De Villota fær að fara heim af spítalanum - ekki fyrir viðkvæma Birgir Þór Harðarson skrifar 3. desember 2012 20:45 Eftir og fyrir. Maria de Villota er heppin að vera á lífi. nordicphotos/afp Spænska ökufreyjan Maria de Villota sem lenti í hryllilegu slysi í júlí í ár fékk að fara heim af spítalanum á dögunum eftir að hafa gengist undir enn eina aðgerðina í lok nóvember. De Villota var tilraunaökumaður Marussia-liðsins. Hún var að reynsluaka keppnisbíl Marussia-liðsins þegar hún lenti í hryllilegu slysi, sem hefðu getað kostað líf hennar ef ekki hefði verið fyrir snarræði lækna. Hún missti stjórn á bílnum og ók á vörubretti flutningabíls og slasaðist mjög mikið á höfði, með þeim afleiðingum að hún missti hægra augað. De Villota þarf að fara í eina aðgerð til viðbótar þegar hún hefur jafnað sig á síðustu aðgerð. Hún hélt blaðamannafund í október þar sem hún sagðist hafa áhuga á því að snúa aftur í mótorsport ef hún fengi til þess leyfi. Annars vill hún berjast fyrir auknu öryggi í þessari hættulegu íþrótt. Á sama blaðamannafundi sagði hún frá því að hún hefði misst allt lyktar- og bragðskyn auk þess að hún sé með stöðugan höfuðverk. De Villota birti svo sjokkerandi teikningu af meiðslum sínum og mölvaðri höfuðkúpunni.Teikningin af höfuðkúpu de Villota eftir slysið.Slysstaðurinn þar sem de Villota ók á vörubrettið. Formúla Mest lesið „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Körfubolti Freyr á toppnum: „Ég elska Bergen“ Fótbolti Heimamaður setti met í fjölmennasta utanvegahlaupi Íslands Sport Kane fékk loksins að syngja sigurlagið Fótbolti Piastri fagnaði þriðja sigrinum í röð Formúla 1 Uppgjör: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum Íslenski boltinn Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Oddaleikur og þrír leikir í Bestu deild karla Sport „Vantar hjarta og baráttu í mína menn“ Fótbolti Sendu Houston enn á ný í háttinn Körfubolti Fleiri fréttir Piastri fagnaði þriðja sigrinum í röð „Þetta var hræðilegt og 2025 verður sársaukafullt“ Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Max svaraði Marko fullum hálsi Hefur áhyggjur af framtíð Verstappen Piastri hleypti engum fram úr og fagnaði fyrsta sigrinum Schumacher skrifaði nafnið sitt á hjálm „Eins og ég hafi aldrei keyrt Formúlu 1 bíl“ „Vandamálið er mín megin og ég verð að bæta mig“ Blótar háum sektum fyrir það að blóta Schumacher orðinn afi Verstappen fagnaði sigri í Japan: „Þetta er ansi dýr sláttuvél“ Sjáðu magnaðan lokahring Verstappen: „Jafnvel sá besti á ferli Max" Verstappen á ráspólnum í Japan „Það er algjört kjaftæði“ Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Sjá meira
Spænska ökufreyjan Maria de Villota sem lenti í hryllilegu slysi í júlí í ár fékk að fara heim af spítalanum á dögunum eftir að hafa gengist undir enn eina aðgerðina í lok nóvember. De Villota var tilraunaökumaður Marussia-liðsins. Hún var að reynsluaka keppnisbíl Marussia-liðsins þegar hún lenti í hryllilegu slysi, sem hefðu getað kostað líf hennar ef ekki hefði verið fyrir snarræði lækna. Hún missti stjórn á bílnum og ók á vörubretti flutningabíls og slasaðist mjög mikið á höfði, með þeim afleiðingum að hún missti hægra augað. De Villota þarf að fara í eina aðgerð til viðbótar þegar hún hefur jafnað sig á síðustu aðgerð. Hún hélt blaðamannafund í október þar sem hún sagðist hafa áhuga á því að snúa aftur í mótorsport ef hún fengi til þess leyfi. Annars vill hún berjast fyrir auknu öryggi í þessari hættulegu íþrótt. Á sama blaðamannafundi sagði hún frá því að hún hefði misst allt lyktar- og bragðskyn auk þess að hún sé með stöðugan höfuðverk. De Villota birti svo sjokkerandi teikningu af meiðslum sínum og mölvaðri höfuðkúpunni.Teikningin af höfuðkúpu de Villota eftir slysið.Slysstaðurinn þar sem de Villota ók á vörubrettið.
Formúla Mest lesið „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Körfubolti Freyr á toppnum: „Ég elska Bergen“ Fótbolti Heimamaður setti met í fjölmennasta utanvegahlaupi Íslands Sport Kane fékk loksins að syngja sigurlagið Fótbolti Piastri fagnaði þriðja sigrinum í röð Formúla 1 Uppgjör: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum Íslenski boltinn Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Oddaleikur og þrír leikir í Bestu deild karla Sport „Vantar hjarta og baráttu í mína menn“ Fótbolti Sendu Houston enn á ný í háttinn Körfubolti Fleiri fréttir Piastri fagnaði þriðja sigrinum í röð „Þetta var hræðilegt og 2025 verður sársaukafullt“ Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Max svaraði Marko fullum hálsi Hefur áhyggjur af framtíð Verstappen Piastri hleypti engum fram úr og fagnaði fyrsta sigrinum Schumacher skrifaði nafnið sitt á hjálm „Eins og ég hafi aldrei keyrt Formúlu 1 bíl“ „Vandamálið er mín megin og ég verð að bæta mig“ Blótar háum sektum fyrir það að blóta Schumacher orðinn afi Verstappen fagnaði sigri í Japan: „Þetta er ansi dýr sláttuvél“ Sjáðu magnaðan lokahring Verstappen: „Jafnvel sá besti á ferli Max" Verstappen á ráspólnum í Japan „Það er algjört kjaftæði“ Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Sjá meira