Handbolti

Kiel stakk af á lokasprettinum

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Aron Pálmarsson í leik með Kiel.
Aron Pálmarsson í leik með Kiel. Nordic Photos / Getty Images
Kiel gefur ekkert eftir í toppbaráttu þýsku úrvalsdeildarinnar en liðið hafði betur gegn Lübbecke í dag, 30-23.

Kiel var með fimm marka forystu í hálfleik, 15-10, en Lübbecke náði að minnka muninn í 20-19 þegar stundarfjórðungur var til leiksloka. En þá gaf Kiel aftur í og stakk af.

Aron Pálmarsson skoraði fjögur mörk fyrir Kiel og Guðjón Valur Sigurðsson tvö. Alfreð Gíslason er þjálfari liðsins.

Kiel er í öðru sæti deildarinnar með 21 stig, einu stigi á eftir toppliði Rhein-Neckar Löwen. Füchse Berlin er svo í þriðja sæti með sextán stig en á leik til góða.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×