Mahan tryggði sér sigur á Heimsmótinu í holukeppni Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 26. febrúar 2012 22:38 Mahan slær úr glompu á Dove Mountain vellinu í Arizon í dag. Nordic Photos / Getty Images Bandaríkjamaðurinn Hunter Mahan sigraði Norður-Írann Rory McIlroy í úrslitum Heimsmótsins í holukeppni í golfi. Mahan tryggði sér sigurinn á 17. holu þegar hann hafði tveggja holu forskot á McIlroy. Mahan spilaði frábært golf á Dove Mountain vellinum í Arizona í dag. Hann lagði Matt Kuchar í undanúrslitum fyrr í dag með töluverðum yfirburðum og hafði svo betur í baráttu við McIlroy. McIlroy fékk tvo skolla í röð á fyrri níu holunum gegn Mahan sem nýtti sér mistökin og vann þrjár holur í röð. Hann vann svo einnig 10. holuna áður en McIlroy klóraði í bakkann með sigri á 11. holu. Pressan var öll á hinum 22 ára McIlroy að vinna upp þriggja holu forskot Mahan áður en það yrði um seinan. Kappanir pöruðu tvær næstu holur áður en McIlroy gerði áhorfendum á Dove Mountain vellinum greiða og vann 14. holuna. Tveggja holu munur og fjórar holur eftir. Mahan hélt hins vegar sínu striki og gerði engin mistök. Félagarnir pöruðu næstu holur og því varð McIlroy að vinna 17. holuna til að eygja möguleika á sigri. Það tókst ekki og Mahan tryggði sér um 170 milljónir íslenskra króna í verðlaunafé. McIlroy fer svo sem ekki tómhentur heim því hann fékk um 105 milljónir íslenskra króna í sinn hlut. Hinn 29 ára Mahan, sem var í 22. sæti heimslistans fyrir mótið, tekur væntanlega gott stökk upp listann með sigrinum í Arizona. Hann lagði sterka kylfinga á borð við Steve Stricker, sem vann mótið árið 2001, og Matt Kuchar á leið sinni í úrslitin. Luke Donald, sem féll úr keppni í 1. umferð mótsins, heldur 1. sæti heimslistans um sinn. McIlroy hefið hrifsað það af honum með sigri en það verður að bíða betri tíma. Bandaríkjamaðurinn Mark Wilson hafði betur gegn Englendingnum Lee Westwood í leiknum um þriðja sætið. Úrslitin réðust ekki fyrr en á síðustu holunni.Sigurvegarar á Heimsmótinu í holukeppni golfi undanfarin tíu ár 2011 Luke Donald 2010 Ian Poulter 2009 Geoff Ogilvy 2008 Tiger Woods 2007 Henrik Stenson 2006 Geoff Ogilvy 2005 David Toms 2004 Tiger Woods 2003 Tiger Woods 2002 Kevin Sutherland Golf Mest lesið Treyjan hans Bjarka í góðum höndum hjá Mainoo Fótbolti „Engar svakalegar reglur hér“ Fótbolti Lokaæfing fyrir EM tekin í þrumum og eldingum Fótbolti Biðjast afsökunar á kynningarmyndbandi Fótbolti „Þetta er svekkjandi“ Fótbolti „Mitt persónulega markmið að kveikja í stuðningsmönnum Vals“ Fótbolti „Vonbrigði að komast ekki í úrslitin í fyrra“ Fótbolti Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Handbolti Trent lagði upp er Madrídingar komust í átta liða úrslit Fótbolti „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Gunnlaugur tveimur undir pari en spænski félaginn efstur Landsliðshóparnir valdir fyrir Evrópumótin í golfi Meistarinn bestur og hvítur Monster kveikti í Tómasi Embla Hrönn vann bráðabana og mætir Pamelu Tíu ára kylfingur fór holu í höggi á Íslandsmóti Tómas steinlá gegn þeim þýska PGA fær nýjan stjórnanda frá NFL deildinni Tómas fór illa með Frakkann Tómas í einvígi við Frakka en Logi úr leik í bráðabana Rauk út í apótek fyrir dóttur sína nóttina fyrir sigur á US Open Frá martraðarbyrjun í draumaendi með mögnuðu sigurpútti Mikil seinkun vegna rigningar Burns enn efstur og stefnir á sinn fyrsta „Var að hugsa hvort ég vildi spila í tvo daga til viðbótar“ Spaun steig ekki feilspor en stór nöfn í brasi Sjáðu Reed ná afar fágætum albatross með mögnuðu höggi Tannlæknir keppir á opna bandaríska Andrea flýgur upp listann en aftur var einu höggi ofaukið Gunnlaugur í sigurliði á sterkasta áhugamannamóti heims Gunnlaugur átti frábæran dag á Arnold Palmer Cup Gunnlaugur paraður með sænskri stelpu í Arnold Palmer bikarnum Ástandið á Urriðavelli ekki gott og Íslandsmótið fært á Hlíðavöll Var í góðum séns en missti af sæti á Opna bandaríska Heiðrún og Jóhannes unnu Hvaleyrarbikarinn í fyrsta sinn „Lengi dreymt um að keppa við þá“ Sjóðheitur Scheffler tryggði titil sem aðeins Tiger hafði tekist að verja Sjá meira
Bandaríkjamaðurinn Hunter Mahan sigraði Norður-Írann Rory McIlroy í úrslitum Heimsmótsins í holukeppni í golfi. Mahan tryggði sér sigurinn á 17. holu þegar hann hafði tveggja holu forskot á McIlroy. Mahan spilaði frábært golf á Dove Mountain vellinum í Arizona í dag. Hann lagði Matt Kuchar í undanúrslitum fyrr í dag með töluverðum yfirburðum og hafði svo betur í baráttu við McIlroy. McIlroy fékk tvo skolla í röð á fyrri níu holunum gegn Mahan sem nýtti sér mistökin og vann þrjár holur í röð. Hann vann svo einnig 10. holuna áður en McIlroy klóraði í bakkann með sigri á 11. holu. Pressan var öll á hinum 22 ára McIlroy að vinna upp þriggja holu forskot Mahan áður en það yrði um seinan. Kappanir pöruðu tvær næstu holur áður en McIlroy gerði áhorfendum á Dove Mountain vellinum greiða og vann 14. holuna. Tveggja holu munur og fjórar holur eftir. Mahan hélt hins vegar sínu striki og gerði engin mistök. Félagarnir pöruðu næstu holur og því varð McIlroy að vinna 17. holuna til að eygja möguleika á sigri. Það tókst ekki og Mahan tryggði sér um 170 milljónir íslenskra króna í verðlaunafé. McIlroy fer svo sem ekki tómhentur heim því hann fékk um 105 milljónir íslenskra króna í sinn hlut. Hinn 29 ára Mahan, sem var í 22. sæti heimslistans fyrir mótið, tekur væntanlega gott stökk upp listann með sigrinum í Arizona. Hann lagði sterka kylfinga á borð við Steve Stricker, sem vann mótið árið 2001, og Matt Kuchar á leið sinni í úrslitin. Luke Donald, sem féll úr keppni í 1. umferð mótsins, heldur 1. sæti heimslistans um sinn. McIlroy hefið hrifsað það af honum með sigri en það verður að bíða betri tíma. Bandaríkjamaðurinn Mark Wilson hafði betur gegn Englendingnum Lee Westwood í leiknum um þriðja sætið. Úrslitin réðust ekki fyrr en á síðustu holunni.Sigurvegarar á Heimsmótinu í holukeppni golfi undanfarin tíu ár 2011 Luke Donald 2010 Ian Poulter 2009 Geoff Ogilvy 2008 Tiger Woods 2007 Henrik Stenson 2006 Geoff Ogilvy 2005 David Toms 2004 Tiger Woods 2003 Tiger Woods 2002 Kevin Sutherland
Golf Mest lesið Treyjan hans Bjarka í góðum höndum hjá Mainoo Fótbolti „Engar svakalegar reglur hér“ Fótbolti Lokaæfing fyrir EM tekin í þrumum og eldingum Fótbolti Biðjast afsökunar á kynningarmyndbandi Fótbolti „Þetta er svekkjandi“ Fótbolti „Mitt persónulega markmið að kveikja í stuðningsmönnum Vals“ Fótbolti „Vonbrigði að komast ekki í úrslitin í fyrra“ Fótbolti Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Handbolti Trent lagði upp er Madrídingar komust í átta liða úrslit Fótbolti „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Gunnlaugur tveimur undir pari en spænski félaginn efstur Landsliðshóparnir valdir fyrir Evrópumótin í golfi Meistarinn bestur og hvítur Monster kveikti í Tómasi Embla Hrönn vann bráðabana og mætir Pamelu Tíu ára kylfingur fór holu í höggi á Íslandsmóti Tómas steinlá gegn þeim þýska PGA fær nýjan stjórnanda frá NFL deildinni Tómas fór illa með Frakkann Tómas í einvígi við Frakka en Logi úr leik í bráðabana Rauk út í apótek fyrir dóttur sína nóttina fyrir sigur á US Open Frá martraðarbyrjun í draumaendi með mögnuðu sigurpútti Mikil seinkun vegna rigningar Burns enn efstur og stefnir á sinn fyrsta „Var að hugsa hvort ég vildi spila í tvo daga til viðbótar“ Spaun steig ekki feilspor en stór nöfn í brasi Sjáðu Reed ná afar fágætum albatross með mögnuðu höggi Tannlæknir keppir á opna bandaríska Andrea flýgur upp listann en aftur var einu höggi ofaukið Gunnlaugur í sigurliði á sterkasta áhugamannamóti heims Gunnlaugur átti frábæran dag á Arnold Palmer Cup Gunnlaugur paraður með sænskri stelpu í Arnold Palmer bikarnum Ástandið á Urriðavelli ekki gott og Íslandsmótið fært á Hlíðavöll Var í góðum séns en missti af sæti á Opna bandaríska Heiðrún og Jóhannes unnu Hvaleyrarbikarinn í fyrsta sinn „Lengi dreymt um að keppa við þá“ Sjóðheitur Scheffler tryggði titil sem aðeins Tiger hafði tekist að verja Sjá meira