Innlent

Eldur kom upp í ruslageymslu

Frá Austurbrún í dag.
Frá Austurbrún í dag. mynd/fréttastofa
Tilkynnt var um bruna í fjölbýlishúsi við Austurbrún í Reykjavík í dag. Allt tiltækt slökkvilið var kallað á staðinn. Brátt kom þó í ljós að um smávægilegan eld var að ræða.

Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliðinu hafði glóð farið með ruslapoka niður í geymslu. Reykræsta þurfti ruslageymsluna og er slökkvistarfi nú lokið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×