Býst við að kvótinn safnist á enn færri hendur Jón Hákon Halldórsson skrifar 4. október 2012 20:00 Saltfiskur. Útgerðarfyrirtæki fengu sendan til sín fyrsta greiðsluseðilinn vegna sérstaks veiðileyfagjalds núna um mánaðamót. Hann á að greiðast fyrir 15. október. Sama hlutfall er lagt á alla og samkvæmt upplýsingum frá LÍÚ fá skuldsett félög sem ráða ekki við þennan auka skatt engan afslátt, eins og til stóð í upphafi. Georg Andersen, framkvæmdastjóri hjá útgerðar og fiskvinnslufyrirtækinu Valafell á Snæfellsnesi, segir að mörg fyrirtæki á norðanverðu Snæfellsnesi hafi alls ekki getu til að greiða veiðileyfagjaldið og sum íhugi að hætta útgerð og selja fyrirtæki sín. „Við erum í saltfiskvinnslu og saltfiskvinnsla er dálítð ríkjandi á Snæfellsnesi eins og á Vestfjörðum. Þetta kemur sérstaklega illa við okkur," segir Georg.Stóru fyrirtækin ráða við skattinn - ekki þau litlu Hann segir að stóru útgerðarfyrirtækin á landinu, eins og Samherji, Grandi, Skinney og fleiri, sem eru í blandaðri vinnslu og útgerð og bæði í botnfisk og uppsjávarfiski muni hugsanlega ráða við skattinn. Fyrirtækin séu við störf allt árið og geti tekið á sig sveiflur. „Þessi fyrirtæki hafa sýnt gríðarlega góða afkomu," segir Georg. Hins vegar sé um að ræða millistór og minni fyrirtæki, sem eru með áherslu á vertíð, og hafi lítið svigrúm fyrir sveiflur. Stjórnvöld noti svo meðaltalshagfræði og rukki alla jafnt. Útkoman sé sú að veiðileyfagjaldið snerti ekki þá sem séu stórir og vel staddir en mjög mikið þá sem eru í minni útgerð. Georg segir að niðurstaðan sé sú að fyrirtæki á norðanverðu Snæfellsnesi séu líklega með á annan milljarð í veiðileyfagjald. Hjá sér kosti veiðileyfagjaldið jafn mikið og vinnulaunin í vinnsluni á hvert kíló. „Ef við hefðum haft tækifæri á því þá hefðum við frekar kosið að hækka launin, ef það hefði verið svona mikil umframrenta," segir Georg.Gjaldið miðast við stöðu fyrirtækja fyrir tveimur árum „Ég er að heyra i fyrirtækjum á norðanverðu Nesinu sem fá dæmið ekki til að ganga upp og íhuga alvarlega að hætta, bara að selja," segir Georg. Niðurstaðan sé þá sú að það séu bara stærri fyrirtækin sem hafi efni á að leysa til sín kvótann. Hinir stærri verði þá bara enn stærri á meðan lítil fyrirtæki í sjávarplássum týni tölunni. „Þegar þú ert farinn að taka 50-90% af EBITDU af fyrirtækjum, sem ætlaði að nota EBITDU-na til þess að borga vaxtagjöld, afborgarnir, klára gengismun og afskriftir, þá er það bara grunnskólastærðfræði að þetta gengur ekki upp," segir Georg. Loks bendir Georg á að ákvarðanir um veiðileyfagjald séu grundvallaðar á stöðu sjávarútvegarins eins og hann var fyrir einu til tveimur árum. Síðan þá hafi afurðaverð í saltfisk lækkað um 25%, vegna lækkunar á heimsmarkaðsverði. Mest lesið Samherji gæti tvöfaldast Viðskipti innlent Hámark tvær vikur í heilsutengd áramótaheit með eiginkonunni Atvinnulíf Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Neytendur Von, hugrekki og virðing við lok lífs Skoðun Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Eldsneytisverð gæti lækkað um tugi króna á nýju ári Neytendur Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Neytendur Fær íshellaferð ekki endurgreidda Neytendur Ný tækni, ný kynslóð, ný viðhorf: Yngsti sölumaðurinn eins árs Atvinnulíf Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Viðskipti erlent Fleiri fréttir Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Sjá meira
Útgerðarfyrirtæki fengu sendan til sín fyrsta greiðsluseðilinn vegna sérstaks veiðileyfagjalds núna um mánaðamót. Hann á að greiðast fyrir 15. október. Sama hlutfall er lagt á alla og samkvæmt upplýsingum frá LÍÚ fá skuldsett félög sem ráða ekki við þennan auka skatt engan afslátt, eins og til stóð í upphafi. Georg Andersen, framkvæmdastjóri hjá útgerðar og fiskvinnslufyrirtækinu Valafell á Snæfellsnesi, segir að mörg fyrirtæki á norðanverðu Snæfellsnesi hafi alls ekki getu til að greiða veiðileyfagjaldið og sum íhugi að hætta útgerð og selja fyrirtæki sín. „Við erum í saltfiskvinnslu og saltfiskvinnsla er dálítð ríkjandi á Snæfellsnesi eins og á Vestfjörðum. Þetta kemur sérstaklega illa við okkur," segir Georg.Stóru fyrirtækin ráða við skattinn - ekki þau litlu Hann segir að stóru útgerðarfyrirtækin á landinu, eins og Samherji, Grandi, Skinney og fleiri, sem eru í blandaðri vinnslu og útgerð og bæði í botnfisk og uppsjávarfiski muni hugsanlega ráða við skattinn. Fyrirtækin séu við störf allt árið og geti tekið á sig sveiflur. „Þessi fyrirtæki hafa sýnt gríðarlega góða afkomu," segir Georg. Hins vegar sé um að ræða millistór og minni fyrirtæki, sem eru með áherslu á vertíð, og hafi lítið svigrúm fyrir sveiflur. Stjórnvöld noti svo meðaltalshagfræði og rukki alla jafnt. Útkoman sé sú að veiðileyfagjaldið snerti ekki þá sem séu stórir og vel staddir en mjög mikið þá sem eru í minni útgerð. Georg segir að niðurstaðan sé sú að fyrirtæki á norðanverðu Snæfellsnesi séu líklega með á annan milljarð í veiðileyfagjald. Hjá sér kosti veiðileyfagjaldið jafn mikið og vinnulaunin í vinnsluni á hvert kíló. „Ef við hefðum haft tækifæri á því þá hefðum við frekar kosið að hækka launin, ef það hefði verið svona mikil umframrenta," segir Georg.Gjaldið miðast við stöðu fyrirtækja fyrir tveimur árum „Ég er að heyra i fyrirtækjum á norðanverðu Nesinu sem fá dæmið ekki til að ganga upp og íhuga alvarlega að hætta, bara að selja," segir Georg. Niðurstaðan sé þá sú að það séu bara stærri fyrirtækin sem hafi efni á að leysa til sín kvótann. Hinir stærri verði þá bara enn stærri á meðan lítil fyrirtæki í sjávarplássum týni tölunni. „Þegar þú ert farinn að taka 50-90% af EBITDU af fyrirtækjum, sem ætlaði að nota EBITDU-na til þess að borga vaxtagjöld, afborgarnir, klára gengismun og afskriftir, þá er það bara grunnskólastærðfræði að þetta gengur ekki upp," segir Georg. Loks bendir Georg á að ákvarðanir um veiðileyfagjald séu grundvallaðar á stöðu sjávarútvegarins eins og hann var fyrir einu til tveimur árum. Síðan þá hafi afurðaverð í saltfisk lækkað um 25%, vegna lækkunar á heimsmarkaðsverði.
Mest lesið Samherji gæti tvöfaldast Viðskipti innlent Hámark tvær vikur í heilsutengd áramótaheit með eiginkonunni Atvinnulíf Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Neytendur Von, hugrekki og virðing við lok lífs Skoðun Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Eldsneytisverð gæti lækkað um tugi króna á nýju ári Neytendur Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Neytendur Fær íshellaferð ekki endurgreidda Neytendur Ný tækni, ný kynslóð, ný viðhorf: Yngsti sölumaðurinn eins árs Atvinnulíf Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Viðskipti erlent Fleiri fréttir Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Sjá meira