Íslensk tungutækni 16. nóvember 2012 06:00 Á degi íslenskrar tungu er fagnaðarefni að íslensk málnefnd hefur veitt viðurkenningar fyrir tungutækniverkefni. Þær hlutu Kristinn Halldór Einarsson, formaður Blindrafélagsins, og Jón Guðnason og Trausti Kristjánsson, kennarar og vísindamenn við Háskólann í Reykjavík. Allir hafa þeir unnið mikilvægt starf í tungutækni, sem breytir stöðu íslenskrar tungutækni og íslenskrar tungu. Íslenskan hefur fram að þessu verið eftirbátur annarra tungumála á þessu sviði. Verðlaunahafarnir hafa einnig unnið starf sem kemur blindum og sjónskertum Íslendingum að miklu gagni og veitir okkur svipaða möguleika til að nota nýjustu tölvutækni og aðrar þjóðir búa við. Blindrafélagið kynnti fyrr í ár nýjan íslenskan talgervil. Það er hugbúnaður sem breytir texta í tal. Hann gjörbreytir möguleikum til að nota símtæki, tölvur og tölvustýrðan búnað eins og hraðbanka. Talgervillinn byggist á stórum íslenskum málgagnasöfnum og vandaðri greiningu á framburði íslenskrar tungu. Íslensk málnefnd veitir Kristni Halldóri viðurkenningu fyrir hans ötula starf að þessu verkefni. Í Háskólanum í Reykjavík voru Jón og Trausti lykilmenn í því að nýr talgreinir fyrir íslensku, sem hægt er að nota í farsímum með Android-stýrikerfinu, varð að veruleika í lok sumars. Talgreinir er hugbúnaður sem skilur talað mál og getur framkvæmt skipanir sem eru settar fram í töluðu máli. Hann gerir m.a. mögulegt að tala við símann sem þá breytir töluðu máli í texta fyrir leit eða sms-skilaboð. Þetta er búnaður sem hefur lengi verið til fyrir ensku og ýmis önnur tungumál. Nú er hann einnig til á íslensku. Talgervillinn og talgreinirinn eru auðvitað mjög mikilvæg tækni fyrir okkur blinda og sjónskerta. Til þessa höfum við notað frumstæðar, íslenskar tölvuraddir sem ekki ganga með nýjustu farsímum og fleiri tækjum sem nú eru hluti daglegs lífs. En fyrst og fremst er þetta starf Blindrafélagsins og Háskólans í Reykjavík mikilvægt fyrir vöxt og viðgang íslenskrar tungu. Til þess að rækta íslenskuna sem okkar samskiptamál í framtíðinni verðum við að fylgja þróun tækninnar á þessu sviði þannig að bíllinn, síminn, tölvan og tækin öll tali og skilji íslensku eins og önnur tungumál. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson Skoðun Skoðun Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason skrifar Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Ekkert barn á Íslandi á að búa við fátækt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hundrað doktorsgráður Ólafur Eysteinn Sigurjónsson skrifar Skoðun EES: ekki slagorð — heldur réttindi Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Að þjóna íþróttum Rögnvaldur Hreiðarsson skrifar Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir skrifar Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Ísland, öryggi og almennur viðbúnaður Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Leysum húsnæðisvandann Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Hugleiðing um jól, fæðingu Krists og inngilding á Íslandi Nicole Leigh Mosty skrifar Skoðun Betri en við höldum Hjálmar Gíslason skrifar Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Sjá meira
Á degi íslenskrar tungu er fagnaðarefni að íslensk málnefnd hefur veitt viðurkenningar fyrir tungutækniverkefni. Þær hlutu Kristinn Halldór Einarsson, formaður Blindrafélagsins, og Jón Guðnason og Trausti Kristjánsson, kennarar og vísindamenn við Háskólann í Reykjavík. Allir hafa þeir unnið mikilvægt starf í tungutækni, sem breytir stöðu íslenskrar tungutækni og íslenskrar tungu. Íslenskan hefur fram að þessu verið eftirbátur annarra tungumála á þessu sviði. Verðlaunahafarnir hafa einnig unnið starf sem kemur blindum og sjónskertum Íslendingum að miklu gagni og veitir okkur svipaða möguleika til að nota nýjustu tölvutækni og aðrar þjóðir búa við. Blindrafélagið kynnti fyrr í ár nýjan íslenskan talgervil. Það er hugbúnaður sem breytir texta í tal. Hann gjörbreytir möguleikum til að nota símtæki, tölvur og tölvustýrðan búnað eins og hraðbanka. Talgervillinn byggist á stórum íslenskum málgagnasöfnum og vandaðri greiningu á framburði íslenskrar tungu. Íslensk málnefnd veitir Kristni Halldóri viðurkenningu fyrir hans ötula starf að þessu verkefni. Í Háskólanum í Reykjavík voru Jón og Trausti lykilmenn í því að nýr talgreinir fyrir íslensku, sem hægt er að nota í farsímum með Android-stýrikerfinu, varð að veruleika í lok sumars. Talgreinir er hugbúnaður sem skilur talað mál og getur framkvæmt skipanir sem eru settar fram í töluðu máli. Hann gerir m.a. mögulegt að tala við símann sem þá breytir töluðu máli í texta fyrir leit eða sms-skilaboð. Þetta er búnaður sem hefur lengi verið til fyrir ensku og ýmis önnur tungumál. Nú er hann einnig til á íslensku. Talgervillinn og talgreinirinn eru auðvitað mjög mikilvæg tækni fyrir okkur blinda og sjónskerta. Til þessa höfum við notað frumstæðar, íslenskar tölvuraddir sem ekki ganga með nýjustu farsímum og fleiri tækjum sem nú eru hluti daglegs lífs. En fyrst og fremst er þetta starf Blindrafélagsins og Háskólans í Reykjavík mikilvægt fyrir vöxt og viðgang íslenskrar tungu. Til þess að rækta íslenskuna sem okkar samskiptamál í framtíðinni verðum við að fylgja þróun tækninnar á þessu sviði þannig að bíllinn, síminn, tölvan og tækin öll tali og skilji íslensku eins og önnur tungumál.
Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar
Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun