Innlent

Fingralangir ferðamenn handsamaðir

Þessa myndir náðust af fólkinu í hraðbankanum.
Þessa myndir náðust af fólkinu í hraðbankanum. mynd/lögregla
Búið er að leysa þjófnaðarmál sem upp kom í hraðbanka á Akureyri þriðja september síðastliðinn. Lögreglan á Akureyri lýsti eftir þremur útlendingum á fimmtudaginn en þeir voru grunaðir um að hafa svikið fé út úr hraðbankanum.

Grunur lék á að ferðamennirnir hefðu farið úr landi. Svo reyndist ekki vera og hafði lögreglan hendur í hári þeirra í dag.

Reyndist vera um hollenska ferðamenn að ræða og hafðist upp á þeim þar sem þeir voru á ferðalagi á Suðurlandi.

Ekki liggur fyrir hversu miklu fé fólkið stal úr hraðbankanum, né hvernig þeim tókst það. Málið telst nú upplýst og þakkað lögreglan á Akureyri þeim fjölda ábendinga sem bárust vegna málsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×