Handbolti

Lærisveinar Rúnars nældu í jafntefli gegn toppliðinu

Ólafur Bjarki átti ágætan leik.
Ólafur Bjarki átti ágætan leik.
Ernir Hrafn Arnarson skoraði fimm mörk og Ólafur Bjarki Ragnarsson þrjú í 30-30 jafnteflisleik gegn lærisveinum Rúnars Sigtryggsonar í Aue.

Sveinbjörn Pétursson stóð í marki Aue sem er í þrettánda sæti. Emsdetten er enn á toppi þýsku B-deildarinnar þrátt fyrir jafnteflið.

Árni Þór Sigtryggsson skoraði fjögur mörk fyrir Ludwigshafen-Friesenheim sem lagði Hamm-Westfalen, 21-28. Ludwigshafen er í áttunda sæti deildarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×