Verður heilbrigðisstarfsfólk klónað? Auður Finnbogadóttir skrifar 11. desember 2012 06:00 Síðustu viku hef ég verið sorgmædd og hrædd. Laugardaginn 1. desember fékk yndislegi dregurinn minn, Finnbogi Örn sem er 11 ára, heilablóðfall. Hann lamaðist hægra megin og missti málið sitt. Finnbogi Örn hefur oft háð baráttu á sinni stuttu ævi. Hann er með Down‘s heilkenni, hann fór í hjartaaðgerð þriggja mánaða í London og aðra í Lundi í apríl sl. svo við höfum meiri reynslu en við kærum okkur um vegna veikinda. Finnbogi Örn býr yfir ótrúlegum styrk, hann hefur nú á viku náð mjög miklum krafti í líkamann sinn og málið að langmestu komið aftur. Eftir miklar rannsóknir kom orsök veikindanna í ljós, veikleiki í ósæð sem orsakar blóðtappa sem fara upp í heila. Finnbogi er enn mjög veikur og ekki er ljóst hvernig framhaldið verður varðandi hans veikindi. Við erum á Barnaspítalanum og verðum áfram. Vegna þessa er ég sorgmædd og hrædd. Það sem eykur verulega á áhyggjur mínar er sú staða sem er á Landspítalanum. Fjölmargir læknar hafa hætt, flutt til annarra landa og tekið með sér sína sérþekkingu. Mikill fjöldi lækna á Landspítalanum vinnur hluta úr mánuðinum í útlöndum svo það er aldrei alveg víst hver er á landinu þá stundina. Nú um mánaðamótin sögðu 240 hjúkrunarfræðingar upp og munu hætta að óbreyttu 1. mars næstkomandi. Ómanneskjulegt álag Álagið á starfsfólk Landspítalans í dag er ómanneskjulegt. Það er þvílíkur munur á álaginu á barnadeildinni hér eða á deildinni sem við vorum á í Svíþjóð í apríl. Margar aðrar deildir eru örugglega miklu verr staddar. Starfsfólkið reynir að láta okkur ekki finna að það sé mikið álag en við sjáum það og vitum betur. Við höfum viðmið. Hvað gerist ef 240 hjúkrunarfræðingar hætta? Í hádeginu sat ég í veitingasölunni á Barnaspítala Hringsins og dáðist að þeim flottu Hringskonum sem þar vinna allt í sjálfboðavinnu. Þessar hetjur byggðu þennan spítala, ekki ríkið. Í veitingasölunni sat hópur af læknanemum einnig að borða. Ungt flott fólk sem er að stíga sín fyrstu spor í sloppunum hvítu. Meðan ég borðaði fletti ég blöðunum og las hverja fyrirsögina á fætur annarri um afskriftir lána, gjaldþrota fasteignasala sem kaupir eignir eins og ekkert sé og síðan hátæknisjúkrahús. Ég horfði yfir hópinn af læknanemunum og velti fyrir mér hversu margir þeirra sjá framtíð sína hér á þessum spítala, eða hreinlega á þessu landi.Það verður að forgangsraða Nú varð ég reið. Ekki bara sorgmædd og hrædd. Ég er reið yfir því að það sé ekki hægt að borga þessu verðmæta heilbrigðisstarfsfólki mannsæmandi laun. Ég kemst ekki hjá því að velta því fyrir mér þegar Vigdís hjúkrunarfræðingur stendur og stappar í okkur stálinu, Anna tekur blóðprufu með ótrúlegri natni eða Hanna kveður okkur með fallegum kveðjum fyrir helgina, hvort þær hafi sagt upp. Það verður að forgangsraða, það verður að borga heilbrigðisstarfsfólki mannsæmandi laun fyrir vinnuna sína svo við getum haldið uppi þeirri heilbrigðisþjónustu sem þarf. Sem dæmi, til hvers þurfum við hátæknisjúkrahús ef við höfum svo ekkert heilbrigðisstarfsfólk sem getur eða vill vinna þar? Ráðamenn verða að fara að forgangsraða, eða getur hátæknisjúkrahús klónað starfsfólk? Byrjum á að halda fólki og borga því mannsæmandi laun! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði Ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Sjá meira
Síðustu viku hef ég verið sorgmædd og hrædd. Laugardaginn 1. desember fékk yndislegi dregurinn minn, Finnbogi Örn sem er 11 ára, heilablóðfall. Hann lamaðist hægra megin og missti málið sitt. Finnbogi Örn hefur oft háð baráttu á sinni stuttu ævi. Hann er með Down‘s heilkenni, hann fór í hjartaaðgerð þriggja mánaða í London og aðra í Lundi í apríl sl. svo við höfum meiri reynslu en við kærum okkur um vegna veikinda. Finnbogi Örn býr yfir ótrúlegum styrk, hann hefur nú á viku náð mjög miklum krafti í líkamann sinn og málið að langmestu komið aftur. Eftir miklar rannsóknir kom orsök veikindanna í ljós, veikleiki í ósæð sem orsakar blóðtappa sem fara upp í heila. Finnbogi er enn mjög veikur og ekki er ljóst hvernig framhaldið verður varðandi hans veikindi. Við erum á Barnaspítalanum og verðum áfram. Vegna þessa er ég sorgmædd og hrædd. Það sem eykur verulega á áhyggjur mínar er sú staða sem er á Landspítalanum. Fjölmargir læknar hafa hætt, flutt til annarra landa og tekið með sér sína sérþekkingu. Mikill fjöldi lækna á Landspítalanum vinnur hluta úr mánuðinum í útlöndum svo það er aldrei alveg víst hver er á landinu þá stundina. Nú um mánaðamótin sögðu 240 hjúkrunarfræðingar upp og munu hætta að óbreyttu 1. mars næstkomandi. Ómanneskjulegt álag Álagið á starfsfólk Landspítalans í dag er ómanneskjulegt. Það er þvílíkur munur á álaginu á barnadeildinni hér eða á deildinni sem við vorum á í Svíþjóð í apríl. Margar aðrar deildir eru örugglega miklu verr staddar. Starfsfólkið reynir að láta okkur ekki finna að það sé mikið álag en við sjáum það og vitum betur. Við höfum viðmið. Hvað gerist ef 240 hjúkrunarfræðingar hætta? Í hádeginu sat ég í veitingasölunni á Barnaspítala Hringsins og dáðist að þeim flottu Hringskonum sem þar vinna allt í sjálfboðavinnu. Þessar hetjur byggðu þennan spítala, ekki ríkið. Í veitingasölunni sat hópur af læknanemum einnig að borða. Ungt flott fólk sem er að stíga sín fyrstu spor í sloppunum hvítu. Meðan ég borðaði fletti ég blöðunum og las hverja fyrirsögina á fætur annarri um afskriftir lána, gjaldþrota fasteignasala sem kaupir eignir eins og ekkert sé og síðan hátæknisjúkrahús. Ég horfði yfir hópinn af læknanemunum og velti fyrir mér hversu margir þeirra sjá framtíð sína hér á þessum spítala, eða hreinlega á þessu landi.Það verður að forgangsraða Nú varð ég reið. Ekki bara sorgmædd og hrædd. Ég er reið yfir því að það sé ekki hægt að borga þessu verðmæta heilbrigðisstarfsfólki mannsæmandi laun. Ég kemst ekki hjá því að velta því fyrir mér þegar Vigdís hjúkrunarfræðingur stendur og stappar í okkur stálinu, Anna tekur blóðprufu með ótrúlegri natni eða Hanna kveður okkur með fallegum kveðjum fyrir helgina, hvort þær hafi sagt upp. Það verður að forgangsraða, það verður að borga heilbrigðisstarfsfólki mannsæmandi laun fyrir vinnuna sína svo við getum haldið uppi þeirri heilbrigðisþjónustu sem þarf. Sem dæmi, til hvers þurfum við hátæknisjúkrahús ef við höfum svo ekkert heilbrigðisstarfsfólk sem getur eða vill vinna þar? Ráðamenn verða að fara að forgangsraða, eða getur hátæknisjúkrahús klónað starfsfólk? Byrjum á að halda fólki og borga því mannsæmandi laun!
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar