Niðurskurð strax! Kristinn Már Ársælsson skrifar 14. desember 2012 06:00 Allir sem hafa haldið utan um rekstur, t.d. heimilis, félags eða fyrirtækis, vita að ef tekjur duga ekki fyrir útgjöldum fer reksturinn á endanum í þrot. Þetta er ótrúlega einfalt. Ömmuhagfræði. Þú þarft að afla a.m.k. jafn margra króna og þú lætur frá þér. Í kjölfar hrunsins hefur ríkið tekið á sig miklar skuldir og verið rekið með halla, í mínus. Reksturinn stendur ekki undir sér. Ríkisstjórnin ákvað að skera niður og auka tekjurnar til að mæta hallarekstrinum. Það var til þess að standa undir þjóðnýtta tapinu á einkavædda gróðanum. Þetta vita allir því í fjölmiðlum er mikið fjallað um rekstur ríkissjóðs. Sömuleiðis heyrum við reglulega fréttir af fyrirtækjum, um rekstur þeirra, hvort hann sé í mínus eða plús. Hins vegar er minna fjallað um rekstur náttúrunnar. Sá rekstur virkar nákvæmlega eins: Auðlindir Jarðar eru þær tekjur sem við notum í rekstur samfélaga. Við notum auðlindir (s.s. málma, jarðnæði, vatn og lífverur) til þess að framleiða og þannig viðhalda lífsgæðum okkar. Nær allt sem við notum á degi hverjum er búið til úr náttúruauðlindum.Í mínus Og við erum í mínus. Tekjurnar (náttúruauðlindir) duga ekki fyrir útgjöldunum (framleiðslunni á öllu dótinu okkar). Á heildina litið er reksturinn 50% í mínus (sjá t.d. footprintnetwork.org). Til þess að standa undir rekstrinum þyrftum við hálfa Jörð í viðbót. Hún er ekki til. Eina leiðin til að auka tekjurnar er að auðlindir fái að endurnýja sig náttúrulega. Ímyndaðu þér að heimilisbókhaldið hjá þér væri 50% í mínus um hver mánaðamót. Hve lengi værir þú að fara á hausinn? Ekki lengi. Jörðin er stór og því tekur það nokkurn tíma að hún fari í þrot. En það er eftir sem áður tímaspursmál. Það er misjafnt hversu mikið samfélög eru í mínus (sum eru meira að segja í plús). Við Íslendingar erum líklega með þeim þjóðum sem eru hvað mest í mínus miðað við höfðatölu. Það stefnir í þrot. Miðað við áframhaldandi hagvöxt (aukin útgjöld) stefnir í að árið 2050 verðum við jarðarbúar komnir hátt í 200% í mínus. Þá þurfum við tæplega tvær Jarðir til viðbótar til að standa undir rekstrinum. Þær eru ekki til. Þegar náttúruauðlindir klárast og vistkerfi eyðileggjast er engin skuldaaðlögun, kerfisbreyting eða gjaldþrotameðferð sem dugar til. Engin 110% leið. Ef náttúruauðlind klárast er það bara þannig. Dýrategund sem deyr út kemur ekki aftur. Málmur sem klárast kemur ekki aftur fyrr en eftir skrilljón ár. Vistkerfi sem eyðileggjast hafa áhrif á lífsskilyrði á Jörðinni. Þá veistu það. Það er búið að segja þér þetta. Þú hefur tvo valmöguleika. Gera ekkert eða eitthvað. Það stefnir í þrot. Hvernig komum við í veg fyrir það?Sjálfbær rekstur Mörgu þarf að breyta en að grunni til er málið ósköp einfalt. Reksturinn þarf að standa undir sér: sjálfbær rekstur. Við þurfum að draga úr útgjöldunum (framleiðslu og neyslu) þannig að tekjurnar (náttúruauðlindir) standi undir þeim. Ráðast þarf í niðurskurð strax. Það þarf nákvæmar upplýsingar um ástand umhverfisins, skilyrði í lögum um sjálfbæra nýtingu, tryggja að umhverfiskostnaður sé innifalinn í verði vöru, umhverfisvottun sé skilyrði allrar framleiðslu og samdrátt í neyslu. Til þessara aðgerða verður að grípa strax, en vafalaust er þörf á fleiri. Og við þurfum líka að hafa í huga að það er engin ástæða til þess að nýta auðlindir jarðar til fulls (100%) – við þurfum ekki að dansa á línunni. Hvað getur þú gert sem engu ræður og ert bara smá brot af heildinni? Helling. Kauptu notað frekar en nýtt. Láttu laga frekar en kaupa nýtt. Notaðu það sem þú átt í staðinn fyrir að kaupa meira dót. Veldu umhverfismerkt (t.d. svansmerkt). Kjóstu þá sem lofa að koma í veg fyrir að náttúran fari í þrot. Ekki kjósa þá sem lofa því ekki. Alls ekki kjósa þá sem lofa að auka framleiðslu og neyslu, þ.e. auka útgjöldin. Taktu þátt í félögum, eins og Öldu, sem vinna að því að koma á sjálfbæru samfélagi. Hafðu áhrif á fólk í kringum þig. Leiktu þér með fjölskyldu og vinum án þess að kaupa eitthvað. Njóttu ósnortinnar náttúru. Veldu lífrænt ræktað. Veldu innlenda framleiðslu. Ekki henda mat að óþörfu. Hreyfðu þig og borðaðu hóflega. Í verðlaun færðu betra, skemmtilegra og heilsusamlegra líf. Þeir sem fara með völd almennings þurfa að girða sig í brók og hætta, án tafar, að reka náttúruna í mínus. Að öðrum kosti er aðeins tímaspursmál hvenær náttúran fer í þrot. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen Skoðun Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson Skoðun 76 dagar sem koma aldrei aftur Einar Guðnason Skoðun Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun Skoðun Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Áfram Breiðholt og Kjalarnes! Skúli Helgason skrifar Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Vesturlönd mega ekki leyfa Pútín að skrifa leikreglurnar Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Gulur september María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason skrifar Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Reiði á tímum allsnægta Jökull Gíslason skrifar Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Tölur segja ekki alla söguna Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Enn úr sömu sveitinni Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Palestínsk börn eiga betra skilið Anna Lúðvíksdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar Skoðun Umferðaröryggi barna í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Öll dýrin í skóginum eiga að vera vinir Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Meira að segja Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 76 dagar sem koma aldrei aftur Einar Guðnason skrifar Skoðun Er popúlismi kenning um siðferði? Einar Gísli Gunnarsson skrifar Skoðun Umferðaröryggi barna í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Ákalli um samræmingu í eftirliti svarað Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Virðing og framkoma í rökræðum um málefni minnihlutahópa Esjar Smári Blær Gunnarsson skrifar Sjá meira
Allir sem hafa haldið utan um rekstur, t.d. heimilis, félags eða fyrirtækis, vita að ef tekjur duga ekki fyrir útgjöldum fer reksturinn á endanum í þrot. Þetta er ótrúlega einfalt. Ömmuhagfræði. Þú þarft að afla a.m.k. jafn margra króna og þú lætur frá þér. Í kjölfar hrunsins hefur ríkið tekið á sig miklar skuldir og verið rekið með halla, í mínus. Reksturinn stendur ekki undir sér. Ríkisstjórnin ákvað að skera niður og auka tekjurnar til að mæta hallarekstrinum. Það var til þess að standa undir þjóðnýtta tapinu á einkavædda gróðanum. Þetta vita allir því í fjölmiðlum er mikið fjallað um rekstur ríkissjóðs. Sömuleiðis heyrum við reglulega fréttir af fyrirtækjum, um rekstur þeirra, hvort hann sé í mínus eða plús. Hins vegar er minna fjallað um rekstur náttúrunnar. Sá rekstur virkar nákvæmlega eins: Auðlindir Jarðar eru þær tekjur sem við notum í rekstur samfélaga. Við notum auðlindir (s.s. málma, jarðnæði, vatn og lífverur) til þess að framleiða og þannig viðhalda lífsgæðum okkar. Nær allt sem við notum á degi hverjum er búið til úr náttúruauðlindum.Í mínus Og við erum í mínus. Tekjurnar (náttúruauðlindir) duga ekki fyrir útgjöldunum (framleiðslunni á öllu dótinu okkar). Á heildina litið er reksturinn 50% í mínus (sjá t.d. footprintnetwork.org). Til þess að standa undir rekstrinum þyrftum við hálfa Jörð í viðbót. Hún er ekki til. Eina leiðin til að auka tekjurnar er að auðlindir fái að endurnýja sig náttúrulega. Ímyndaðu þér að heimilisbókhaldið hjá þér væri 50% í mínus um hver mánaðamót. Hve lengi værir þú að fara á hausinn? Ekki lengi. Jörðin er stór og því tekur það nokkurn tíma að hún fari í þrot. En það er eftir sem áður tímaspursmál. Það er misjafnt hversu mikið samfélög eru í mínus (sum eru meira að segja í plús). Við Íslendingar erum líklega með þeim þjóðum sem eru hvað mest í mínus miðað við höfðatölu. Það stefnir í þrot. Miðað við áframhaldandi hagvöxt (aukin útgjöld) stefnir í að árið 2050 verðum við jarðarbúar komnir hátt í 200% í mínus. Þá þurfum við tæplega tvær Jarðir til viðbótar til að standa undir rekstrinum. Þær eru ekki til. Þegar náttúruauðlindir klárast og vistkerfi eyðileggjast er engin skuldaaðlögun, kerfisbreyting eða gjaldþrotameðferð sem dugar til. Engin 110% leið. Ef náttúruauðlind klárast er það bara þannig. Dýrategund sem deyr út kemur ekki aftur. Málmur sem klárast kemur ekki aftur fyrr en eftir skrilljón ár. Vistkerfi sem eyðileggjast hafa áhrif á lífsskilyrði á Jörðinni. Þá veistu það. Það er búið að segja þér þetta. Þú hefur tvo valmöguleika. Gera ekkert eða eitthvað. Það stefnir í þrot. Hvernig komum við í veg fyrir það?Sjálfbær rekstur Mörgu þarf að breyta en að grunni til er málið ósköp einfalt. Reksturinn þarf að standa undir sér: sjálfbær rekstur. Við þurfum að draga úr útgjöldunum (framleiðslu og neyslu) þannig að tekjurnar (náttúruauðlindir) standi undir þeim. Ráðast þarf í niðurskurð strax. Það þarf nákvæmar upplýsingar um ástand umhverfisins, skilyrði í lögum um sjálfbæra nýtingu, tryggja að umhverfiskostnaður sé innifalinn í verði vöru, umhverfisvottun sé skilyrði allrar framleiðslu og samdrátt í neyslu. Til þessara aðgerða verður að grípa strax, en vafalaust er þörf á fleiri. Og við þurfum líka að hafa í huga að það er engin ástæða til þess að nýta auðlindir jarðar til fulls (100%) – við þurfum ekki að dansa á línunni. Hvað getur þú gert sem engu ræður og ert bara smá brot af heildinni? Helling. Kauptu notað frekar en nýtt. Láttu laga frekar en kaupa nýtt. Notaðu það sem þú átt í staðinn fyrir að kaupa meira dót. Veldu umhverfismerkt (t.d. svansmerkt). Kjóstu þá sem lofa að koma í veg fyrir að náttúran fari í þrot. Ekki kjósa þá sem lofa því ekki. Alls ekki kjósa þá sem lofa að auka framleiðslu og neyslu, þ.e. auka útgjöldin. Taktu þátt í félögum, eins og Öldu, sem vinna að því að koma á sjálfbæru samfélagi. Hafðu áhrif á fólk í kringum þig. Leiktu þér með fjölskyldu og vinum án þess að kaupa eitthvað. Njóttu ósnortinnar náttúru. Veldu lífrænt ræktað. Veldu innlenda framleiðslu. Ekki henda mat að óþörfu. Hreyfðu þig og borðaðu hóflega. Í verðlaun færðu betra, skemmtilegra og heilsusamlegra líf. Þeir sem fara með völd almennings þurfa að girða sig í brók og hætta, án tafar, að reka náttúruna í mínus. Að öðrum kosti er aðeins tímaspursmál hvenær náttúran fer í þrot.
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar
Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar
Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar
Skoðun Virðing og framkoma í rökræðum um málefni minnihlutahópa Esjar Smári Blær Gunnarsson skrifar
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun