Handbolti

Annað tap Kiel í Meistaradeildinni

vísir/bongarts
Íslendingaliðið Kiel varð aldrei þessu vant að sætta sig við tap í dag. Þá lá Kiel, 31-28, gegn slóvenska liðinu Celje Lasko í Meistaradeildinni.

Heimavöllur slóvenska liðsins er ein mesta gryfja Evrópu og hana réðu leikmenn Kiel illa við í dag. Staðan í hálfleik var 12-12 en heimamenn voru alltaf skrefi á undan og unnu sætan sigur.

Kiel er í öðru sæti riðilsins þrátt fyrir tapið en Kiel er búið að tapa tveim leikjum í riðlinum af fimm.

Guðjón Valur Sigurðsson var markahæstur í liði Kiel með sjö mörk og Aron Pálmarsson skoraði þrjú.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×