Leiðin til nýja Íslands Róbert Marshall skrifar 1. maí 2012 06:00 Þó að allar hagtölur bendi til þess að Íslendingum hafi tekist að snúa vörn í sókn er ekki þar með sagt að kreppunni sé lokið. Hún er enda að mjög litlum hluta efnahagslegs eðlis. Hér ríkir hugmyndafræðileg og pólitísk kreppa. Sumir myndu segja tilvistarkreppa. Djúpstæð átök eru um framhaldið. Í grófum dráttum snúast þau um það hvort við viljum „koma öllu í gang aftur" eða byrja upp á nýtt; endurskilgreina samfélagið, markmið þess og grunngildi. „Er þetta nýja Ísland?" er spurning sem gjarnan er beint til okkar sem sitjum á þingi. Það er erfitt að svara henni. Ekki vegna þess að hún sé svo flókin heldur vegna þess skilnings á samfélaginu sem í henni birtist. Spyrjandinn gerir þá kröfu að einhver komi með „nýja Ísland" til hans. En stjórnmálamenn munu ekki einir og sér búa til nýtt samfélag. Fólkið gerir það. Við öll. Almenningur. Samfélag er samstarfsverk, svo spurningunni sé svarað. Í spurningunni felst enn fremur meginstef samfélagsins sem hrundi eða: Hvað fæ ég? Hagfræðikenningin sem gengur út á það að samfélögum vegni best ef allir hugsa um það að hámarka eigin hagnað gekk ekki upp. Hún var kjarni þess fjárhagslega Rómarveldis sem byggt var í Borgartúninu og jafnaðist við jörðu fyrir bráðum fjórum árum. Eftir stendur þjóð í kreppu. Þjóð sem einu sinni var sú hamingjusamasta í heimi. Hagtölurnar sýna okkur að við getum lokið kreppunni. Leiðin til nýja Íslands er fær. Hún er fyrir það fyrsta áfram en ekki aftur á bak. Hún er hreyfing, ekki kyrrstaða. Hún kallar á sameiginlegt átak þings, þjóðar, ríkisstjórnar, ráðuneyta, stjórnmálahreyfinga, stofnana, sveitarfélaga, fyrirtækja, íþróttafélaga, áhugamannahópa, fjölskyldna, trúfélaga og fleiri og fleiri svo við megnum að rífa samfélag okkar upp úr hjólförunum. Hún miðar að því að viðurkenna að við deilum kjörum í þessu landi og eigum það að sameiginlegu markmiði að hámarka möguleika hvers einstaklings til þess að lifa hamingjusömu og heilbrigðu lífi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson Skoðun Endurnýjun hugarfarsins Bjarni Karlsson Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon Skoðun Hvenær leiddist þér síðast? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir Skoðun Halldór 03.05.2025 Halldór Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Endurnýjun hugarfarsins Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon skrifar Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Fristund.is fyrir öll - líka eldra fólk Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Á að sameina ÍSÍ og UMFÍ? Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir skrifar Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistar á vaktinni í átta ár Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Sjá meira
Þó að allar hagtölur bendi til þess að Íslendingum hafi tekist að snúa vörn í sókn er ekki þar með sagt að kreppunni sé lokið. Hún er enda að mjög litlum hluta efnahagslegs eðlis. Hér ríkir hugmyndafræðileg og pólitísk kreppa. Sumir myndu segja tilvistarkreppa. Djúpstæð átök eru um framhaldið. Í grófum dráttum snúast þau um það hvort við viljum „koma öllu í gang aftur" eða byrja upp á nýtt; endurskilgreina samfélagið, markmið þess og grunngildi. „Er þetta nýja Ísland?" er spurning sem gjarnan er beint til okkar sem sitjum á þingi. Það er erfitt að svara henni. Ekki vegna þess að hún sé svo flókin heldur vegna þess skilnings á samfélaginu sem í henni birtist. Spyrjandinn gerir þá kröfu að einhver komi með „nýja Ísland" til hans. En stjórnmálamenn munu ekki einir og sér búa til nýtt samfélag. Fólkið gerir það. Við öll. Almenningur. Samfélag er samstarfsverk, svo spurningunni sé svarað. Í spurningunni felst enn fremur meginstef samfélagsins sem hrundi eða: Hvað fæ ég? Hagfræðikenningin sem gengur út á það að samfélögum vegni best ef allir hugsa um það að hámarka eigin hagnað gekk ekki upp. Hún var kjarni þess fjárhagslega Rómarveldis sem byggt var í Borgartúninu og jafnaðist við jörðu fyrir bráðum fjórum árum. Eftir stendur þjóð í kreppu. Þjóð sem einu sinni var sú hamingjusamasta í heimi. Hagtölurnar sýna okkur að við getum lokið kreppunni. Leiðin til nýja Íslands er fær. Hún er fyrir það fyrsta áfram en ekki aftur á bak. Hún er hreyfing, ekki kyrrstaða. Hún kallar á sameiginlegt átak þings, þjóðar, ríkisstjórnar, ráðuneyta, stjórnmálahreyfinga, stofnana, sveitarfélaga, fyrirtækja, íþróttafélaga, áhugamannahópa, fjölskyldna, trúfélaga og fleiri og fleiri svo við megnum að rífa samfélag okkar upp úr hjólförunum. Hún miðar að því að viðurkenna að við deilum kjörum í þessu landi og eigum það að sameiginlegu markmiði að hámarka möguleika hvers einstaklings til þess að lifa hamingjusömu og heilbrigðu lífi.
Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar
Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar