Evran besti kosturinn af ólíkum myntsvæðum Þorbjörn Þórðarson skrifar 17. september 2012 19:13 Bandaríkin og evrusvæðið bera höfuð og herðar yfir önnur myntsvæði sem valkostur fyrir Ísland í myntsamstarfi og evran er sá kostur sem best fellur að þörfum íslensks efnahagslífs. Þetta kemur fram í ítarlegri skýrslu Seðlabankans um valkosti Íslands í gjaldmiðilsmálum. Aðalhagfræðingur Seðlabankans telur þó vandann á evrusvæðinu mæla gegn því að fara þar inn. Seðlabankinn kynnti í dag rúmlega 600 bls. skýrslu um valkosti Íslands í gjaldmiðils- og gengismálum en beðið hefur verið eftir henni með nokkurri eftirvæntingu síðastliðna mánuði. Í ritinu er farið ítarlega yfir kosti og galla hinna ýmsu valkosta án þess að niðurstöðurnar séu afgerandi. „Meginhlutverk þessa rits er, með eins hlutlægum hætti og kostur er að meta kosti og galla allra þeirra leiða sem eru á borðinu," sagði Már Guðmundsson, seðlabankastjóri í Svörtuloftum þegar skýrslan var kynnt. Í skýrslunni er fjallað í sérstökum kafla um þátttöku Íslands í myntsamstarfi, en þar kemur fram að sé litið til stærðar ólíkra myntsvæða og mögulegra nettengslaáhrifa sé„ ljóst að Bandaríkin og evrusvæðið beri höfuð og herðar yfir önnur myntsvæði" (bls. 525). Þá segir í umfjöllun um samanburð: „Á heildina litið virðist evran vera sá kostur sem best fellur að þörfum íslensks efnahagslífs." Þórarinn G. Pétursson, aðalhagfræðingur Seðlabankans, er ritstjóri ritsins og hefur unnið að því undanfarna mánuði. „Hún (evran) er besti kosturinn ef við ætlum að tengja krónuna við annan gjaldmiðil eða taka upp annan gjaldmiðil. Það er ekki verið að segja að það sé betri kostur í sjálfu sér heldur en að halda íslensku krónunni með sveigjanlegu gengi. Heldur, ef við ætlum að fara þessa leið þá benda efnahagslegir mælikvarðar varðandi hvaða myntsvæði við erum mest tengd og stærð myntsvæðisins og nettengslaáhrif þeirra að evran sé besti valkosturinn af hinum ýmsu gjaldmiðlum sem eru í boði," segir Þórarinn. Í skýrslunni kemur fram að sé litið til allra þátta virðist tenging við eða upptaka evru augljósasti kosturinn. „Yrði evran ekki fyrir valinu virðist danska krónan vera vænlegasti kosturinn af norrænu gjaldmiðlunum, vegna þess að hún er fasttengd evru," segir jafnframt (bls. 529.) Á evrusvæðinu er hins vegar meiriháttar vandi í augnablikinu og hafa margir nafntogaðir erlendir hagfræðingar sagt berum orðum að þann vanda megi rekja til brests í uppbyggingu og regluverki evrusvæðisins. Hallast aðalhagfræðingur Seðlabankans fremur að einni niðurstöðu en annarri? „Ég hef áður sagt að miðað við mat mitt á þessum kostum og göllum, mitt persónulega mat, þá sé líklega betra að tengjast stærra myntsvæði. Það er hins vegar ljóst að vandamál á evrusvæðinu núna eru slík að þetta er ekki endilega vænlegur kostur akkúrat núna. Þegar við horfum á reynslu okkar af eigin peningastefnu þá virðist sem þetta myntsvæði sem við búum á sé einfaldlega of lítið," segir Þórarinn G. Pétursson. thorbjorn@stod2.is Mest lesið Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Viðskipti innlent Okkar eigin Zuckerberg: Doktorinn sem er með alla risana í viðskiptum Atvinnulíf Telur óþarft að blanda pólitískum skoðunum í nýtt hlutverk Viðskipti innlent Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Viðskipti innlent Krambúðin lækkar verð: 200 vörur á Prísverði Samstarf Frábært ár að baki hjá Bylgjunni Samstarf Íslandsbanki og útgerðarfélög þegar greitt inn í Eyjagöng Viðskipti innlent Pétur nýr forstöðumaður hjá LV Viðskipti innlent Segja skilið við Kringluna Viðskipti innlent Treystu ekki Kaupþingi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Halda til loðnuveiða í kvöld Íslandsbanki og útgerðarfélög þegar greitt inn í Eyjagöng Telur óþarft að blanda pólitískum skoðunum í nýtt hlutverk Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Pétur nýr forstöðumaður hjá LV Segja skilið við Kringluna Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Hrafnhildur til Pipar\TBWA Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Sjá meira
Bandaríkin og evrusvæðið bera höfuð og herðar yfir önnur myntsvæði sem valkostur fyrir Ísland í myntsamstarfi og evran er sá kostur sem best fellur að þörfum íslensks efnahagslífs. Þetta kemur fram í ítarlegri skýrslu Seðlabankans um valkosti Íslands í gjaldmiðilsmálum. Aðalhagfræðingur Seðlabankans telur þó vandann á evrusvæðinu mæla gegn því að fara þar inn. Seðlabankinn kynnti í dag rúmlega 600 bls. skýrslu um valkosti Íslands í gjaldmiðils- og gengismálum en beðið hefur verið eftir henni með nokkurri eftirvæntingu síðastliðna mánuði. Í ritinu er farið ítarlega yfir kosti og galla hinna ýmsu valkosta án þess að niðurstöðurnar séu afgerandi. „Meginhlutverk þessa rits er, með eins hlutlægum hætti og kostur er að meta kosti og galla allra þeirra leiða sem eru á borðinu," sagði Már Guðmundsson, seðlabankastjóri í Svörtuloftum þegar skýrslan var kynnt. Í skýrslunni er fjallað í sérstökum kafla um þátttöku Íslands í myntsamstarfi, en þar kemur fram að sé litið til stærðar ólíkra myntsvæða og mögulegra nettengslaáhrifa sé„ ljóst að Bandaríkin og evrusvæðið beri höfuð og herðar yfir önnur myntsvæði" (bls. 525). Þá segir í umfjöllun um samanburð: „Á heildina litið virðist evran vera sá kostur sem best fellur að þörfum íslensks efnahagslífs." Þórarinn G. Pétursson, aðalhagfræðingur Seðlabankans, er ritstjóri ritsins og hefur unnið að því undanfarna mánuði. „Hún (evran) er besti kosturinn ef við ætlum að tengja krónuna við annan gjaldmiðil eða taka upp annan gjaldmiðil. Það er ekki verið að segja að það sé betri kostur í sjálfu sér heldur en að halda íslensku krónunni með sveigjanlegu gengi. Heldur, ef við ætlum að fara þessa leið þá benda efnahagslegir mælikvarðar varðandi hvaða myntsvæði við erum mest tengd og stærð myntsvæðisins og nettengslaáhrif þeirra að evran sé besti valkosturinn af hinum ýmsu gjaldmiðlum sem eru í boði," segir Þórarinn. Í skýrslunni kemur fram að sé litið til allra þátta virðist tenging við eða upptaka evru augljósasti kosturinn. „Yrði evran ekki fyrir valinu virðist danska krónan vera vænlegasti kosturinn af norrænu gjaldmiðlunum, vegna þess að hún er fasttengd evru," segir jafnframt (bls. 529.) Á evrusvæðinu er hins vegar meiriháttar vandi í augnablikinu og hafa margir nafntogaðir erlendir hagfræðingar sagt berum orðum að þann vanda megi rekja til brests í uppbyggingu og regluverki evrusvæðisins. Hallast aðalhagfræðingur Seðlabankans fremur að einni niðurstöðu en annarri? „Ég hef áður sagt að miðað við mat mitt á þessum kostum og göllum, mitt persónulega mat, þá sé líklega betra að tengjast stærra myntsvæði. Það er hins vegar ljóst að vandamál á evrusvæðinu núna eru slík að þetta er ekki endilega vænlegur kostur akkúrat núna. Þegar við horfum á reynslu okkar af eigin peningastefnu þá virðist sem þetta myntsvæði sem við búum á sé einfaldlega of lítið," segir Þórarinn G. Pétursson. thorbjorn@stod2.is
Mest lesið Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Viðskipti innlent Okkar eigin Zuckerberg: Doktorinn sem er með alla risana í viðskiptum Atvinnulíf Telur óþarft að blanda pólitískum skoðunum í nýtt hlutverk Viðskipti innlent Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Viðskipti innlent Krambúðin lækkar verð: 200 vörur á Prísverði Samstarf Frábært ár að baki hjá Bylgjunni Samstarf Íslandsbanki og útgerðarfélög þegar greitt inn í Eyjagöng Viðskipti innlent Pétur nýr forstöðumaður hjá LV Viðskipti innlent Segja skilið við Kringluna Viðskipti innlent Treystu ekki Kaupþingi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Halda til loðnuveiða í kvöld Íslandsbanki og útgerðarfélög þegar greitt inn í Eyjagöng Telur óþarft að blanda pólitískum skoðunum í nýtt hlutverk Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Pétur nýr forstöðumaður hjá LV Segja skilið við Kringluna Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Hrafnhildur til Pipar\TBWA Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Sjá meira