Niðurskurð strax! Kristinn Már Ársælsson skrifar 14. desember 2012 06:00 Allir sem hafa haldið utan um rekstur, t.d. heimilis, félags eða fyrirtækis, vita að ef tekjur duga ekki fyrir útgjöldum fer reksturinn á endanum í þrot. Þetta er ótrúlega einfalt. Ömmuhagfræði. Þú þarft að afla a.m.k. jafn margra króna og þú lætur frá þér. Í kjölfar hrunsins hefur ríkið tekið á sig miklar skuldir og verið rekið með halla, í mínus. Reksturinn stendur ekki undir sér. Ríkisstjórnin ákvað að skera niður og auka tekjurnar til að mæta hallarekstrinum. Það var til þess að standa undir þjóðnýtta tapinu á einkavædda gróðanum. Þetta vita allir því í fjölmiðlum er mikið fjallað um rekstur ríkissjóðs. Sömuleiðis heyrum við reglulega fréttir af fyrirtækjum, um rekstur þeirra, hvort hann sé í mínus eða plús. Hins vegar er minna fjallað um rekstur náttúrunnar. Sá rekstur virkar nákvæmlega eins: Auðlindir Jarðar eru þær tekjur sem við notum í rekstur samfélaga. Við notum auðlindir (s.s. málma, jarðnæði, vatn og lífverur) til þess að framleiða og þannig viðhalda lífsgæðum okkar. Nær allt sem við notum á degi hverjum er búið til úr náttúruauðlindum.Í mínus Og við erum í mínus. Tekjurnar (náttúruauðlindir) duga ekki fyrir útgjöldunum (framleiðslunni á öllu dótinu okkar). Á heildina litið er reksturinn 50% í mínus (sjá t.d. footprintnetwork.org). Til þess að standa undir rekstrinum þyrftum við hálfa Jörð í viðbót. Hún er ekki til. Eina leiðin til að auka tekjurnar er að auðlindir fái að endurnýja sig náttúrulega. Ímyndaðu þér að heimilisbókhaldið hjá þér væri 50% í mínus um hver mánaðamót. Hve lengi værir þú að fara á hausinn? Ekki lengi. Jörðin er stór og því tekur það nokkurn tíma að hún fari í þrot. En það er eftir sem áður tímaspursmál. Það er misjafnt hversu mikið samfélög eru í mínus (sum eru meira að segja í plús). Við Íslendingar erum líklega með þeim þjóðum sem eru hvað mest í mínus miðað við höfðatölu. Það stefnir í þrot. Miðað við áframhaldandi hagvöxt (aukin útgjöld) stefnir í að árið 2050 verðum við jarðarbúar komnir hátt í 200% í mínus. Þá þurfum við tæplega tvær Jarðir til viðbótar til að standa undir rekstrinum. Þær eru ekki til. Þegar náttúruauðlindir klárast og vistkerfi eyðileggjast er engin skuldaaðlögun, kerfisbreyting eða gjaldþrotameðferð sem dugar til. Engin 110% leið. Ef náttúruauðlind klárast er það bara þannig. Dýrategund sem deyr út kemur ekki aftur. Málmur sem klárast kemur ekki aftur fyrr en eftir skrilljón ár. Vistkerfi sem eyðileggjast hafa áhrif á lífsskilyrði á Jörðinni. Þá veistu það. Það er búið að segja þér þetta. Þú hefur tvo valmöguleika. Gera ekkert eða eitthvað. Það stefnir í þrot. Hvernig komum við í veg fyrir það?Sjálfbær rekstur Mörgu þarf að breyta en að grunni til er málið ósköp einfalt. Reksturinn þarf að standa undir sér: sjálfbær rekstur. Við þurfum að draga úr útgjöldunum (framleiðslu og neyslu) þannig að tekjurnar (náttúruauðlindir) standi undir þeim. Ráðast þarf í niðurskurð strax. Það þarf nákvæmar upplýsingar um ástand umhverfisins, skilyrði í lögum um sjálfbæra nýtingu, tryggja að umhverfiskostnaður sé innifalinn í verði vöru, umhverfisvottun sé skilyrði allrar framleiðslu og samdrátt í neyslu. Til þessara aðgerða verður að grípa strax, en vafalaust er þörf á fleiri. Og við þurfum líka að hafa í huga að það er engin ástæða til þess að nýta auðlindir jarðar til fulls (100%) – við þurfum ekki að dansa á línunni. Hvað getur þú gert sem engu ræður og ert bara smá brot af heildinni? Helling. Kauptu notað frekar en nýtt. Láttu laga frekar en kaupa nýtt. Notaðu það sem þú átt í staðinn fyrir að kaupa meira dót. Veldu umhverfismerkt (t.d. svansmerkt). Kjóstu þá sem lofa að koma í veg fyrir að náttúran fari í þrot. Ekki kjósa þá sem lofa því ekki. Alls ekki kjósa þá sem lofa að auka framleiðslu og neyslu, þ.e. auka útgjöldin. Taktu þátt í félögum, eins og Öldu, sem vinna að því að koma á sjálfbæru samfélagi. Hafðu áhrif á fólk í kringum þig. Leiktu þér með fjölskyldu og vinum án þess að kaupa eitthvað. Njóttu ósnortinnar náttúru. Veldu lífrænt ræktað. Veldu innlenda framleiðslu. Ekki henda mat að óþörfu. Hreyfðu þig og borðaðu hóflega. Í verðlaun færðu betra, skemmtilegra og heilsusamlegra líf. Þeir sem fara með völd almennings þurfa að girða sig í brók og hætta, án tafar, að reka náttúruna í mínus. Að öðrum kosti er aðeins tímaspursmál hvenær náttúran fer í þrot. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson Skoðun Halldór 10.05.2025 Halldór Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir skrifar Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Tala ekki um lokamarkmiðið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda mun skila sér í bættum innviðum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar Sjá meira
Allir sem hafa haldið utan um rekstur, t.d. heimilis, félags eða fyrirtækis, vita að ef tekjur duga ekki fyrir útgjöldum fer reksturinn á endanum í þrot. Þetta er ótrúlega einfalt. Ömmuhagfræði. Þú þarft að afla a.m.k. jafn margra króna og þú lætur frá þér. Í kjölfar hrunsins hefur ríkið tekið á sig miklar skuldir og verið rekið með halla, í mínus. Reksturinn stendur ekki undir sér. Ríkisstjórnin ákvað að skera niður og auka tekjurnar til að mæta hallarekstrinum. Það var til þess að standa undir þjóðnýtta tapinu á einkavædda gróðanum. Þetta vita allir því í fjölmiðlum er mikið fjallað um rekstur ríkissjóðs. Sömuleiðis heyrum við reglulega fréttir af fyrirtækjum, um rekstur þeirra, hvort hann sé í mínus eða plús. Hins vegar er minna fjallað um rekstur náttúrunnar. Sá rekstur virkar nákvæmlega eins: Auðlindir Jarðar eru þær tekjur sem við notum í rekstur samfélaga. Við notum auðlindir (s.s. málma, jarðnæði, vatn og lífverur) til þess að framleiða og þannig viðhalda lífsgæðum okkar. Nær allt sem við notum á degi hverjum er búið til úr náttúruauðlindum.Í mínus Og við erum í mínus. Tekjurnar (náttúruauðlindir) duga ekki fyrir útgjöldunum (framleiðslunni á öllu dótinu okkar). Á heildina litið er reksturinn 50% í mínus (sjá t.d. footprintnetwork.org). Til þess að standa undir rekstrinum þyrftum við hálfa Jörð í viðbót. Hún er ekki til. Eina leiðin til að auka tekjurnar er að auðlindir fái að endurnýja sig náttúrulega. Ímyndaðu þér að heimilisbókhaldið hjá þér væri 50% í mínus um hver mánaðamót. Hve lengi værir þú að fara á hausinn? Ekki lengi. Jörðin er stór og því tekur það nokkurn tíma að hún fari í þrot. En það er eftir sem áður tímaspursmál. Það er misjafnt hversu mikið samfélög eru í mínus (sum eru meira að segja í plús). Við Íslendingar erum líklega með þeim þjóðum sem eru hvað mest í mínus miðað við höfðatölu. Það stefnir í þrot. Miðað við áframhaldandi hagvöxt (aukin útgjöld) stefnir í að árið 2050 verðum við jarðarbúar komnir hátt í 200% í mínus. Þá þurfum við tæplega tvær Jarðir til viðbótar til að standa undir rekstrinum. Þær eru ekki til. Þegar náttúruauðlindir klárast og vistkerfi eyðileggjast er engin skuldaaðlögun, kerfisbreyting eða gjaldþrotameðferð sem dugar til. Engin 110% leið. Ef náttúruauðlind klárast er það bara þannig. Dýrategund sem deyr út kemur ekki aftur. Málmur sem klárast kemur ekki aftur fyrr en eftir skrilljón ár. Vistkerfi sem eyðileggjast hafa áhrif á lífsskilyrði á Jörðinni. Þá veistu það. Það er búið að segja þér þetta. Þú hefur tvo valmöguleika. Gera ekkert eða eitthvað. Það stefnir í þrot. Hvernig komum við í veg fyrir það?Sjálfbær rekstur Mörgu þarf að breyta en að grunni til er málið ósköp einfalt. Reksturinn þarf að standa undir sér: sjálfbær rekstur. Við þurfum að draga úr útgjöldunum (framleiðslu og neyslu) þannig að tekjurnar (náttúruauðlindir) standi undir þeim. Ráðast þarf í niðurskurð strax. Það þarf nákvæmar upplýsingar um ástand umhverfisins, skilyrði í lögum um sjálfbæra nýtingu, tryggja að umhverfiskostnaður sé innifalinn í verði vöru, umhverfisvottun sé skilyrði allrar framleiðslu og samdrátt í neyslu. Til þessara aðgerða verður að grípa strax, en vafalaust er þörf á fleiri. Og við þurfum líka að hafa í huga að það er engin ástæða til þess að nýta auðlindir jarðar til fulls (100%) – við þurfum ekki að dansa á línunni. Hvað getur þú gert sem engu ræður og ert bara smá brot af heildinni? Helling. Kauptu notað frekar en nýtt. Láttu laga frekar en kaupa nýtt. Notaðu það sem þú átt í staðinn fyrir að kaupa meira dót. Veldu umhverfismerkt (t.d. svansmerkt). Kjóstu þá sem lofa að koma í veg fyrir að náttúran fari í þrot. Ekki kjósa þá sem lofa því ekki. Alls ekki kjósa þá sem lofa að auka framleiðslu og neyslu, þ.e. auka útgjöldin. Taktu þátt í félögum, eins og Öldu, sem vinna að því að koma á sjálfbæru samfélagi. Hafðu áhrif á fólk í kringum þig. Leiktu þér með fjölskyldu og vinum án þess að kaupa eitthvað. Njóttu ósnortinnar náttúru. Veldu lífrænt ræktað. Veldu innlenda framleiðslu. Ekki henda mat að óþörfu. Hreyfðu þig og borðaðu hóflega. Í verðlaun færðu betra, skemmtilegra og heilsusamlegra líf. Þeir sem fara með völd almennings þurfa að girða sig í brók og hætta, án tafar, að reka náttúruna í mínus. Að öðrum kosti er aðeins tímaspursmál hvenær náttúran fer í þrot.
Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar
Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar
Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar
Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun