

Náttúruminjasafn Íslands — Tímabært?
Náttúran og fræðslan um hanaNálgunin við náttúruminjasafnið í Kalkútta er áhugaverð, helst vegna þess að þar lýsir greinarhöfundur því sem öll náttúruminjasöfn bjóða gestum sínum upp á: sýnishornum úr náttúrunni. Sýningar náttúruminjasafna eru yfirleitt tvenns konar, annars vegar föst sýning sem oftast er virðuleg eins og sú rykfallna sem greinarhöfundur nefnir, hins vegar tímabundnar þemasýningar sem greinarhöfundur gæti hafa farið á mis við meðan á heimsókninni stóð. Óvíst er hvað hugmyndafræði nýlenduherra liðinna tíma og löngun og vilji Vesturlandabúa til að drottna yfir umhverfi sínu snertir enn ómótað Náttúruminjasafn Íslands á 21. öld. Fyrri aldir höfðu í för með sér mikla möguleika fyrir náttúruminjasöfn, enda engar reglur sem takmörkuðu öflun muna og aðgangur safnanna að náttúruminjum því góður. En hvað breyttist? Hafa náttúruminjasöfn dregið úr söfnun? Nei, því fer fjarri. Ef skoðuð eru söfn grannþjóða Íslands kemur annað í ljós. Sýna menntakerfi grannþjóðanna náttúruminjasöfnum minni áhuga en fyrr? Nei, skipulagðar heimsóknir nemendahópa þykja ómissandi í fræðslu um einmitt náttúruna.
Staðreyndin er sú að þó svo að fróðlegt og skemmtilegt sé að ganga um náttúruna er lítill hluti hennar aðgengilegur almenningi í raun. Greinarhöfundur hefur eflaust hugmyndir um hvernig almenningur gæti kynnt sér til dæmis fiska sem lifa á meira dýpi en sem nemur tveimur metrum úti í náttúrunni, fugla sem fólk sér sjaldnast nema úr fjarlægð og krefst þjálfunar að greina eða jarðfræðifyrirbrigði sem ekki hver sem er þekkir. Þetta gera náttúruminjasöfnin í þágu almennings. Þau færa náttúruna heim í hús og kynna hana almenningi.
Eflaust hefur greinarhöfundur líka hugmyndir um hvernig færa mætti þá sem ekki komast fyrir eigin atbeina út í náttúruna. Er náttúran kannski ekki fyrir þann þjóðfélagshóp? Fyrir náttúruminjasöfnum er það fólk hluti almennings og hefur rétt á að skoða náttúruminjar.
Náttúruminjasafn ÍslandsGreinarhöfundur nefnir réttilega að Náttúruminjasafn Íslands hafi fræðslu- og miðlunarhlutverk, en rangt er að stofnunin hafi fyrst og fremst þessu hlutverki að sinna, helsta hlutverk hennar er að vera safn. Þá vakna eflaust spurningar, svo sem: Hvað er safn og hvað gerir safn? Söfn safna munum, greina þá, skrá og varðveita. Menningarlegi þátturinn, sem greinarhöfundur talar um, er afrakstur ferlisins sem safnmunurinn gengur í gegnum áður en hægt er að fræða nokkurn um hann.
Rannsóknir Náttúruminjasafnsins beinast að náttúruminjum sem verða að safnmunum, ekkert er loðið þar. Fagfólk náttúruminjasafna, sem sinnir munum safnanna, er að langmestu leyti sérfræðingar á sviði flokkunarfræði og skiptir litlu hvort um ræðir dýr, plöntur eða jarðfræðilega muni, allt þarf að greina áður en ákvörðun um framtíðardvöl munarins liggur fyrir.
Þegar greinarhöfundur fjallar um náttúrufarsrannsóknir ætti hann ef til vill að staldra við. Fleiri stofnanir en Náttúrufræðistofnun Íslands sinna náttúrufarsrannsóknum, til dæmis Hafrannsóknastofnun, Veiðimálastofnun, Veðurstofan, náttúrustofurnar, Íslenskar orkurannsóknir og allar þykja þarfar.
Ef ekki er lengur þörf fyrir náttúruminjasöfn sem starfa eftir aldalöngum hefðum, og gefist hafa vel hingað til, hvað á þá við um önnur söfn eins og Þjóðminjasafn Íslands? Má með sömu rökum segja að gestum þess nægi að finna sér gömul hús og skoða þau og innviði þeirra, nú eða gamlar rústir og róta svolítið sjálfir til tilbreytingar? Listasöfn eru þá heldur ekki þörf, almenningur getur í staðinn fengið sér viðeigandi áhöld og lagt stund á eigin listsköpun.
FramtíðinEngum dylst sú ömurlega staða sem Náttúruminjasafn Íslands er í. Veigamikill þáttur í vandræðum þess er einmitt skortur á húsnæði sem hýst getur stofnun er á að sinna þeim þáttum sem lög um safnið segja til um. Greinarhöfundur þarf ekki að samsinna stefnu náttúruminjasafna í starfsemi sinni, hins vegar missir greinin marks þar sem hann virðist ekki hafa kynnt sér hlutverk, tilgang og starf náttúruminjasafna almennt svo og Náttúruminjasafns Íslands.
Náttúruminjasöfn eru ekki bara sýningar á munum úr náttúrunni. Þau eru setur þekkingar og vísinda, enda er ekki nema örlítill hluti safneignar þeirra til sýnis. Náttúruminjasöfn eiga þakkir skildar fyrir þátt sinn í þeirri þekkingu sem til staðar er um náttúruna. Þau veita innsýn í hið liðna með hinni miklu söfnun náttúruminja sem orðið hefur fyrir atbeina þeirra síðustu tvær til þrjár aldir. Það sem sést í náttúrunni í dag er óvíst að verði til staðar á morgun.
Skoðun

Daði Már týnir sjálfum sér
Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar

Samhljómur við náttúruna og sjálfbæra þróun
Anna María Ágústsdóttir skrifar

Aðgerðir gegn mansali í forgangi
Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar

Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu
Guðjón Heiðar Pálsson skrifar

Framtíðin fær húsnæði
Ingunn Gunnarsdóttir skrifar

Börnin sem deyja á Gaza
Elín Pjetursdóttir skrifar

Brýr, sýkingar og börn
Jón Pétur Zimsen skrifar

Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu
Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar

Hvað er lýðskóli eiginlega?
Margrét Gauja Magnúsdóttir skrifar

Búum til pláss fyrir framtíðina
Birna Þórarinsdóttir skrifar

Hættuleg ofnotkun svefnlyfja á Íslandi
Drífa Sigfúsdóttir skrifar

Kveikjum neistann um allt land
Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar

Ætlar Ísland að fara sömu leið og Evrópa í útlendingamálum?
Kári Allansson skrifar

Samtökin 78 verðlauna sögufölsun
Böðvar Björnsson skrifar

Afstaða – á vaktinni í 20 ár
Arndís Vilhjálmsdóttir,Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar

Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi
París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar

Varað við embætti sérstaks saksóknara
Gestur Jónsson skrifar

Út af sporinu en ekki týnd að eilífu
María Helena Mazul skrifar

Meira að segja formaður Viðreisnar
Hjörtur J. Guðmundsson skrifar

Gaza sveltur til dauða - Tími bréfaskrifta er löngu liðinn
Magnús Magnússon,Hjálmtýr Heiðdal skrifar

Steypuklumpablætið í borginni
Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir skrifar

Kærum og beitum Ísrael viðskiptabanni!
Pétur Heimisson skrifar

Blæðandi vegir
Sigþór Sigurðsson skrifar

Fái einstaklingar sem eru hættulegir sjálfum sér ekki viðeigandi búsetuúrræði blasir við mikill harmleikur
Elínborg Björnsdóttir skrifar

Hroki og hleypidómar - syngur Jónas Sen?
Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar

Sveitarfélög gegna lykilhlutverki í vistvænni mannvirkjagerð
Guðrún Lilja Kristinsdóttir,Bergþóra Góa Kvaran skrifar

„Nýtt veiðigjald: sátt byggð á hagkvæmni“
Svanur Guðmundsson skrifar

Opinber áskorun til prófessorsins
Brynjar Karl Sigurðsson skrifar

Nærvera
Héðinn Unnsteinsson skrifar

Þegar Dagur lét mig hrasa á gangstéttarhellu
Björn Teitsson skrifar