Eiga stefnur að leiða almannafé? Pétur Berg Matthíasson skrifar 14. desember 2012 06:00 Í grein sem undirritaðir skrifuðu um stefnumótun og áætlanagerð og birt var í lok júní í Fréttablaðinu var í stuttu í máli greint frá niðurstöðum greiningar á stefnum og áætlunum ríkisins sem unnin var í fyrra. Ein af meginniðurstöðum greiningarinnar var ófullnægjandi tenging stefnumótunar og áætlanagerðar innan stjórnsýslunnar við fjármuni. Ýmsar leiðir hafa verið reyndar í gegnum tíðina til að tengja stefnur, áætlanir og verkefni betur við fjárveitingar. Án fjármuna er ólíklegt að markmið stefnu eða áætlunar nái fram að ganga. Fleiri þættir skipta máli en okkur langar að fjalla um nokkrar leiðir sem hægt er að fara til að tengja almannafé betur stefnum og áætlunum.Árangur ræður fjárveitingu Ein aðferð til að tengja stefnur og áætlanir við fjármuni er að árangurstengja fjárlagagerð. Á síðastliðnum tuttugu árum hefur árangurstenging fjárlaga orðið viðurkennt verklag meðal margra ríkja og alþjóðastofnana. Efnahags- og framfarastofnunin (OECD) hefur talað fyrir verklaginu og gefið út fjölda skýrslna um viðfangsefnið. Með árangurstengingu fjárlaga er lögð aukin áhersla á að skoða mælanlega þætti, þ.e. hvaða árangri stofnanir geta náð fyrir takmarkaða fjármuni. Árangurstenging fjárlaga er talin geta bætt aðhald og stjórnun í ríkisrekstri auk þess sem skilvirkni og frammistaða getur orðið betri. Notkun mælanlegra upplýsinga um starfsemi ríkisins er ekki ný af nálinni en nýting slíkra upplýsinga samhliða gerð fjárlaga er það sem árangurstenging fjárlaga snýst um. OECD hefur greint þrjár meginleiðir til þess að árangurstengja fjárlög. Í leið eitt eru upplýsingar um árangur jafnan hafðar til sýnis í fjárlagafrumvarpi en þær hafa engin áhrif á fjárlögin. Í leið tvö eru upplýsingar um árangur af starfsemi ríkisins nýttar við fjárlagagerðina en þær hafa ekki bein áhrif á hvernig fjármunum verður varið til verkefna. Flest ríki tileinka sér verklag mitt á milli fyrstu og annarrar leiðar. Leið 3 gengur hvað lengst en fæst ríki hafa tileinkað sér hana. Hún felur í sér að fjármunum er úthlutað í samræmi við árangur. Dæmi um slíkt er að fjárveitingar til skóla grundvallast á því hversu margir útskrifast. Það er ekki hægt að fella allan ríkisreksturinn á Íslandi undir eina af þessum leiðum. Finna má dæmi sem falla undir allar leiðirnar. Aftur á móti er óhætt að segja að stærstur hluti ríkisrekstrarins falli undir leið eitt, þ.e. að upplýsingar um árangur hafi engin áhrif á fjárveitingar.Stefna ræður fjárveitingu Önnur aðferð til að meta kostnað við stefnur eða áætlanir er að skilgreina nákvæmlega hvaða þjónustu stjórnvöld vilja bjóða upp og kostnaðarmeta hana. Þessi aðferð er notuð við mat á verkefnum þegar verið er að móta áætlanir sem grundvallast á verklegum þáttum, s.s. vegagerð eða brúarsmíði, þar sem upphaf og endir er nokkuð skýr. Jafnframt er þessi aðferð nokkuð algeng þegar kemur að einkarekstrarverkefnum ríkisins. Segja má að þessi aðferð sé sjaldan notuð við stefnumótun og áætlanagerð þar sem verkefni í áætlun felast í breytingu á þáttum sem snúa t.d. að þjónustu, skipulagi, aðferðum eða vinnulagi. Sem dæmi um þetta má nefna að í sumar samþykkti Alþingi þingsályktun um grundvallarskilgreiningar löggæslu á Íslandi. Hér er á ferðinni áhugavert verkefni sem getur orðið ákveðin fyrirmynd í því hvernig til tekst að skilgreina opinbera þjónustu og kostnaðarmeta.Tenging stefna og fjárveitinga Í fjárlögum er jafnan ekki kveðið á um fjármögnun sérstakra stefna og áætlana. Þó er gert ráð fyrir að ráðuneytin hafi til hliðsjónar stefnur sínar og áætlanir við undirbúning fjárlaga hvers árs. Samgönguáætlun sker sig úr hvað þetta varðar, þar sem í henni eru tilgreindir fjármunir sem fara í tiltekin verkefni og í þingskjalinu sjálfu eru gefnar upp fjárveitingar, sem er fágætt. Erfiðara hefur reynst að meta kostnað við aðrar stefnur og áætlanir ríkisins nema þær innihaldi skýr afmörkuð verkefni. Mikilvægt er að koma á skipulagi innan ríkisrekstrarins þar sem kostnaður við stefnur og áætlanir er metinn og tengdur fjárlagagerð með markvissari hætti. Þess má geta að innan Stjórnarráðsins eru yfir 100 stefnur og áætlanir og því skiptir það verulegu máli hvort þær eru fjármagnaðar. Mikilvægt er að koma á betra skipulagi og auka yfirsýn yfir stefnur og áætlanir ríkisins, meðal annars með því að fækka þeim, einfalda og samhæfa. Undirbúningur að slíkri vinnu stendur nú yfir innan Stjórnarráðsins. Það er alveg ljóst að skilmerkilegri tenging stefna og áætlana við fjárveitingar er grundvöllur þess að raunhæft sé að framkvæma verkefni og ná fram markmiðum stefnumótunar og áætlanagerðar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun Halldór 13.12.2025 Halldór Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson Skoðun Skoðun Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke skrifar Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Sjá meira
Í grein sem undirritaðir skrifuðu um stefnumótun og áætlanagerð og birt var í lok júní í Fréttablaðinu var í stuttu í máli greint frá niðurstöðum greiningar á stefnum og áætlunum ríkisins sem unnin var í fyrra. Ein af meginniðurstöðum greiningarinnar var ófullnægjandi tenging stefnumótunar og áætlanagerðar innan stjórnsýslunnar við fjármuni. Ýmsar leiðir hafa verið reyndar í gegnum tíðina til að tengja stefnur, áætlanir og verkefni betur við fjárveitingar. Án fjármuna er ólíklegt að markmið stefnu eða áætlunar nái fram að ganga. Fleiri þættir skipta máli en okkur langar að fjalla um nokkrar leiðir sem hægt er að fara til að tengja almannafé betur stefnum og áætlunum.Árangur ræður fjárveitingu Ein aðferð til að tengja stefnur og áætlanir við fjármuni er að árangurstengja fjárlagagerð. Á síðastliðnum tuttugu árum hefur árangurstenging fjárlaga orðið viðurkennt verklag meðal margra ríkja og alþjóðastofnana. Efnahags- og framfarastofnunin (OECD) hefur talað fyrir verklaginu og gefið út fjölda skýrslna um viðfangsefnið. Með árangurstengingu fjárlaga er lögð aukin áhersla á að skoða mælanlega þætti, þ.e. hvaða árangri stofnanir geta náð fyrir takmarkaða fjármuni. Árangurstenging fjárlaga er talin geta bætt aðhald og stjórnun í ríkisrekstri auk þess sem skilvirkni og frammistaða getur orðið betri. Notkun mælanlegra upplýsinga um starfsemi ríkisins er ekki ný af nálinni en nýting slíkra upplýsinga samhliða gerð fjárlaga er það sem árangurstenging fjárlaga snýst um. OECD hefur greint þrjár meginleiðir til þess að árangurstengja fjárlög. Í leið eitt eru upplýsingar um árangur jafnan hafðar til sýnis í fjárlagafrumvarpi en þær hafa engin áhrif á fjárlögin. Í leið tvö eru upplýsingar um árangur af starfsemi ríkisins nýttar við fjárlagagerðina en þær hafa ekki bein áhrif á hvernig fjármunum verður varið til verkefna. Flest ríki tileinka sér verklag mitt á milli fyrstu og annarrar leiðar. Leið 3 gengur hvað lengst en fæst ríki hafa tileinkað sér hana. Hún felur í sér að fjármunum er úthlutað í samræmi við árangur. Dæmi um slíkt er að fjárveitingar til skóla grundvallast á því hversu margir útskrifast. Það er ekki hægt að fella allan ríkisreksturinn á Íslandi undir eina af þessum leiðum. Finna má dæmi sem falla undir allar leiðirnar. Aftur á móti er óhætt að segja að stærstur hluti ríkisrekstrarins falli undir leið eitt, þ.e. að upplýsingar um árangur hafi engin áhrif á fjárveitingar.Stefna ræður fjárveitingu Önnur aðferð til að meta kostnað við stefnur eða áætlanir er að skilgreina nákvæmlega hvaða þjónustu stjórnvöld vilja bjóða upp og kostnaðarmeta hana. Þessi aðferð er notuð við mat á verkefnum þegar verið er að móta áætlanir sem grundvallast á verklegum þáttum, s.s. vegagerð eða brúarsmíði, þar sem upphaf og endir er nokkuð skýr. Jafnframt er þessi aðferð nokkuð algeng þegar kemur að einkarekstrarverkefnum ríkisins. Segja má að þessi aðferð sé sjaldan notuð við stefnumótun og áætlanagerð þar sem verkefni í áætlun felast í breytingu á þáttum sem snúa t.d. að þjónustu, skipulagi, aðferðum eða vinnulagi. Sem dæmi um þetta má nefna að í sumar samþykkti Alþingi þingsályktun um grundvallarskilgreiningar löggæslu á Íslandi. Hér er á ferðinni áhugavert verkefni sem getur orðið ákveðin fyrirmynd í því hvernig til tekst að skilgreina opinbera þjónustu og kostnaðarmeta.Tenging stefna og fjárveitinga Í fjárlögum er jafnan ekki kveðið á um fjármögnun sérstakra stefna og áætlana. Þó er gert ráð fyrir að ráðuneytin hafi til hliðsjónar stefnur sínar og áætlanir við undirbúning fjárlaga hvers árs. Samgönguáætlun sker sig úr hvað þetta varðar, þar sem í henni eru tilgreindir fjármunir sem fara í tiltekin verkefni og í þingskjalinu sjálfu eru gefnar upp fjárveitingar, sem er fágætt. Erfiðara hefur reynst að meta kostnað við aðrar stefnur og áætlanir ríkisins nema þær innihaldi skýr afmörkuð verkefni. Mikilvægt er að koma á skipulagi innan ríkisrekstrarins þar sem kostnaður við stefnur og áætlanir er metinn og tengdur fjárlagagerð með markvissari hætti. Þess má geta að innan Stjórnarráðsins eru yfir 100 stefnur og áætlanir og því skiptir það verulegu máli hvort þær eru fjármagnaðar. Mikilvægt er að koma á betra skipulagi og auka yfirsýn yfir stefnur og áætlanir ríkisins, meðal annars með því að fækka þeim, einfalda og samhæfa. Undirbúningur að slíkri vinnu stendur nú yfir innan Stjórnarráðsins. Það er alveg ljóst að skilmerkilegri tenging stefna og áætlana við fjárveitingar er grundvöllur þess að raunhæft sé að framkvæma verkefni og ná fram markmiðum stefnumótunar og áætlanagerðar.
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun