Innlent

Landsfundur Sjálfstæðisflokksins haldinn í febrúar

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Bjarni Benediktsson formaður flokksins á 39. landsfundi.
Bjarni Benediktsson formaður flokksins á 39. landsfundi. mynd/ arnþór.
Miðstjórn Sjálfstæðisflokksins ákvað í dag að halda 41. landsfundur Sjálfstæðisflokksins þann 21. febrúar til 24. febrúar næstkomandi í Laugardalshöll. Á vef Sjálfstæðisflokksins kemur fram að það var Jónmundur Guðmarsson, framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins, sem lagði þessa dagsetningu til. Samkvæmt lögum flokksins á að halda landsfund að jafnaði á tveggja ára fresti. Á landsfundi eru formaður flokksins, varaformenn og miðstjórn kosin. Fyrir liggur að Ólöf Nordal, núverandi varaformaður, mun láta af því embætti á næsta landsfundi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×