", safnar fjármagni til kaup á línuhraðli. Þessir aðilar eiga þakkir skildar fyrir að leggja í þá miklu vinnu sem hér er hafin. Um er að ræða háa upphæð. Samtakamáttur Íslendinga hefur áður skilað ótrúlegum árangri og í þessari söfnun mun vissulega reyna á. Það er mikilvægt að vel sé tekið á móti sölufólki „Bláa naglans" sem nú er komið af stað og að samtakamáttur þjóðfélagsins komi þessu máli í höfn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez Skoðun Sósíalistar á vaktinni í átta ár Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistar á vaktinni í átta ár Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Heiðrum íslenska hestinn Berglind Margo Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez skrifar Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað ætlar þú að vera þegar þú verður stór? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Sköpum störf við hæfi! Unnur Hrefna Jóhannsóttir skrifar Skoðun Immigrant Women: Essential Workers, Rising Voices on Labor Day Maru Alemán skrifar Skoðun Tikkað í skipulagsboxin Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjúklingur settur í fangaklefa Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til fjármálaráðherra, Daða Más Kristóferssonar Íris Róbertsdóttir skrifar Sjá meira
Í hálfa öld hefur beiting háorku (MV) ljóseindageislunar frá línuhröðlum verið sú tækni sem mest hefur verið notuð fyrir geislameðferð krabbameinssjúklinga. Geislameðferð hefur skilað umtalsverðum árangri. Vaxandi fjárfestingar nágrannaþjóða okkar í tækjabúnaði fyrir geislameðferð vitna um að litið sé á geislameðferð sem öflugan og hagkvæman kost fyrir krabbameinssjúka. Tveir línuhraðlar eru á LandspítalaFyrsti línuhraðall okkar Íslendinga var settur upp í K-byggingu Landspítala árið 1989, en fyrir honum var safnað með sölu Lions-manna á rauðri fjöður árið 1985. Áður hafði geislameðferð á Landspítala verið framkvæmd með kóbalttæki. Kóbalttækið þjónaði hlutverki sínu fram til ársins 1995 en þá var keyptur nýr línuhraðall. Árið 2004 var enn keyptur nýr línuhraðall til að taka við af tækinu sem hafði þjónað landsmönnum í 15 ár, sem er mjög góð ending á þess konar tækjabúnaði. Árið 2012 eru því í notkun á Landspítala tveir línuhraðlar, annar frá árinu 1995 (17 ára tæki) og hinn frá árinu 2004 (8 ára). Í áætlunum Landspítala var gert ráð fyrir endurnýjun á línuhraðli árið 2010. Ástand ríkisfjármála í kjölfar efnahagshrunsins 2008 og niðurskurður á fjárveitingum Landspítalans komu í veg fyrir að við þetta væri staðið. Það ber tæknimönnum spítalans og starfsfólki við meðferðina gott vitni að tekist hefur að halda áfram meðferð með þetta gömlu tæki. Öryggis- og gæðaeftirlit línuhraðlanna sýnir að þeir uppfylla enn þær kröfur sem gerðar voru til þeirra þegar þeir voru keyptir. Nú þegar er viðhaldskostnaður mikill og kaup á varahlutum í gömul tæki orðin fjárhag spítalans erfið. Gert er ráð fyrir að um helmingur þeirra sem greinist með krabbamein þurfi að fá geislameðferð vegna sjúkdóms síns. Nýjar geislameðferðir á Landspítala á árinu 2011 voru 600 og komu sjúklingar í 10.754 heimsóknir á geisladeildina til að fá meðferð gefna. Breytingar sem vænta má með nýju tækiMikil þróun hefur verið á liðnum árum í tækni línuhraðlanna og notkun þeirra við meðferð. Á Norðurlöndum hafa stjórnvöld fjárfest í búnaði til að nýta þessa hagkvæmu leið til hagsbóta fyrir krabbameinssjúklinga. Starfræktir eru 56 línuhraðlar í Danmörku (þ.e. einn línuhraðall fyrir hverja 96 þús. íbúa), 42 tæki í Noregi (einn línuhraðall fyrir hverja 109 þús. íbúa) og í Svíþjóð eru starfræktir 67 línuhraðlar (einn línuhraðall fyrir hverja 137 þús. íbúa). Meðferðardeildir erlendis sem hafa 8-12 línuhraðla í rekstri fjárfesta í nýjum búnaði og nýrri tækni á eins til tveggja ára fresti og fylgja þróun. Hvaða nýjar meðferðarleiðir fást með nýjum ljóseindalínuhraðli?Bætt tækni línuhraðla gefur kost á auknum möguleikum í meðferð og sérhæfingu fyrir ákveðnar tegundir krabbameina. Síðustu ár hafa komið fram í nýjum línuhröðlum tæknilegir möguleikar eins og styrkmótuð snúningsmeðferð, sem gefur kost á aukinni nákvæmni við þrívíða geisladreifingu í líkama sjúklings og gefur mikilvæga möguleika við geislun í kviðarholi og víðar um líkamann. Öndunarstýrð geislameðferð gefur kost á að stöðva geislun þau sekúndubrot sem hreyfing líffæra eða krabbameinsæxla veldur óhagstæðri legu. Þannig gefst kostur á að minnka geislaálag á heilbrigðan vef. Betri tækni er við myndstýrða geislameðferð (IGRT) sem eykur nákvæmni innstillinga geislareita. Vélrænn stöðugleiki nýrra línuhraðla gefur kost á stereotaktískri geislameðferð þar sem unnt er að geisla mjög smá rúmmál með háum geislaskömmtum. Framsýnir menn safna nú fjármagni til kaupa á línuhraðliEins og kunnugt er þá er hafin af miklum krafti söfnun til að fjármagna kaup á nýjum línuhraðli fyrir geislameðferð krabbameinssjúklinga. Þannig er komin af stað fjáröflun undir merkjum „Bláa naglans" og félag manna sem fengið hafa krabbamein í blöðruhálskirtil, „Framför", safnar fjármagni til kaup á línuhraðli. Þessir aðilar eiga þakkir skildar fyrir að leggja í þá miklu vinnu sem hér er hafin. Um er að ræða háa upphæð. Samtakamáttur Íslendinga hefur áður skilað ótrúlegum árangri og í þessari söfnun mun vissulega reyna á. Það er mikilvægt að vel sé tekið á móti sölufólki „Bláa naglans" sem nú er komið af stað og að samtakamáttur þjóðfélagsins komi þessu máli í höfn.
Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun
Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar
Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar
Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun
Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann Skoðun