Niðurskurð strax! Kristinn Már Ársælsson skrifar 14. desember 2012 06:00 Allir sem hafa haldið utan um rekstur, t.d. heimilis, félags eða fyrirtækis, vita að ef tekjur duga ekki fyrir útgjöldum fer reksturinn á endanum í þrot. Þetta er ótrúlega einfalt. Ömmuhagfræði. Þú þarft að afla a.m.k. jafn margra króna og þú lætur frá þér. Í kjölfar hrunsins hefur ríkið tekið á sig miklar skuldir og verið rekið með halla, í mínus. Reksturinn stendur ekki undir sér. Ríkisstjórnin ákvað að skera niður og auka tekjurnar til að mæta hallarekstrinum. Það var til þess að standa undir þjóðnýtta tapinu á einkavædda gróðanum. Þetta vita allir því í fjölmiðlum er mikið fjallað um rekstur ríkissjóðs. Sömuleiðis heyrum við reglulega fréttir af fyrirtækjum, um rekstur þeirra, hvort hann sé í mínus eða plús. Hins vegar er minna fjallað um rekstur náttúrunnar. Sá rekstur virkar nákvæmlega eins: Auðlindir Jarðar eru þær tekjur sem við notum í rekstur samfélaga. Við notum auðlindir (s.s. málma, jarðnæði, vatn og lífverur) til þess að framleiða og þannig viðhalda lífsgæðum okkar. Nær allt sem við notum á degi hverjum er búið til úr náttúruauðlindum.Í mínus Og við erum í mínus. Tekjurnar (náttúruauðlindir) duga ekki fyrir útgjöldunum (framleiðslunni á öllu dótinu okkar). Á heildina litið er reksturinn 50% í mínus (sjá t.d. footprintnetwork.org). Til þess að standa undir rekstrinum þyrftum við hálfa Jörð í viðbót. Hún er ekki til. Eina leiðin til að auka tekjurnar er að auðlindir fái að endurnýja sig náttúrulega. Ímyndaðu þér að heimilisbókhaldið hjá þér væri 50% í mínus um hver mánaðamót. Hve lengi værir þú að fara á hausinn? Ekki lengi. Jörðin er stór og því tekur það nokkurn tíma að hún fari í þrot. En það er eftir sem áður tímaspursmál. Það er misjafnt hversu mikið samfélög eru í mínus (sum eru meira að segja í plús). Við Íslendingar erum líklega með þeim þjóðum sem eru hvað mest í mínus miðað við höfðatölu. Það stefnir í þrot. Miðað við áframhaldandi hagvöxt (aukin útgjöld) stefnir í að árið 2050 verðum við jarðarbúar komnir hátt í 200% í mínus. Þá þurfum við tæplega tvær Jarðir til viðbótar til að standa undir rekstrinum. Þær eru ekki til. Þegar náttúruauðlindir klárast og vistkerfi eyðileggjast er engin skuldaaðlögun, kerfisbreyting eða gjaldþrotameðferð sem dugar til. Engin 110% leið. Ef náttúruauðlind klárast er það bara þannig. Dýrategund sem deyr út kemur ekki aftur. Málmur sem klárast kemur ekki aftur fyrr en eftir skrilljón ár. Vistkerfi sem eyðileggjast hafa áhrif á lífsskilyrði á Jörðinni. Þá veistu það. Það er búið að segja þér þetta. Þú hefur tvo valmöguleika. Gera ekkert eða eitthvað. Það stefnir í þrot. Hvernig komum við í veg fyrir það?Sjálfbær rekstur Mörgu þarf að breyta en að grunni til er málið ósköp einfalt. Reksturinn þarf að standa undir sér: sjálfbær rekstur. Við þurfum að draga úr útgjöldunum (framleiðslu og neyslu) þannig að tekjurnar (náttúruauðlindir) standi undir þeim. Ráðast þarf í niðurskurð strax. Það þarf nákvæmar upplýsingar um ástand umhverfisins, skilyrði í lögum um sjálfbæra nýtingu, tryggja að umhverfiskostnaður sé innifalinn í verði vöru, umhverfisvottun sé skilyrði allrar framleiðslu og samdrátt í neyslu. Til þessara aðgerða verður að grípa strax, en vafalaust er þörf á fleiri. Og við þurfum líka að hafa í huga að það er engin ástæða til þess að nýta auðlindir jarðar til fulls (100%) – við þurfum ekki að dansa á línunni. Hvað getur þú gert sem engu ræður og ert bara smá brot af heildinni? Helling. Kauptu notað frekar en nýtt. Láttu laga frekar en kaupa nýtt. Notaðu það sem þú átt í staðinn fyrir að kaupa meira dót. Veldu umhverfismerkt (t.d. svansmerkt). Kjóstu þá sem lofa að koma í veg fyrir að náttúran fari í þrot. Ekki kjósa þá sem lofa því ekki. Alls ekki kjósa þá sem lofa að auka framleiðslu og neyslu, þ.e. auka útgjöldin. Taktu þátt í félögum, eins og Öldu, sem vinna að því að koma á sjálfbæru samfélagi. Hafðu áhrif á fólk í kringum þig. Leiktu þér með fjölskyldu og vinum án þess að kaupa eitthvað. Njóttu ósnortinnar náttúru. Veldu lífrænt ræktað. Veldu innlenda framleiðslu. Ekki henda mat að óþörfu. Hreyfðu þig og borðaðu hóflega. Í verðlaun færðu betra, skemmtilegra og heilsusamlegra líf. Þeir sem fara með völd almennings þurfa að girða sig í brók og hætta, án tafar, að reka náttúruna í mínus. Að öðrum kosti er aðeins tímaspursmál hvenær náttúran fer í þrot. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen Skoðun Glæpamenn í glerhúsi Ólafur Stephensen Skoðun Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson Skoðun „Við lofum að gera þetta ekki aftur“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Gæludýraákvæðin eru gallagripur Árni Stefán Árnason Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun „Friðartillögur“ Bandaríkjamanna eru svik við Úkraínu Arnór Sigurjónsson Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson Skoðun Dagur mannréttinda (sumra) barna Vigdís Gunnarsdóttir Skoðun Hægagangur í samskiptum við bæjaryfirvöld Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Mannréttindi eða plakat á vegg? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Friðartillögur“ Bandaríkjamanna eru svik við Úkraínu Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Styrkur Íslands liggur í grænni orku Sverrir Falur Björnsson skrifar Skoðun Eftir hverju er verið að bíða? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fjölmenningarborgin Reykjavík - með stóru Effi Sabine Leskopf skrifar Skoðun Á öllum tímum í sögunni hafa verið til Pönkarar Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Hlutverk hverfa í borgarstefnu Óskar Dýrmundur Ólafsson skrifar Skoðun Gæludýraákvæðin eru gallagripur Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Glæpamenn í glerhúsi Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Það kostar að menga, þú sparar á að menga minna Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hægagangur í samskiptum við bæjaryfirvöld Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Dagur mannréttinda (sumra) barna Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterk ferðaþjónusta skapar sterkara samfélag Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson skrifar Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun „Við lofum að gera þetta ekki aftur“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver mun stjórna heiminum eftir hundrað ár? Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðir með froðu til sölu Björn Sigurðsson skrifar Skoðun Að hafa eða að vera Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Mikilvægar kjarabætur fyrir aldraða Inga Sæland skrifar Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Tryggðu þér bíl fyrir áramótin! Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Formúlu fyrir sigri? Nei takk. Guðmundur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Norræn samstaða skapar tækifæri fyrir græna framtíð Nótt Thorberg skrifar Skoðun Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Viðskiptafrelsi og hátækniiðnaður Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Hver er virðingin fyrir skólaskyldunni? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Sjá meira
Allir sem hafa haldið utan um rekstur, t.d. heimilis, félags eða fyrirtækis, vita að ef tekjur duga ekki fyrir útgjöldum fer reksturinn á endanum í þrot. Þetta er ótrúlega einfalt. Ömmuhagfræði. Þú þarft að afla a.m.k. jafn margra króna og þú lætur frá þér. Í kjölfar hrunsins hefur ríkið tekið á sig miklar skuldir og verið rekið með halla, í mínus. Reksturinn stendur ekki undir sér. Ríkisstjórnin ákvað að skera niður og auka tekjurnar til að mæta hallarekstrinum. Það var til þess að standa undir þjóðnýtta tapinu á einkavædda gróðanum. Þetta vita allir því í fjölmiðlum er mikið fjallað um rekstur ríkissjóðs. Sömuleiðis heyrum við reglulega fréttir af fyrirtækjum, um rekstur þeirra, hvort hann sé í mínus eða plús. Hins vegar er minna fjallað um rekstur náttúrunnar. Sá rekstur virkar nákvæmlega eins: Auðlindir Jarðar eru þær tekjur sem við notum í rekstur samfélaga. Við notum auðlindir (s.s. málma, jarðnæði, vatn og lífverur) til þess að framleiða og þannig viðhalda lífsgæðum okkar. Nær allt sem við notum á degi hverjum er búið til úr náttúruauðlindum.Í mínus Og við erum í mínus. Tekjurnar (náttúruauðlindir) duga ekki fyrir útgjöldunum (framleiðslunni á öllu dótinu okkar). Á heildina litið er reksturinn 50% í mínus (sjá t.d. footprintnetwork.org). Til þess að standa undir rekstrinum þyrftum við hálfa Jörð í viðbót. Hún er ekki til. Eina leiðin til að auka tekjurnar er að auðlindir fái að endurnýja sig náttúrulega. Ímyndaðu þér að heimilisbókhaldið hjá þér væri 50% í mínus um hver mánaðamót. Hve lengi værir þú að fara á hausinn? Ekki lengi. Jörðin er stór og því tekur það nokkurn tíma að hún fari í þrot. En það er eftir sem áður tímaspursmál. Það er misjafnt hversu mikið samfélög eru í mínus (sum eru meira að segja í plús). Við Íslendingar erum líklega með þeim þjóðum sem eru hvað mest í mínus miðað við höfðatölu. Það stefnir í þrot. Miðað við áframhaldandi hagvöxt (aukin útgjöld) stefnir í að árið 2050 verðum við jarðarbúar komnir hátt í 200% í mínus. Þá þurfum við tæplega tvær Jarðir til viðbótar til að standa undir rekstrinum. Þær eru ekki til. Þegar náttúruauðlindir klárast og vistkerfi eyðileggjast er engin skuldaaðlögun, kerfisbreyting eða gjaldþrotameðferð sem dugar til. Engin 110% leið. Ef náttúruauðlind klárast er það bara þannig. Dýrategund sem deyr út kemur ekki aftur. Málmur sem klárast kemur ekki aftur fyrr en eftir skrilljón ár. Vistkerfi sem eyðileggjast hafa áhrif á lífsskilyrði á Jörðinni. Þá veistu það. Það er búið að segja þér þetta. Þú hefur tvo valmöguleika. Gera ekkert eða eitthvað. Það stefnir í þrot. Hvernig komum við í veg fyrir það?Sjálfbær rekstur Mörgu þarf að breyta en að grunni til er málið ósköp einfalt. Reksturinn þarf að standa undir sér: sjálfbær rekstur. Við þurfum að draga úr útgjöldunum (framleiðslu og neyslu) þannig að tekjurnar (náttúruauðlindir) standi undir þeim. Ráðast þarf í niðurskurð strax. Það þarf nákvæmar upplýsingar um ástand umhverfisins, skilyrði í lögum um sjálfbæra nýtingu, tryggja að umhverfiskostnaður sé innifalinn í verði vöru, umhverfisvottun sé skilyrði allrar framleiðslu og samdrátt í neyslu. Til þessara aðgerða verður að grípa strax, en vafalaust er þörf á fleiri. Og við þurfum líka að hafa í huga að það er engin ástæða til þess að nýta auðlindir jarðar til fulls (100%) – við þurfum ekki að dansa á línunni. Hvað getur þú gert sem engu ræður og ert bara smá brot af heildinni? Helling. Kauptu notað frekar en nýtt. Láttu laga frekar en kaupa nýtt. Notaðu það sem þú átt í staðinn fyrir að kaupa meira dót. Veldu umhverfismerkt (t.d. svansmerkt). Kjóstu þá sem lofa að koma í veg fyrir að náttúran fari í þrot. Ekki kjósa þá sem lofa því ekki. Alls ekki kjósa þá sem lofa að auka framleiðslu og neyslu, þ.e. auka útgjöldin. Taktu þátt í félögum, eins og Öldu, sem vinna að því að koma á sjálfbæru samfélagi. Hafðu áhrif á fólk í kringum þig. Leiktu þér með fjölskyldu og vinum án þess að kaupa eitthvað. Njóttu ósnortinnar náttúru. Veldu lífrænt ræktað. Veldu innlenda framleiðslu. Ekki henda mat að óþörfu. Hreyfðu þig og borðaðu hóflega. Í verðlaun færðu betra, skemmtilegra og heilsusamlegra líf. Þeir sem fara með völd almennings þurfa að girða sig í brók og hætta, án tafar, að reka náttúruna í mínus. Að öðrum kosti er aðeins tímaspursmál hvenær náttúran fer í þrot.
Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar
Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar