113 Kjaravælubíllinn Fjóla Þorvaldsdóttir og Haraldur F. Gíslason skrifar 1. maí 2012 10:00 Í dag er 1. maí, baráttudagur hvers vinnandi manns, það skín maísól og leikskólakennarar hafa eins og margar aðrar stéttir upplifað erfiða tíma og atvinnuþref undanfarin misseri. Það hentar þeim sem stjórna að flagga mikilvægi leikskólans og því frábæra starfi sem þar fer fram á tyllidögum og rétt fyrir kosningar. Það hentar þeim ekki að benda á að leikskólakennarar eru með lægst launuðu kennurum í OECD löndunum. Það er skammarlegt hversu lítils við Íslendingar metum þau störf sem eru grundvöllurinn að okkar velferðarþjóðfélagi. Störf sem snúa að umönnun, uppeldi og menntun – störf sem hafa manngildið að leiðarljósi og eru gefandi, krefjandi, erfið og fela í sér mikla ábyrgð. Við viðurkennum flest mikilvægi góðra kennara. Samfélag okkar á hins vegar mjög erfitt með að meta þetta mikilvægi til launa. Það virðist líka vera erfitt að ná eyrum þeirra sem hafa raunverulegt vald til að hækka laun kennara. Einnig virðist líka vera erfitt að vita hver í raun og veru hefur valdið. Stundum er kjarabaráttan afgreidd sem kjaravæl. „Kemur kjaravælubíllinn brunandi víú víú". „Sjáið þessa vælandi kennara", segja þeir hrokafullu. „Af hverju fá þeir sér ekki bara almennilega launaða vinnu?" Sumir kennarar gefast upp og fá sér „almennilega launaða vinnu". Leikskólinn hefur ekki efni á því að missa kennara í önnur störf. Samkvæmt lögum nr. 87/2008 um menntun og ráðningu kennara og skólastjórnenda eiga 2/3 hlutar starfsfólks í leikskóla að lágmarki að vera með leikskólakennaramenntun. Staðreyndin er sú að eingöngu 1/3 hluti starfsfólks í leikskóla er með leikskólakennaramenntun. Við erum að brjóta lög á hverjum einasta degi. Er það í lagi? Er verið að vinna markvisst að því að uppfylla skilyrði laganna? Eða eru þessi lög bara orðin tóm? Höfum við sem samfélag ekki metnað til að byggja upp framsækið, faglegt og metnaðarfullt skólakerfi? Við gætum leyst þetta vandamál á morgun. Milljón á mánuði í laun og allir vilja vera kennarar. Háskólarnir myndu fyllast af efnilegum kennaranemum. Kröfurnar myndu aukast og gæðin með. Við myndum ekki sætta okkur við neitt nema það besta. Eða hvað? Er þetta kannski ekki svona einfalt? Íslendingar verða að nota kreppuna til þess að læra af henni, hvað er það raunverulega sem skiptir máli, í hverju er framtíð þjóðarinnar falin? Það er ekki nóg að minnast á mikilvægi menntunar á tyllidögum, það verður líka að fylgja því alvara og framkvæmd. Það kostar að mennta þjóðina og þó svo að til megi spara á einhverjum stöðum er mikilvægt að grunnurinn sé í lagi. Í leikskólanum verður ekki sparað meira, leikskólakennarar hafa nú þegar lagt sitt af mörkum til þess að aðstoða samfélagið út úr kreppunni. Í dag er mikilvægt að allir, ekki bara leikskólakennarar, staldri við og hugi að réttindum sínum. Í kjölfar kreppunnar virðist sem víða hafi verið slakað á réttindum launafólks. Launafólk hefur lagt sitt af mörkum til þess að hið opinbera og almennur vinnumarkaður geti unnið sig út úr kreppunni. Það verður ekki alltaf kreppa og því er mikilvægt nú að fara að huga að framtíðinni. Grunnurinn að menntun þjóðarinnar er lagður á leikskólastiginu. Leggjum metnað okkar í að gera gott skólastig enn betra. Til hamingju með daginn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Haraldur F. Gíslason Mest lesið „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson Skoðun Landspítali í bráðri hættu Læknar á Landspítala Skoðun Vókismi gagnrýndur frá vinstri Andri Sigurðsson Skoðun Ölmusa útgerðarinnar Bolli Héðinsson Skoðun Nýtt landsframlag – og hvað svo? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir Skoðun Ferðumst saman í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir Skoðun Löng barátta XD fyrir jafnrétti og frelsi Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Öndum rólega Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Þúsundir barna bætast við umferðina Hrefna Sigurjónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Garðurinn okkar fyllist af illgresi Davíð Bergmann skrifar Skoðun Nýtt landsframlag – og hvað svo? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Fágætir dýrgripir í Vestmannaeyjum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Er einnig von á góðakstri Strætó í ár? Stefán Hrafn Jónsson skrifar Skoðun Ferðumst saman í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Þúsundir barna bætast við umferðina Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þau sem hlaupa í átt að hættunni þegar aðrir flýja Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Öndum rólega Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Réttur barna versus veruleiki Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Framtíð villta laxins hangir á bláþræði Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson skrifar Skoðun Við lifum ekki á tíma fasisma Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar Skoðun Ætlar ríkið að stuðla að aukinni tóbaksneyslu á Íslandi? Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Bílastæðavandi í Reykjavík – tími til aðgerða Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Þakkir til Sivjar Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Fráleit túlkun á fornum texta breytir ekki staðreyndum Ómar Torfason skrifar Skoðun Betri strætó strax í dag Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Viltu skilja bílinn eftir heima? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvaða framtíð bíður barna okkar árið 2050? Hafdís Hanna Ægisdóttir skrifar Skoðun Metabolic Psychiatry: Ný nálgun í geðlækningum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Af hverju skiptir vökvagjöf okkur svona miklu máli? Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Sjá meira
Í dag er 1. maí, baráttudagur hvers vinnandi manns, það skín maísól og leikskólakennarar hafa eins og margar aðrar stéttir upplifað erfiða tíma og atvinnuþref undanfarin misseri. Það hentar þeim sem stjórna að flagga mikilvægi leikskólans og því frábæra starfi sem þar fer fram á tyllidögum og rétt fyrir kosningar. Það hentar þeim ekki að benda á að leikskólakennarar eru með lægst launuðu kennurum í OECD löndunum. Það er skammarlegt hversu lítils við Íslendingar metum þau störf sem eru grundvöllurinn að okkar velferðarþjóðfélagi. Störf sem snúa að umönnun, uppeldi og menntun – störf sem hafa manngildið að leiðarljósi og eru gefandi, krefjandi, erfið og fela í sér mikla ábyrgð. Við viðurkennum flest mikilvægi góðra kennara. Samfélag okkar á hins vegar mjög erfitt með að meta þetta mikilvægi til launa. Það virðist líka vera erfitt að ná eyrum þeirra sem hafa raunverulegt vald til að hækka laun kennara. Einnig virðist líka vera erfitt að vita hver í raun og veru hefur valdið. Stundum er kjarabaráttan afgreidd sem kjaravæl. „Kemur kjaravælubíllinn brunandi víú víú". „Sjáið þessa vælandi kennara", segja þeir hrokafullu. „Af hverju fá þeir sér ekki bara almennilega launaða vinnu?" Sumir kennarar gefast upp og fá sér „almennilega launaða vinnu". Leikskólinn hefur ekki efni á því að missa kennara í önnur störf. Samkvæmt lögum nr. 87/2008 um menntun og ráðningu kennara og skólastjórnenda eiga 2/3 hlutar starfsfólks í leikskóla að lágmarki að vera með leikskólakennaramenntun. Staðreyndin er sú að eingöngu 1/3 hluti starfsfólks í leikskóla er með leikskólakennaramenntun. Við erum að brjóta lög á hverjum einasta degi. Er það í lagi? Er verið að vinna markvisst að því að uppfylla skilyrði laganna? Eða eru þessi lög bara orðin tóm? Höfum við sem samfélag ekki metnað til að byggja upp framsækið, faglegt og metnaðarfullt skólakerfi? Við gætum leyst þetta vandamál á morgun. Milljón á mánuði í laun og allir vilja vera kennarar. Háskólarnir myndu fyllast af efnilegum kennaranemum. Kröfurnar myndu aukast og gæðin með. Við myndum ekki sætta okkur við neitt nema það besta. Eða hvað? Er þetta kannski ekki svona einfalt? Íslendingar verða að nota kreppuna til þess að læra af henni, hvað er það raunverulega sem skiptir máli, í hverju er framtíð þjóðarinnar falin? Það er ekki nóg að minnast á mikilvægi menntunar á tyllidögum, það verður líka að fylgja því alvara og framkvæmd. Það kostar að mennta þjóðina og þó svo að til megi spara á einhverjum stöðum er mikilvægt að grunnurinn sé í lagi. Í leikskólanum verður ekki sparað meira, leikskólakennarar hafa nú þegar lagt sitt af mörkum til þess að aðstoða samfélagið út úr kreppunni. Í dag er mikilvægt að allir, ekki bara leikskólakennarar, staldri við og hugi að réttindum sínum. Í kjölfar kreppunnar virðist sem víða hafi verið slakað á réttindum launafólks. Launafólk hefur lagt sitt af mörkum til þess að hið opinbera og almennur vinnumarkaður geti unnið sig út úr kreppunni. Það verður ekki alltaf kreppa og því er mikilvægt nú að fara að huga að framtíðinni. Grunnurinn að menntun þjóðarinnar er lagður á leikskólastiginu. Leggjum metnað okkar í að gera gott skólastig enn betra. Til hamingju með daginn.
Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson Skoðun
Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar
Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar
Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson Skoðun