Sprengjumaður dæmdur - of mikil rannsókn að mati dómara 29. nóvember 2012 10:32 Sérsveitin ruddist inn á heimili mannsins og handtók hann þar. Tæplega þrítugur karlmaður var í gær dæmdur í fjögurra mánaða fangelsi fyrir vopnalagabrot, hylmingu og fyrir brot gegn valdstjórninni. Meðal þess sem fannst á heimili mannsins á Suðurnesjum voru sprengiefni og stórir propan-gaskútar.Málið komst í fréttirnar fyrr á árinu. Lögreglu hafði verið bent á sérkennilegt athæfi mannsins á Facebook, þar sem mátti meðal annars sjá hann beran að ofan með skotvopn auk þess sem þar mátti finna myndband þar sem hann sprengdi fiskikar. Þá gaf maðurinn meðal annars til kynna á síðunni að heimilið hans væri útbúið sprengjugildrum. Lögreglan leit málið alvarlegum augum og fékk heimild hjá Héraðsdómi Reykjaness til þess að gera húsleit á heimili mannsins. Sérsveit lögreglunnar aðstoðaði lögregluna á Suðurnesjum. Þeir brutu sér leið inn og fundu þá manninn inni í stofunni. Þar var hann vopnaður hnífi og otaði honum að sérsveitarmönnunum. Maðurinn var dæmdur fyrir að ógna lögreglumönnunum en honum var talið það til verulegrar refsilækkunar að þarna væri frekar um hræðsluviðbragð að ræða heldur en ógnandi tilburði. Við húsleit fundust gaskútar, stolin kindabyssa og skammbyssa, sem var ekki löglega geymd, auk þess sem maðurinn var ekki með byssuleyfi. Einnig fundust handjárn úr járni. Þá fundu lögreglumenn rörasprengju á heimilinu, en að mati lögreglumanns sem bar vitni, var sprengjan virk þegar ráðist var inn á heimilið og hefði getað valdið dauða ef hún hefði sprungið. Fleiri munir fundust sem taldir eru að hafi átt að notast við sprengjugerð. Meðal annars flösku fulla af stálkúlum og um 90 grömm af skoteldapúðri, sem maðurinn hafði aflað með því að taka skotelda í sundur. Maðurinn var látinn gangast undir geðmat en einn geðlæknirinn sagði meðal annars að maðurinn gæti verið hættulegur í framtíðinni, en engar vísbendingar væru um að hann gæti ekki stjórnað gjörðum sínum, og að ekkert læknisfræðilegt hefði komið fram sem benti til þess að refsing bæri ekki árangur. Niðurstaða dómara er meðal annars sú að maðurinn hefur ekki áður orðið sekur um ofbeldisbrot, ekkert tjón hafi orðið vegna brotanna og að maðurinn sækir sér aðstoð og er í námi. Að því virtu þótti dómara réttast að skilorðsbinda refsinguna og skal hún falla niður eftir tvö ár haldi maðurinn almennt skilorð. Að lokum þá telur dómarinn augljóst að virtum rannsóknargögnum, að miklu meira hafi verið lagt í rannsókn málsins „en háttsemi ákærða gaf tilefni til" eins og það er orðað. Því þykir dómara réttast að tveir þriðju hlutar málsvarnarlauna skipaðs verjanda mannsins greiðist úr ríkissjóði. Máli sínu til stuðnings bendir dómari sérstaklega á rannsókn á skrifum og hugarórum mannsins „sem ekki hafa nein tengsl við þá háttsemi sem hann er ákærður fyrir," eins og það er orðað. Mest lesið Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Gróður farinn að grænka fyrir norðan Innlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Fleiri fréttir „Rúllandi rafmangsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Sjá meira
Tæplega þrítugur karlmaður var í gær dæmdur í fjögurra mánaða fangelsi fyrir vopnalagabrot, hylmingu og fyrir brot gegn valdstjórninni. Meðal þess sem fannst á heimili mannsins á Suðurnesjum voru sprengiefni og stórir propan-gaskútar.Málið komst í fréttirnar fyrr á árinu. Lögreglu hafði verið bent á sérkennilegt athæfi mannsins á Facebook, þar sem mátti meðal annars sjá hann beran að ofan með skotvopn auk þess sem þar mátti finna myndband þar sem hann sprengdi fiskikar. Þá gaf maðurinn meðal annars til kynna á síðunni að heimilið hans væri útbúið sprengjugildrum. Lögreglan leit málið alvarlegum augum og fékk heimild hjá Héraðsdómi Reykjaness til þess að gera húsleit á heimili mannsins. Sérsveit lögreglunnar aðstoðaði lögregluna á Suðurnesjum. Þeir brutu sér leið inn og fundu þá manninn inni í stofunni. Þar var hann vopnaður hnífi og otaði honum að sérsveitarmönnunum. Maðurinn var dæmdur fyrir að ógna lögreglumönnunum en honum var talið það til verulegrar refsilækkunar að þarna væri frekar um hræðsluviðbragð að ræða heldur en ógnandi tilburði. Við húsleit fundust gaskútar, stolin kindabyssa og skammbyssa, sem var ekki löglega geymd, auk þess sem maðurinn var ekki með byssuleyfi. Einnig fundust handjárn úr járni. Þá fundu lögreglumenn rörasprengju á heimilinu, en að mati lögreglumanns sem bar vitni, var sprengjan virk þegar ráðist var inn á heimilið og hefði getað valdið dauða ef hún hefði sprungið. Fleiri munir fundust sem taldir eru að hafi átt að notast við sprengjugerð. Meðal annars flösku fulla af stálkúlum og um 90 grömm af skoteldapúðri, sem maðurinn hafði aflað með því að taka skotelda í sundur. Maðurinn var látinn gangast undir geðmat en einn geðlæknirinn sagði meðal annars að maðurinn gæti verið hættulegur í framtíðinni, en engar vísbendingar væru um að hann gæti ekki stjórnað gjörðum sínum, og að ekkert læknisfræðilegt hefði komið fram sem benti til þess að refsing bæri ekki árangur. Niðurstaða dómara er meðal annars sú að maðurinn hefur ekki áður orðið sekur um ofbeldisbrot, ekkert tjón hafi orðið vegna brotanna og að maðurinn sækir sér aðstoð og er í námi. Að því virtu þótti dómara réttast að skilorðsbinda refsinguna og skal hún falla niður eftir tvö ár haldi maðurinn almennt skilorð. Að lokum þá telur dómarinn augljóst að virtum rannsóknargögnum, að miklu meira hafi verið lagt í rannsókn málsins „en háttsemi ákærða gaf tilefni til" eins og það er orðað. Því þykir dómara réttast að tveir þriðju hlutar málsvarnarlauna skipaðs verjanda mannsins greiðist úr ríkissjóði. Máli sínu til stuðnings bendir dómari sérstaklega á rannsókn á skrifum og hugarórum mannsins „sem ekki hafa nein tengsl við þá háttsemi sem hann er ákærður fyrir," eins og það er orðað.
Mest lesið Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Gróður farinn að grænka fyrir norðan Innlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Fleiri fréttir „Rúllandi rafmangsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Sjá meira