Button vonsvikin með trúnaðarbrest Hamiltons Birgir Þór Harðarson skrifar 4. september 2012 22:30 Button er ekki sáttur með að Hamilton hafi dreift mynd af trúnaðargögnum liðsins. nordicphotos/afp Jenson Button, liðsmaður McLaren-liðsins í Formúlu 1, segist vera mjög vonsvikin með að liðsfélagi hans, Lewis Hamilton, hafi birt mynd af leynilegum upplýsingum McLaren-liðsins á Twitter í kjölfar tímatökunnar á laugardag. Nokkrum mínútum eftir að Hamilton hafði sent myndina á vefinn var honum skipað að eyða færslunni enda um trúnaðarupplýsingar að ræða sem starfsmenn liðsins eiga einir að fá að sjá. Hamilton vildi með myndinni útskýra fyrir stuðningsmönnum sínum hvers vegna hann var hægari en Button í tímatökunni og afhverju hann valdi að nota ekki nýjan afturvæng sem stóð honum til boða. Button notaði nýja vænginn og sigraði kappaksturinn með yfirburðum. "Ég er eiginlega bara mjög vonsvikinn," sagði Button þegar hann var spurður hvað honum finndist um Twitter-færsluna. "Við höfum lagt svo hart að okkur til að bæta bílinn og viljum að svona upplýsingar séu trúnaðarmál."Myndin hans Hamilton frá því á laugardaginn. Glöggir lesendur geta greint yfirlit yfir gírskiptingar á tímatökuhringnum, hraða á hverjum tímapunkti, hemlun, inngjöf og stýrishreyfingar. Punktalínan sem búið er að draga yfir mitt línuritið er tíminn sem Hamilton tapaði gagnvart Button á hringnum. Búið er að teikna inn örvar þar sem hann tapaði mest: á hröðustu köflum brautarinnar (Kemmel og Blancimont)Lewis HamiltonErkifjendur McLaren-liðsins í Red Bull segjast hafa notfært sér upplýsingarnar sem myndin geymir. "Ég held að allir vélvirkjar í Formúlu 1 hafi skoðað myndina," sagði Christian Horner, liðstjóri Red Bull. Paddy Lowe, tæknistjóri McLaren, var þó viss um að hin liðin fengju ekki mikið af upplýsingum úr myndinni. "Sjálf gögnin á myndinni munu ekki hjálpa öðrum liðum neitt að ráði." Hamilton hlaut enga refsingu fyrir þetta en fékk ærið tiltal frá yfirmönnum sínum. Mest lesið Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Íslenski boltinn Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Körfubolti Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Íslenski boltinn „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Íslenski boltinn Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Enski boltinn Freyr á erfitt með að lýsa ógleymanlegu kvöldi Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Íslenski boltinn Brentford - Liverpool | Tekst meisturunum að sækja sigur í deildinni? Enski boltinn Afar stolt eftir tapið gegn Íslandi Fótbolti Fleiri fréttir Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið Tekur marga milljarða með sér og gæti snúið aftur með öðru liði Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Verstappen á ráspól eftir skrautlega tímatöku Norris fljótastur á síðustu æfingu í Baku Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Sjá meira
Jenson Button, liðsmaður McLaren-liðsins í Formúlu 1, segist vera mjög vonsvikin með að liðsfélagi hans, Lewis Hamilton, hafi birt mynd af leynilegum upplýsingum McLaren-liðsins á Twitter í kjölfar tímatökunnar á laugardag. Nokkrum mínútum eftir að Hamilton hafði sent myndina á vefinn var honum skipað að eyða færslunni enda um trúnaðarupplýsingar að ræða sem starfsmenn liðsins eiga einir að fá að sjá. Hamilton vildi með myndinni útskýra fyrir stuðningsmönnum sínum hvers vegna hann var hægari en Button í tímatökunni og afhverju hann valdi að nota ekki nýjan afturvæng sem stóð honum til boða. Button notaði nýja vænginn og sigraði kappaksturinn með yfirburðum. "Ég er eiginlega bara mjög vonsvikinn," sagði Button þegar hann var spurður hvað honum finndist um Twitter-færsluna. "Við höfum lagt svo hart að okkur til að bæta bílinn og viljum að svona upplýsingar séu trúnaðarmál."Myndin hans Hamilton frá því á laugardaginn. Glöggir lesendur geta greint yfirlit yfir gírskiptingar á tímatökuhringnum, hraða á hverjum tímapunkti, hemlun, inngjöf og stýrishreyfingar. Punktalínan sem búið er að draga yfir mitt línuritið er tíminn sem Hamilton tapaði gagnvart Button á hringnum. Búið er að teikna inn örvar þar sem hann tapaði mest: á hröðustu köflum brautarinnar (Kemmel og Blancimont)Lewis HamiltonErkifjendur McLaren-liðsins í Red Bull segjast hafa notfært sér upplýsingarnar sem myndin geymir. "Ég held að allir vélvirkjar í Formúlu 1 hafi skoðað myndina," sagði Christian Horner, liðstjóri Red Bull. Paddy Lowe, tæknistjóri McLaren, var þó viss um að hin liðin fengju ekki mikið af upplýsingum úr myndinni. "Sjálf gögnin á myndinni munu ekki hjálpa öðrum liðum neitt að ráði." Hamilton hlaut enga refsingu fyrir þetta en fékk ærið tiltal frá yfirmönnum sínum.
Mest lesið Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Íslenski boltinn Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Körfubolti Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Íslenski boltinn „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Íslenski boltinn Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Enski boltinn Freyr á erfitt með að lýsa ógleymanlegu kvöldi Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Íslenski boltinn Brentford - Liverpool | Tekst meisturunum að sækja sigur í deildinni? Enski boltinn Afar stolt eftir tapið gegn Íslandi Fótbolti Fleiri fréttir Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið Tekur marga milljarða með sér og gæti snúið aftur með öðru liði Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Verstappen á ráspól eftir skrautlega tímatöku Norris fljótastur á síðustu æfingu í Baku Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Sjá meira