Eftir miklar framkvæmdir í sumar verður skíðasvæðið í Stafdal í Seyðisfirði opnað á morgun. Tvö þúsund rúmmetrar af jarðvegi voru meðal annars fluttir til, læk veitt út fyrir skíðasvæðið og snjósöfnunargirðingar reistar.
Skíðasvæðið í Tungudal við Ísafjörð verður opnað síðdegis í dag og verða allar lyftur í gangi. Þar hefur líka verið unnið að ýmsum endurbótum og fleiri eru í bígerð.
Skíðasvæðið í Seyðisfirði opnað á morgun
