Launamunur kynjanna er mannréttindabrot Védís Guðjónsdóttir skrifar 8. mars 2012 06:00 Árið 1976 voru í fyrsta skipti sett lög um jafnan rétt kvenna og karla (nr. 78/1976). Í þeim lögum er megináhersla lögð á jöfnun launa á milli kynja. Lögin voru endurnýjuð með viðbótum 1985, og aftur 1991 og 2000 og nú gilda jafnréttislög nr. 10 sem sett voru 2008. Það eru sem sagt 36 ár síðan fyrstu jafnréttislögin voru sett og á þessum árum hafa þau verið endurnýjuð fjórum sinnum. Nú eru fimmtu lögin í gildi og af þessu má sjá áhuga löggjafarvaldsins til þess að útrýma þeim mun sem er á launagreiðslum til fólks, eftir því af hvaða kyni það er. Ríkið í broddi fylkingar?Í því samhengi er forvitnilegt að skoða hvernig hið opinbera, með íslenska ríkið í broddi fylkingar, hefur staðið sig í því að útrýma launamun kynjanna. Þar sem SFR, stéttarfélag í almannaþjónustu, hefur gert launakannanir meðal félagsmanna sinna undanfarin ár er auðvelt að skoða launamuninn milli kynja í mismunandi starfsstéttum hjá ríkinu, nokkur ár aftur í tímann (http://sfr.is/kannanir-sfr/launakonnun-sfr/). Ég hef valið að skoða grunnlaun eftir starfsstétt og bakgrunnsþáttum þeirra. Byrjum á þjónustufulltrúum, en þeir (þær) voru í þeirri nánast einstöku stöðu árið 2007 að meðallaun kvenna í þeirri stétt voru 3,8% hærri en laun karlanna. Síðan þá hefur sigið á ógæfuhliðina því nú er launamunurinn orðinn 10,1%, konum í óhag. Hjá starfsfólki sem sinnir öryggis- og/eða húsvörslu og ræstingarfólki var launamunur kynjanna 11,2%, árið 2007. Samkvæmt síðustu könnun SFR fyrir árið 2011 var munurinn kominn upp í 24,7%, konum í óhag. Rannsóknarmenn voru í tiltölulega góðum málum 2007. Það ár var launamunur kynjanna aðeins 1,9%, konum reyndar í óhag en strax árið á eftir er staðan orðin allt önnur og árið 2011 var munurinn kominn í 19,9% mun, sem er gríðarlega mikil, óútskýrð aukning. Svokallaðir hærri stjórnendur eru launahæstir af þessu launafólki og þar hefur launamunur kynjanna lengi verið í kringum 20%. Talsvert dró saman með kynjunum í þeim hópi árin eftir hrun og árið 2010 var munurinn kominn í tæp 10 prósent og nokkur bjartsýni ríkjandi. Árið eftir jókst launamunur kynjanna hins vegar aftur og er nú 21,9%, konum í óhag. Einbeittur brotavilji hins opinbera?Það er talsvert merkilegt að skoða þessa þróun og hún sýnir okkur svart á hvítu að hjá framkvæmdavaldinu er engin tilhneiging til að útrýma launamun kynjanna. Eins og má m.a. sjá af dæmunum hér að ofan hafa laun kvenna staðið í stað árum saman á meðan laun karla í sömu stétt hafa hækkað. Eina undantekningin frá því er launaþróun hærri stjórnenda þar sem laun karla drógust saman á milli áranna 2008 og 2009, en það var síðan „leiðrétt“ við fyrstu hentugleika og nú er launamunurinn þar á bæ orðinn meiri en hann var árið 2007. Það er því augljóst að framkvæmdavaldið virðir ekki vilja löggjafarvaldsins í þessu jafnréttismáli. Spurningin er því „hvað þarf til, til að hið opinbera gangi á undan með góðu fordæmi og jafni launamun kynjanna í eitt skipti fyrir öll?“ Vonandi verða athugasemdir Mannréttindaráðs Sameinuðu þjóðanna, sem um þessar mundir gerir úttekt á mannréttindastöðu Íslands, til þess að kraftur verði settur í þessi mál en fram hefur komið að ein af helstu athugasemdum sem Sameinuðu þjóðirnar gera í sambandi við stöðu mannréttinda hér á landi er launamunur kynjanna. Þann 15. mars næstkomandi mun fulltrúi í fastanefnd Íslands í Genf kynna lokaafstöðu Íslands og viðbrögð við athugasemdum Sameinuðu þjóðanna. Þá verður fróðlegt að sjá hvort leiðrétting á launamun kynjanna verði eitt af því sem íslensk stjórnvöld ætla að koma í framkvæmd fyrir árið 2016. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Halldór 12.07.25 Halldór Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson Skoðun Skoðun Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Sjá meira
Árið 1976 voru í fyrsta skipti sett lög um jafnan rétt kvenna og karla (nr. 78/1976). Í þeim lögum er megináhersla lögð á jöfnun launa á milli kynja. Lögin voru endurnýjuð með viðbótum 1985, og aftur 1991 og 2000 og nú gilda jafnréttislög nr. 10 sem sett voru 2008. Það eru sem sagt 36 ár síðan fyrstu jafnréttislögin voru sett og á þessum árum hafa þau verið endurnýjuð fjórum sinnum. Nú eru fimmtu lögin í gildi og af þessu má sjá áhuga löggjafarvaldsins til þess að útrýma þeim mun sem er á launagreiðslum til fólks, eftir því af hvaða kyni það er. Ríkið í broddi fylkingar?Í því samhengi er forvitnilegt að skoða hvernig hið opinbera, með íslenska ríkið í broddi fylkingar, hefur staðið sig í því að útrýma launamun kynjanna. Þar sem SFR, stéttarfélag í almannaþjónustu, hefur gert launakannanir meðal félagsmanna sinna undanfarin ár er auðvelt að skoða launamuninn milli kynja í mismunandi starfsstéttum hjá ríkinu, nokkur ár aftur í tímann (http://sfr.is/kannanir-sfr/launakonnun-sfr/). Ég hef valið að skoða grunnlaun eftir starfsstétt og bakgrunnsþáttum þeirra. Byrjum á þjónustufulltrúum, en þeir (þær) voru í þeirri nánast einstöku stöðu árið 2007 að meðallaun kvenna í þeirri stétt voru 3,8% hærri en laun karlanna. Síðan þá hefur sigið á ógæfuhliðina því nú er launamunurinn orðinn 10,1%, konum í óhag. Hjá starfsfólki sem sinnir öryggis- og/eða húsvörslu og ræstingarfólki var launamunur kynjanna 11,2%, árið 2007. Samkvæmt síðustu könnun SFR fyrir árið 2011 var munurinn kominn upp í 24,7%, konum í óhag. Rannsóknarmenn voru í tiltölulega góðum málum 2007. Það ár var launamunur kynjanna aðeins 1,9%, konum reyndar í óhag en strax árið á eftir er staðan orðin allt önnur og árið 2011 var munurinn kominn í 19,9% mun, sem er gríðarlega mikil, óútskýrð aukning. Svokallaðir hærri stjórnendur eru launahæstir af þessu launafólki og þar hefur launamunur kynjanna lengi verið í kringum 20%. Talsvert dró saman með kynjunum í þeim hópi árin eftir hrun og árið 2010 var munurinn kominn í tæp 10 prósent og nokkur bjartsýni ríkjandi. Árið eftir jókst launamunur kynjanna hins vegar aftur og er nú 21,9%, konum í óhag. Einbeittur brotavilji hins opinbera?Það er talsvert merkilegt að skoða þessa þróun og hún sýnir okkur svart á hvítu að hjá framkvæmdavaldinu er engin tilhneiging til að útrýma launamun kynjanna. Eins og má m.a. sjá af dæmunum hér að ofan hafa laun kvenna staðið í stað árum saman á meðan laun karla í sömu stétt hafa hækkað. Eina undantekningin frá því er launaþróun hærri stjórnenda þar sem laun karla drógust saman á milli áranna 2008 og 2009, en það var síðan „leiðrétt“ við fyrstu hentugleika og nú er launamunurinn þar á bæ orðinn meiri en hann var árið 2007. Það er því augljóst að framkvæmdavaldið virðir ekki vilja löggjafarvaldsins í þessu jafnréttismáli. Spurningin er því „hvað þarf til, til að hið opinbera gangi á undan með góðu fordæmi og jafni launamun kynjanna í eitt skipti fyrir öll?“ Vonandi verða athugasemdir Mannréttindaráðs Sameinuðu þjóðanna, sem um þessar mundir gerir úttekt á mannréttindastöðu Íslands, til þess að kraftur verði settur í þessi mál en fram hefur komið að ein af helstu athugasemdum sem Sameinuðu þjóðirnar gera í sambandi við stöðu mannréttinda hér á landi er launamunur kynjanna. Þann 15. mars næstkomandi mun fulltrúi í fastanefnd Íslands í Genf kynna lokaafstöðu Íslands og viðbrögð við athugasemdum Sameinuðu þjóðanna. Þá verður fróðlegt að sjá hvort leiðrétting á launamun kynjanna verði eitt af því sem íslensk stjórnvöld ætla að koma í framkvæmd fyrir árið 2016.
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar