Orkan er takmörkuð auðlind Mörður Árnason skrifar 17. febrúar 2012 06:00 Orka frá vatnsafls- og jarðvarmavirkjunum er takmörkuð auðlind. Við byrjuðum stórvirkjanir á Íslandi fyrir hálfri öld tæpri – Búrfellsvirkjun 1966-69 – og erum nú þegar búin með meira en helminginn af þeirri orku sem sýnist nýtanleg. Við mótun orkustefnu þarf þess vegna að fara afar varlega og hugsa hvert skref, okkur sjálfum og afkomendum okkar til heilla. Í nýlegri skýrslu um orkustefnuna kemur þetta vel fram (bls. 11) og vísað í tölur frá verkefnishópnum um rammaáætlun. Orka úr virkjunum í gangi eða í byggingu nemur 18,2 teravattstundum (TWst). Orka úr virkjunarkostum sem lagt er til að fari í orkunýtingarflokk nemur ekki nema 11,9 TWst. Það eru um tvær og hálf Kárahnjúkavirkjun. Í biðflokki eru kostir sem gætu gefið 9,1 TWst. Hér er við að bæta að af margvíslegum ástæðum er ekki er víst að allir kostir í orkunýtingarflokki verði að virkjun. Þá er ljóst að verulegur hluti biðkostanna fer að lokum í vernd. Því er fráleitt að leggja þetta saman. Orkustefnunefndin reynir að setja fram gróft mat, tekur helming orku úr biðkostunum, og fær þá út að nýtanleg orka sem eftir er geti verið um 16,5 TWst. Þetta eru samtals sirka hálf fjórða Kárahnjúkavirkjun. Þessi orka er takmörkuð auðlind. Það þýðir meðal annars að við verðum í framtíðinni að einbeita okkur að miklu betri nýtingu þeirra virkjana sem fyrir hendi eru, jarðvarmans sem við nánast rányrkjum eins og nú er, og nýtum aðeins lítinn hluta af þeirri orku sem hægt væri, en líka margra vatnsaflsvirkjananna. Sem betur fer er það starf hafið hjá Landsvirkjun og víðar. Við þurfum líka að fá miklu hærra verð fyrir þau 80% orkunnar sem nú eru seld til stóriðjunnar. Við eigum að hætta allri útsölu á rafmagni frá Íslandi, stöðva þá skítnýtingu sem nú er stunduð á íslenskum auðlindum. Í því sambandi þurfum við líka að gæta að kaupendunum, stuðla að fjölbreytni í atvinnulífi sem byggist á orkunni, sjá til þess að þar verði hálaunavinna fyrir velmenntuð börn okkar og barnabörn. Svo eigum við að fara okkur hægt. Enga panikk. Ekki flýta sér við þá orkukosti sem nú teljast vera eftir. Áttum okkur á því að við erum búin með léttu virkjanirnar, þær sem voru ódýrastar og tæknilega auðveldastar. Og munum að til margra þeirra virkjana var stofnað án nokkurrar umhugsunar um auðæfi náttúrunnar, tillits til umhverfissjónarmiða eða möguleika annarra atvinnugreina. Þeir kostir sem eftir eru, þeir eru flestir dýrir, erfiðir, umdeildir. Ekki síst verðum við að viðurkenna þá skyldu okkar að hætta „hernaðinum gegn landinu“ sem Halldór Laxness skrifaði um fræga grein í árslok 1970, og átti verulegan þátt í náttúruverndarhreyfingu nútímans. Nú er að skapast forsendur nýrra tíma í þessum efnum, með orkustefnunni, rammaáætluninni, drögum að samkomulagi um eignarhald og eigendastefnu, nýhugsun í sumum orkufyrirtækjanna um orkuverð og viðskiptavini, tillögum um grænt hagkerfi og aukinni virðingu meðal almennings fyrir landinu fagra sem okkur var falið í hendur til að skila næstu kynslóðum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mörður Árnason Mest lesið Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson Skoðun Halldór 26.07.2025 Halldór Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson skrifar Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir skrifar Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson skrifar Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Sjá meira
Orka frá vatnsafls- og jarðvarmavirkjunum er takmörkuð auðlind. Við byrjuðum stórvirkjanir á Íslandi fyrir hálfri öld tæpri – Búrfellsvirkjun 1966-69 – og erum nú þegar búin með meira en helminginn af þeirri orku sem sýnist nýtanleg. Við mótun orkustefnu þarf þess vegna að fara afar varlega og hugsa hvert skref, okkur sjálfum og afkomendum okkar til heilla. Í nýlegri skýrslu um orkustefnuna kemur þetta vel fram (bls. 11) og vísað í tölur frá verkefnishópnum um rammaáætlun. Orka úr virkjunum í gangi eða í byggingu nemur 18,2 teravattstundum (TWst). Orka úr virkjunarkostum sem lagt er til að fari í orkunýtingarflokk nemur ekki nema 11,9 TWst. Það eru um tvær og hálf Kárahnjúkavirkjun. Í biðflokki eru kostir sem gætu gefið 9,1 TWst. Hér er við að bæta að af margvíslegum ástæðum er ekki er víst að allir kostir í orkunýtingarflokki verði að virkjun. Þá er ljóst að verulegur hluti biðkostanna fer að lokum í vernd. Því er fráleitt að leggja þetta saman. Orkustefnunefndin reynir að setja fram gróft mat, tekur helming orku úr biðkostunum, og fær þá út að nýtanleg orka sem eftir er geti verið um 16,5 TWst. Þetta eru samtals sirka hálf fjórða Kárahnjúkavirkjun. Þessi orka er takmörkuð auðlind. Það þýðir meðal annars að við verðum í framtíðinni að einbeita okkur að miklu betri nýtingu þeirra virkjana sem fyrir hendi eru, jarðvarmans sem við nánast rányrkjum eins og nú er, og nýtum aðeins lítinn hluta af þeirri orku sem hægt væri, en líka margra vatnsaflsvirkjananna. Sem betur fer er það starf hafið hjá Landsvirkjun og víðar. Við þurfum líka að fá miklu hærra verð fyrir þau 80% orkunnar sem nú eru seld til stóriðjunnar. Við eigum að hætta allri útsölu á rafmagni frá Íslandi, stöðva þá skítnýtingu sem nú er stunduð á íslenskum auðlindum. Í því sambandi þurfum við líka að gæta að kaupendunum, stuðla að fjölbreytni í atvinnulífi sem byggist á orkunni, sjá til þess að þar verði hálaunavinna fyrir velmenntuð börn okkar og barnabörn. Svo eigum við að fara okkur hægt. Enga panikk. Ekki flýta sér við þá orkukosti sem nú teljast vera eftir. Áttum okkur á því að við erum búin með léttu virkjanirnar, þær sem voru ódýrastar og tæknilega auðveldastar. Og munum að til margra þeirra virkjana var stofnað án nokkurrar umhugsunar um auðæfi náttúrunnar, tillits til umhverfissjónarmiða eða möguleika annarra atvinnugreina. Þeir kostir sem eftir eru, þeir eru flestir dýrir, erfiðir, umdeildir. Ekki síst verðum við að viðurkenna þá skyldu okkar að hætta „hernaðinum gegn landinu“ sem Halldór Laxness skrifaði um fræga grein í árslok 1970, og átti verulegan þátt í náttúruverndarhreyfingu nútímans. Nú er að skapast forsendur nýrra tíma í þessum efnum, með orkustefnunni, rammaáætluninni, drögum að samkomulagi um eignarhald og eigendastefnu, nýhugsun í sumum orkufyrirtækjanna um orkuverð og viðskiptavini, tillögum um grænt hagkerfi og aukinni virðingu meðal almennings fyrir landinu fagra sem okkur var falið í hendur til að skila næstu kynslóðum.
Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar