Handbolti

Arnór borinn af velli

Arnór í leik gegn Kiel.
Arnór í leik gegn Kiel.
Landsliðsmaðurinn Arnór Atlason var borinn af velli í leik Flensburg og Hamburg í Meistaradeildinni en leikurinn stendur nú yfir.

Arnór lenti illa og hélt um hnéð á sér. Meiðslin voru það alvarleg að hann var borinn af velli og kemur væntanlega ekki meira við sögu.

Ef Arnór er alvarlega meiddur er það mikið áfall fyrir Arnór, Flensburg og íslenska landsliðið sem tekur þátt á HM í Spáni í janúar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×