Evran besti kosturinn af ólíkum myntsvæðum Þorbjörn Þórðarson skrifar 17. september 2012 19:13 Bandaríkin og evrusvæðið bera höfuð og herðar yfir önnur myntsvæði sem valkostur fyrir Ísland í myntsamstarfi og evran er sá kostur sem best fellur að þörfum íslensks efnahagslífs. Þetta kemur fram í ítarlegri skýrslu Seðlabankans um valkosti Íslands í gjaldmiðilsmálum. Aðalhagfræðingur Seðlabankans telur þó vandann á evrusvæðinu mæla gegn því að fara þar inn. Seðlabankinn kynnti í dag rúmlega 600 bls. skýrslu um valkosti Íslands í gjaldmiðils- og gengismálum en beðið hefur verið eftir henni með nokkurri eftirvæntingu síðastliðna mánuði. Í ritinu er farið ítarlega yfir kosti og galla hinna ýmsu valkosta án þess að niðurstöðurnar séu afgerandi. „Meginhlutverk þessa rits er, með eins hlutlægum hætti og kostur er að meta kosti og galla allra þeirra leiða sem eru á borðinu," sagði Már Guðmundsson, seðlabankastjóri í Svörtuloftum þegar skýrslan var kynnt. Í skýrslunni er fjallað í sérstökum kafla um þátttöku Íslands í myntsamstarfi, en þar kemur fram að sé litið til stærðar ólíkra myntsvæða og mögulegra nettengslaáhrifa sé„ ljóst að Bandaríkin og evrusvæðið beri höfuð og herðar yfir önnur myntsvæði" (bls. 525). Þá segir í umfjöllun um samanburð: „Á heildina litið virðist evran vera sá kostur sem best fellur að þörfum íslensks efnahagslífs." Þórarinn G. Pétursson, aðalhagfræðingur Seðlabankans, er ritstjóri ritsins og hefur unnið að því undanfarna mánuði. „Hún (evran) er besti kosturinn ef við ætlum að tengja krónuna við annan gjaldmiðil eða taka upp annan gjaldmiðil. Það er ekki verið að segja að það sé betri kostur í sjálfu sér heldur en að halda íslensku krónunni með sveigjanlegu gengi. Heldur, ef við ætlum að fara þessa leið þá benda efnahagslegir mælikvarðar varðandi hvaða myntsvæði við erum mest tengd og stærð myntsvæðisins og nettengslaáhrif þeirra að evran sé besti valkosturinn af hinum ýmsu gjaldmiðlum sem eru í boði," segir Þórarinn. Í skýrslunni kemur fram að sé litið til allra þátta virðist tenging við eða upptaka evru augljósasti kosturinn. „Yrði evran ekki fyrir valinu virðist danska krónan vera vænlegasti kosturinn af norrænu gjaldmiðlunum, vegna þess að hún er fasttengd evru," segir jafnframt (bls. 529.) Á evrusvæðinu er hins vegar meiriháttar vandi í augnablikinu og hafa margir nafntogaðir erlendir hagfræðingar sagt berum orðum að þann vanda megi rekja til brests í uppbyggingu og regluverki evrusvæðisins. Hallast aðalhagfræðingur Seðlabankans fremur að einni niðurstöðu en annarri? „Ég hef áður sagt að miðað við mat mitt á þessum kostum og göllum, mitt persónulega mat, þá sé líklega betra að tengjast stærra myntsvæði. Það er hins vegar ljóst að vandamál á evrusvæðinu núna eru slík að þetta er ekki endilega vænlegur kostur akkúrat núna. Þegar við horfum á reynslu okkar af eigin peningastefnu þá virðist sem þetta myntsvæði sem við búum á sé einfaldlega of lítið," segir Þórarinn G. Pétursson. thorbjorn@stod2.is Mest lesið Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Viðskipti innlent Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Viðskipti innlent Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Viðskipti innlent Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Viðskipti innlent Sögulegur hagnaður á samrunatímum Viðskipti innlent Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf Óskar eftir starfslokum Viðskipti innlent Stækka hótelveldið á Suðurlandi Viðskipti innlent Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Viðskipti innlent Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Viðskipti erlent Fleiri fréttir Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Sjá meira
Bandaríkin og evrusvæðið bera höfuð og herðar yfir önnur myntsvæði sem valkostur fyrir Ísland í myntsamstarfi og evran er sá kostur sem best fellur að þörfum íslensks efnahagslífs. Þetta kemur fram í ítarlegri skýrslu Seðlabankans um valkosti Íslands í gjaldmiðilsmálum. Aðalhagfræðingur Seðlabankans telur þó vandann á evrusvæðinu mæla gegn því að fara þar inn. Seðlabankinn kynnti í dag rúmlega 600 bls. skýrslu um valkosti Íslands í gjaldmiðils- og gengismálum en beðið hefur verið eftir henni með nokkurri eftirvæntingu síðastliðna mánuði. Í ritinu er farið ítarlega yfir kosti og galla hinna ýmsu valkosta án þess að niðurstöðurnar séu afgerandi. „Meginhlutverk þessa rits er, með eins hlutlægum hætti og kostur er að meta kosti og galla allra þeirra leiða sem eru á borðinu," sagði Már Guðmundsson, seðlabankastjóri í Svörtuloftum þegar skýrslan var kynnt. Í skýrslunni er fjallað í sérstökum kafla um þátttöku Íslands í myntsamstarfi, en þar kemur fram að sé litið til stærðar ólíkra myntsvæða og mögulegra nettengslaáhrifa sé„ ljóst að Bandaríkin og evrusvæðið beri höfuð og herðar yfir önnur myntsvæði" (bls. 525). Þá segir í umfjöllun um samanburð: „Á heildina litið virðist evran vera sá kostur sem best fellur að þörfum íslensks efnahagslífs." Þórarinn G. Pétursson, aðalhagfræðingur Seðlabankans, er ritstjóri ritsins og hefur unnið að því undanfarna mánuði. „Hún (evran) er besti kosturinn ef við ætlum að tengja krónuna við annan gjaldmiðil eða taka upp annan gjaldmiðil. Það er ekki verið að segja að það sé betri kostur í sjálfu sér heldur en að halda íslensku krónunni með sveigjanlegu gengi. Heldur, ef við ætlum að fara þessa leið þá benda efnahagslegir mælikvarðar varðandi hvaða myntsvæði við erum mest tengd og stærð myntsvæðisins og nettengslaáhrif þeirra að evran sé besti valkosturinn af hinum ýmsu gjaldmiðlum sem eru í boði," segir Þórarinn. Í skýrslunni kemur fram að sé litið til allra þátta virðist tenging við eða upptaka evru augljósasti kosturinn. „Yrði evran ekki fyrir valinu virðist danska krónan vera vænlegasti kosturinn af norrænu gjaldmiðlunum, vegna þess að hún er fasttengd evru," segir jafnframt (bls. 529.) Á evrusvæðinu er hins vegar meiriháttar vandi í augnablikinu og hafa margir nafntogaðir erlendir hagfræðingar sagt berum orðum að þann vanda megi rekja til brests í uppbyggingu og regluverki evrusvæðisins. Hallast aðalhagfræðingur Seðlabankans fremur að einni niðurstöðu en annarri? „Ég hef áður sagt að miðað við mat mitt á þessum kostum og göllum, mitt persónulega mat, þá sé líklega betra að tengjast stærra myntsvæði. Það er hins vegar ljóst að vandamál á evrusvæðinu núna eru slík að þetta er ekki endilega vænlegur kostur akkúrat núna. Þegar við horfum á reynslu okkar af eigin peningastefnu þá virðist sem þetta myntsvæði sem við búum á sé einfaldlega of lítið," segir Þórarinn G. Pétursson. thorbjorn@stod2.is
Mest lesið Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Viðskipti innlent Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Viðskipti innlent Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Viðskipti innlent Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Viðskipti innlent Sögulegur hagnaður á samrunatímum Viðskipti innlent Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf Óskar eftir starfslokum Viðskipti innlent Stækka hótelveldið á Suðurlandi Viðskipti innlent Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Viðskipti innlent Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Viðskipti erlent Fleiri fréttir Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Sjá meira