Ferrari blæs til sóknar í Indlandi Birgir Þór Harðarson skrifar 24. október 2012 15:01 Vettel er sex stigum á undan Alonso í heimsmeistarakeppninni þegar fjögur mót eru eftir af tímabilinu. nordicphotos/afp Það fer að koma síðasti séns fyrir Ferrari og Fernando Alonso að gera almennilega atlögu að heimsmeistaratitlinum. Sebastian Vettel og Red Bull-liðið hans eru í gríðargóðu formi. Fernando Alonso þarf á öllum styrk sínum að halda til þess að geta skákað Vettel í stigabaráttunni. Til þess þarf hann líka betri bíl, sem Ferrari ætlar að skaffa honum fyrir indverska kappaksturinn um helgina. Búið er að smíða glænýja loftafslppfærslu á Ferrari-bílinn sem Alonso og Felipe Massa munu njóta góðs af í mótunum sem eftir eru. Með uppfærslunni ætlar Ferrari að blása til sóknar. "Í síðustu mótum hefur barátta okkar ekki skilað því sem við vildum," sagði Nick Tombiazis, yfirhönnuður hjá Ferrari, í viðtali á vefsíðu liðsins. "Nokkrir hlutir sem við héldum að myndu gera bílinn samkeppnishæfari skiluðu ekki tilætluðum árangri." "Afleiðing af því er að við erum aðeins á eftir keppinautum okkar. Það þýðir þó ekki að við getum ekki þróað búnaðinn okkar til að ná betri árangri." Sebastian Vettel er nú með 215 stig í heimsmeistarakeppni ökuþóra. Alonso er sex stigum á eftir með 209 stig. Vettel hefur unnið síðustu þrjú mót og er fyrirfram sigurstranglegastur þegar liðin mæta til Nýju Delhi í Indlandi á morgun.Nick Tombazis, yfirhönnuður Ferrari. Formúla Mest lesið Áhugamaður vann meistarann og milljón dollara Sport Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Fótbolti „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Enski boltinn Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Enski boltinn Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Júlía og Manuel skautuðu áfram í úrslitin Sport Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM Handbolti „Allt um þjóðhátíðina í Kristianstad“ Handbolti Tómas Bent gulltryggði sigurinn Fótbolti Fleiri fréttir F1-ökumaður gagnrýndur fyrir vanvirðingu við Schumacher Komst við er hann ræddi Schumacher Þá fáum við að vita meira um líf Schumacher eftir slysið Telur samstarf Hamilton og Ferrari nálgast þolmörk Portúgal í stað Hollands í Formúlu 1 Valin kona ársins í akstursíþróttum á sautján ára afmælisdaginn Stórar breytingar og tímamót hjá Red Bull Heimsmeistarinn vill gleyma því að hann keyri í Formúlu 1 Sjáðu hamaganginn þegar Norris varð heimsmeistari í fyrsta sinn Klökkur Norris: „Ég er ekki að gráta“ Lando Norris er Formúlu 1 heimsmeistari í fyrsta sinn Svona verða Norris, Verstappen eða Piastri heimsmeistarar í dag Verstappen á ráspól og allt opið í lokakeppninni McLaren ætlar að nota heilbrigða skynsemi í ákvörðunum sínum Verstappen fær nýjan liðsfélaga Hótað lífláti eftir mistökin Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Sjá meira
Það fer að koma síðasti séns fyrir Ferrari og Fernando Alonso að gera almennilega atlögu að heimsmeistaratitlinum. Sebastian Vettel og Red Bull-liðið hans eru í gríðargóðu formi. Fernando Alonso þarf á öllum styrk sínum að halda til þess að geta skákað Vettel í stigabaráttunni. Til þess þarf hann líka betri bíl, sem Ferrari ætlar að skaffa honum fyrir indverska kappaksturinn um helgina. Búið er að smíða glænýja loftafslppfærslu á Ferrari-bílinn sem Alonso og Felipe Massa munu njóta góðs af í mótunum sem eftir eru. Með uppfærslunni ætlar Ferrari að blása til sóknar. "Í síðustu mótum hefur barátta okkar ekki skilað því sem við vildum," sagði Nick Tombiazis, yfirhönnuður hjá Ferrari, í viðtali á vefsíðu liðsins. "Nokkrir hlutir sem við héldum að myndu gera bílinn samkeppnishæfari skiluðu ekki tilætluðum árangri." "Afleiðing af því er að við erum aðeins á eftir keppinautum okkar. Það þýðir þó ekki að við getum ekki þróað búnaðinn okkar til að ná betri árangri." Sebastian Vettel er nú með 215 stig í heimsmeistarakeppni ökuþóra. Alonso er sex stigum á eftir með 209 stig. Vettel hefur unnið síðustu þrjú mót og er fyrirfram sigurstranglegastur þegar liðin mæta til Nýju Delhi í Indlandi á morgun.Nick Tombazis, yfirhönnuður Ferrari.
Formúla Mest lesið Áhugamaður vann meistarann og milljón dollara Sport Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Fótbolti „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Enski boltinn Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Enski boltinn Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Júlía og Manuel skautuðu áfram í úrslitin Sport Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM Handbolti „Allt um þjóðhátíðina í Kristianstad“ Handbolti Tómas Bent gulltryggði sigurinn Fótbolti Fleiri fréttir F1-ökumaður gagnrýndur fyrir vanvirðingu við Schumacher Komst við er hann ræddi Schumacher Þá fáum við að vita meira um líf Schumacher eftir slysið Telur samstarf Hamilton og Ferrari nálgast þolmörk Portúgal í stað Hollands í Formúlu 1 Valin kona ársins í akstursíþróttum á sautján ára afmælisdaginn Stórar breytingar og tímamót hjá Red Bull Heimsmeistarinn vill gleyma því að hann keyri í Formúlu 1 Sjáðu hamaganginn þegar Norris varð heimsmeistari í fyrsta sinn Klökkur Norris: „Ég er ekki að gráta“ Lando Norris er Formúlu 1 heimsmeistari í fyrsta sinn Svona verða Norris, Verstappen eða Piastri heimsmeistarar í dag Verstappen á ráspól og allt opið í lokakeppninni McLaren ætlar að nota heilbrigða skynsemi í ákvörðunum sínum Verstappen fær nýjan liðsfélaga Hótað lífláti eftir mistökin Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Sjá meira