Lífið sjálft og framtíð þjóðar Sigrún Birna Björnsdóttir skrifar 14. desember 2012 06:00 Í byrjun september birtist grein í Fréttablaðinu undir titlinum Staðan í dag. Sama dag birtist frétt á öllum ljósvakamiðlum um hækkun launa forstjóra Landspítala. Hækkun sem kveikti elda því þótt þiggjandi hafi afsalað sér hækkuninni samsvarar upphæðin rúmum mánaðarlaunum margra launþega. Eldarnir verða varla slökktir í bráð. Hækkunin gladdi mig, hún hlýtur að boða fleiri gleðitíðindi. Nú má greiða fyrir vinnuframlag umfram starfslýsingu hjá ríkinu og nú má semja. Í fyrrnefndri grein talaði ég um vinnuframlag kennara umfram starfslýsingu. Vinnuframlag sem eykur það mikla álag sem nú þegar hvílir á kennurum, breytir skólastarfi og skiptir gríðarlegu máli fyrir kennslu barnanna okkar á öllum skólastigum um komandi ár. Nú hlýtur þessi vinna að fást greidd að fullu, fjármagn til breytinganna verða skilgreint þannig að vinnan verði fullunnin og allir sem að koma hafi sóma af.Velferðarvaktin Við kennarar erum ekki einir á velferðarvaktinni. Heilbrigðisstarfsfólk hefur líka brýnt kuta sína og skorið niður. Fréttir af blóðmjólkandi niðurskurði, úreltum og biluðum tækjum og auknu álagi á starfsfólk heilbrigðisstofnana hafa ekki farið fram hjá neinum. En erum við alveg með á nótunum? Álag á heilbrigðisstarfsmenn hefur aukist m.a. vegna þess að skilgreining fullmannaðrar vaktar í dag er ekki sú sama og fyrir nokkrum árum. Engum hefur verið sagt upp og því er starfsmannavelta náttúruleg en á móti kemur að ekki er ráðið í stöður þeirra sem hætta sökum aldurs eða segja upp. Ef einhver starfsmaður veikist er ekki kölluð út aukavakt heldur verður starfsfólk að hlaupa hraðar. Þess vegna getur álag á heilbrigðisstarfsfólk orðið svo mikið að það nær jafnvel ekki að setjast niður eða fara á salernið heila vakt. Öryggi sjúklinga er tryggt en þegar álagið hefur vaxið úr hófi er sjálfsagt að spyrja; Er ekki komið að þolmörkum? Hvað ef eitthvað gerist?Mannréttindabrot Hluti starfs heilbrigðisstarfsmanna snýr að andlegum stuðningi bæði við sjúklinga og aðstandendur. Nú er staðan sú að þeir vinna það allra nauðsynlegasta á hlaupum en geta illa sinnt sjúklingum eins og þeir kysu og eiga í erfiðleikum með að finna tíma til að veita aðstandendum upplýsingar og þann stuðning sem þarf þegar ættingi er mikið veikur. Andlegi þáttur starfsins situr á hakanum og eftir sitja aðstandendur og sjúklingar. Ég vinn ekki við hjúkrun en ég er aðstandandi. Undanfarin ár hef ég oft upplifað það að nánum ættingja mínum er sinnt verr en áður, hjúkrun hans er honum alls ekki boðleg, hann illa þrifinn og upplýsingaflæði er oft og tíðum stopult. Þetta á ekki við um allar heimsóknir en þeim stundum hefur fjölgað. Ættingi minn er mikið veikur og þarf aðstoð við athafnir daglegs lífs. Hann þarf hjálp við allar grunnþarfir, m.a. að klæðast, borða og komast á klósett. Ég verð stundum mjög sár og reið fyrir hans hönd þegar ég kem í heimsókn. Þá finnst mér brotið á mannréttindum hans. En ég áfellist ekki hlaupandi starfsfólkið. Mikið álag í starfi, sem sáir efa í huga starfsmanns um getu hans, er eitur og veldur því að starfsmaðurinn verður afhuga starfinu jafnvel þótt það sé hans ástríða. Ég hef upplifað það sjálf. Velferðarvaktin leggur sig alla fram en uppsker ekki og veruleikinn er grár og sár. Við sem störfum í velferðarstörfum, sinnum fólki, erum ekki metin að verðleikum. Af hverju? Því hvað er mikilvægara en lífið sjálft og framtíð heillar þjóðar? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun Halldór 13.12.2025 Halldór Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson Skoðun Skoðun Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke skrifar Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Sjá meira
Í byrjun september birtist grein í Fréttablaðinu undir titlinum Staðan í dag. Sama dag birtist frétt á öllum ljósvakamiðlum um hækkun launa forstjóra Landspítala. Hækkun sem kveikti elda því þótt þiggjandi hafi afsalað sér hækkuninni samsvarar upphæðin rúmum mánaðarlaunum margra launþega. Eldarnir verða varla slökktir í bráð. Hækkunin gladdi mig, hún hlýtur að boða fleiri gleðitíðindi. Nú má greiða fyrir vinnuframlag umfram starfslýsingu hjá ríkinu og nú má semja. Í fyrrnefndri grein talaði ég um vinnuframlag kennara umfram starfslýsingu. Vinnuframlag sem eykur það mikla álag sem nú þegar hvílir á kennurum, breytir skólastarfi og skiptir gríðarlegu máli fyrir kennslu barnanna okkar á öllum skólastigum um komandi ár. Nú hlýtur þessi vinna að fást greidd að fullu, fjármagn til breytinganna verða skilgreint þannig að vinnan verði fullunnin og allir sem að koma hafi sóma af.Velferðarvaktin Við kennarar erum ekki einir á velferðarvaktinni. Heilbrigðisstarfsfólk hefur líka brýnt kuta sína og skorið niður. Fréttir af blóðmjólkandi niðurskurði, úreltum og biluðum tækjum og auknu álagi á starfsfólk heilbrigðisstofnana hafa ekki farið fram hjá neinum. En erum við alveg með á nótunum? Álag á heilbrigðisstarfsmenn hefur aukist m.a. vegna þess að skilgreining fullmannaðrar vaktar í dag er ekki sú sama og fyrir nokkrum árum. Engum hefur verið sagt upp og því er starfsmannavelta náttúruleg en á móti kemur að ekki er ráðið í stöður þeirra sem hætta sökum aldurs eða segja upp. Ef einhver starfsmaður veikist er ekki kölluð út aukavakt heldur verður starfsfólk að hlaupa hraðar. Þess vegna getur álag á heilbrigðisstarfsfólk orðið svo mikið að það nær jafnvel ekki að setjast niður eða fara á salernið heila vakt. Öryggi sjúklinga er tryggt en þegar álagið hefur vaxið úr hófi er sjálfsagt að spyrja; Er ekki komið að þolmörkum? Hvað ef eitthvað gerist?Mannréttindabrot Hluti starfs heilbrigðisstarfsmanna snýr að andlegum stuðningi bæði við sjúklinga og aðstandendur. Nú er staðan sú að þeir vinna það allra nauðsynlegasta á hlaupum en geta illa sinnt sjúklingum eins og þeir kysu og eiga í erfiðleikum með að finna tíma til að veita aðstandendum upplýsingar og þann stuðning sem þarf þegar ættingi er mikið veikur. Andlegi þáttur starfsins situr á hakanum og eftir sitja aðstandendur og sjúklingar. Ég vinn ekki við hjúkrun en ég er aðstandandi. Undanfarin ár hef ég oft upplifað það að nánum ættingja mínum er sinnt verr en áður, hjúkrun hans er honum alls ekki boðleg, hann illa þrifinn og upplýsingaflæði er oft og tíðum stopult. Þetta á ekki við um allar heimsóknir en þeim stundum hefur fjölgað. Ættingi minn er mikið veikur og þarf aðstoð við athafnir daglegs lífs. Hann þarf hjálp við allar grunnþarfir, m.a. að klæðast, borða og komast á klósett. Ég verð stundum mjög sár og reið fyrir hans hönd þegar ég kem í heimsókn. Þá finnst mér brotið á mannréttindum hans. En ég áfellist ekki hlaupandi starfsfólkið. Mikið álag í starfi, sem sáir efa í huga starfsmanns um getu hans, er eitur og veldur því að starfsmaðurinn verður afhuga starfinu jafnvel þótt það sé hans ástríða. Ég hef upplifað það sjálf. Velferðarvaktin leggur sig alla fram en uppsker ekki og veruleikinn er grár og sár. Við sem störfum í velferðarstörfum, sinnum fólki, erum ekki metin að verðleikum. Af hverju? Því hvað er mikilvægara en lífið sjálft og framtíð heillar þjóðar?
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun