Að fermast upp á Faðirvorið Sighvatur Björgvinsson skrifar 7. febrúar 2012 06:00 Þær fréttir berast úr íslenska grunnskólakerfinu að fjórði hver drengur sem útskrifast geti ekki lesið sér til skilnings. Sé ólæs. Árleg útgjöld samfélagsins vegna náms í grunnskóla nema að því sagt er 1,3 milljónum á hvert grunnskólabarn. Eftir 10 ára nám í grunnskóla er samfélagið sem sé búið að verja 13 milljónum króna til kennslu hvers grunnskólabarns. Og fjórði hver drengur kann ekki að lesa! Fyrir röskum 100 árum, þegar skólastofnanir voru fáar til, var eitt af þýðingarmestu hlutverkum presta að fylgjast með uppfræðslu ungmenna. Gerðar voru þær kröfur til sérhvers ungmennis, sem undirgekkst fermingu, - auk utanaðbókarlærdóms sem nú er víst bannaður í grunnskólakerfinu – að viðkomandi væri læs og gæti lesið sér til skilnings. Prestar gengu eftir því að námið, sem fram fór að mestu á heimilum, skilaði þeim árangri. Væri fermingardrengur ólæs eða gæti ekki lesið texta sér til skilnings fékkst sá hinn sami ekki fermdur. Þótti það mikil skömm. Sumir, sem ekki náðu tilskildum árangri, voru víst „fermdir upp á Faðirvorið“ – þ.e. þeir urðu þá að sýna að þeir kynnu þó Faðirvorið utanbókar. Nú má víst ekkert læra utanbókar í grunnskólum – a.m.k. ekki margföldunartöfluna! Fjórði hver fermingardrengur hefði því ekki fengist fermdur fyrir svo sem eins og hundrað árum. Ekki einu sinnu „upp á Faðirvorið“. Samt er samfélagið búið að verja 13 milljónum króna í uppfræðslu hvers og eins! Hvað veldur? Okkur er gjarna sagt að skýringin sé skortur á menntun kennara. Grunnmenntun þeirra þurfi nú að verða meistaragráða á háskólastigi. Þá muni allt blessast. Þegar ég og jafnaldrar mínir vestur á Ísafirði – í 2.500 manna bæjarfélagi – vorum í barnaskóla var enginn kennara okkar með svo mikið sem grunnpróf úr háskóla. Allir með kennarapróf úr framhaldsskóla (Kennaraskóla Íslands). Voru þeir þá allir óhæfir til kennslu? Faðir minn, móðir mín, Björn skólastjóri, Jónína kona hans, Jón H., Matthías, María, Garðar – og öll þau hin. Samt man ég ekki eftir einum einasta samnemanda, sem ekki gat skilað lágmarksárangri í lestri löngu fyrir brottfararpróf úr barnaskóla. Ekki eftir einum einasta nemanda, sem ekki gat skilið almennan íslenskan texta. Ekki eftir einum einasta nemanda, sem úrskurðarður var lesblindur, skrifblindur eða þá „reikningsblindur” (sem ekki kunni t.d. að gefa rétt til baka í verslun ef sjóðvél var ekki til staðar eins og nú er nær daglegur viðburður). Síðan þá hafa verið auknar kröfur um menntun kennara. Nú er krafist háskólamenntunar til þess að þeir megi kenna börnum. Stendur þá námsárangur barna í grunnskóla í öfugu hlutfalli við námskröfur til kennaranna? Slíkt mætti halda á grundvelli fyrirliggjandi upplýsinga. Samt er það ekki svo. Örugglega ekki. Ég get ekki fellt dóma byggða á eigin reynslu. Ég get aðeins vitnað til þess, sem foreldrar mínir sögðu mér þegar gerbreytingar stóðu yfir á íslenska skólakerfinu. Þegar hætt var að krefjast þess af grunnskólabörnum, að námið skilaði árangri. Þegar hætt var að krefjast þess, að þau sýndu jafnaðarlega fram á námsárangur í lestri, í skrift, í reikningi, í hæfni til þess að leggja minnisatriði á minnið og bera árangur sinn saman við árangur annara. Þegar þetta allt var bannað sagði faðir minn við mig: „Þetta mun hafa skelfilegar afleiðingar á grunnskólann. Þegar búið er að taka burtu alla mælikvarða á námsárangur, búið að fella niður allar kröfur um að námið skili árangri og búið að fella brott alla möguleika kennara á að stýra börnum í námi, þá munu menn uppskera í samræmi við það.“ Nú uppskera menn. Verður það svo bætt með því að auka menntunarkröfurnar til kennara? Gera þá t.d. alla að doktorum? Eða banna tölvur? Hætt er við að vandi grunnskólakerfisins stafi ekki af menntunarskorti kennara. Hætt er við að sá vandi stafi fremur af skorti á heilbrigðri skynsemi þeirra, sem ferðinni ráða. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sighvatur Björgvinsson Mest lesið Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson Skoðun Skoðun Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Á að sameina ÍSÍ og UMFÍ? Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir skrifar Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistar á vaktinni í átta ár Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Heiðrum íslenska hestinn Berglind Margo Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez skrifar Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað ætlar þú að vera þegar þú verður stór? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman skrifar Sjá meira
Þær fréttir berast úr íslenska grunnskólakerfinu að fjórði hver drengur sem útskrifast geti ekki lesið sér til skilnings. Sé ólæs. Árleg útgjöld samfélagsins vegna náms í grunnskóla nema að því sagt er 1,3 milljónum á hvert grunnskólabarn. Eftir 10 ára nám í grunnskóla er samfélagið sem sé búið að verja 13 milljónum króna til kennslu hvers grunnskólabarns. Og fjórði hver drengur kann ekki að lesa! Fyrir röskum 100 árum, þegar skólastofnanir voru fáar til, var eitt af þýðingarmestu hlutverkum presta að fylgjast með uppfræðslu ungmenna. Gerðar voru þær kröfur til sérhvers ungmennis, sem undirgekkst fermingu, - auk utanaðbókarlærdóms sem nú er víst bannaður í grunnskólakerfinu – að viðkomandi væri læs og gæti lesið sér til skilnings. Prestar gengu eftir því að námið, sem fram fór að mestu á heimilum, skilaði þeim árangri. Væri fermingardrengur ólæs eða gæti ekki lesið texta sér til skilnings fékkst sá hinn sami ekki fermdur. Þótti það mikil skömm. Sumir, sem ekki náðu tilskildum árangri, voru víst „fermdir upp á Faðirvorið“ – þ.e. þeir urðu þá að sýna að þeir kynnu þó Faðirvorið utanbókar. Nú má víst ekkert læra utanbókar í grunnskólum – a.m.k. ekki margföldunartöfluna! Fjórði hver fermingardrengur hefði því ekki fengist fermdur fyrir svo sem eins og hundrað árum. Ekki einu sinnu „upp á Faðirvorið“. Samt er samfélagið búið að verja 13 milljónum króna í uppfræðslu hvers og eins! Hvað veldur? Okkur er gjarna sagt að skýringin sé skortur á menntun kennara. Grunnmenntun þeirra þurfi nú að verða meistaragráða á háskólastigi. Þá muni allt blessast. Þegar ég og jafnaldrar mínir vestur á Ísafirði – í 2.500 manna bæjarfélagi – vorum í barnaskóla var enginn kennara okkar með svo mikið sem grunnpróf úr háskóla. Allir með kennarapróf úr framhaldsskóla (Kennaraskóla Íslands). Voru þeir þá allir óhæfir til kennslu? Faðir minn, móðir mín, Björn skólastjóri, Jónína kona hans, Jón H., Matthías, María, Garðar – og öll þau hin. Samt man ég ekki eftir einum einasta samnemanda, sem ekki gat skilað lágmarksárangri í lestri löngu fyrir brottfararpróf úr barnaskóla. Ekki eftir einum einasta nemanda, sem ekki gat skilið almennan íslenskan texta. Ekki eftir einum einasta nemanda, sem úrskurðarður var lesblindur, skrifblindur eða þá „reikningsblindur” (sem ekki kunni t.d. að gefa rétt til baka í verslun ef sjóðvél var ekki til staðar eins og nú er nær daglegur viðburður). Síðan þá hafa verið auknar kröfur um menntun kennara. Nú er krafist háskólamenntunar til þess að þeir megi kenna börnum. Stendur þá námsárangur barna í grunnskóla í öfugu hlutfalli við námskröfur til kennaranna? Slíkt mætti halda á grundvelli fyrirliggjandi upplýsinga. Samt er það ekki svo. Örugglega ekki. Ég get ekki fellt dóma byggða á eigin reynslu. Ég get aðeins vitnað til þess, sem foreldrar mínir sögðu mér þegar gerbreytingar stóðu yfir á íslenska skólakerfinu. Þegar hætt var að krefjast þess af grunnskólabörnum, að námið skilaði árangri. Þegar hætt var að krefjast þess, að þau sýndu jafnaðarlega fram á námsárangur í lestri, í skrift, í reikningi, í hæfni til þess að leggja minnisatriði á minnið og bera árangur sinn saman við árangur annara. Þegar þetta allt var bannað sagði faðir minn við mig: „Þetta mun hafa skelfilegar afleiðingar á grunnskólann. Þegar búið er að taka burtu alla mælikvarða á námsárangur, búið að fella niður allar kröfur um að námið skili árangri og búið að fella brott alla möguleika kennara á að stýra börnum í námi, þá munu menn uppskera í samræmi við það.“ Nú uppskera menn. Verður það svo bætt með því að auka menntunarkröfurnar til kennara? Gera þá t.d. alla að doktorum? Eða banna tölvur? Hætt er við að vandi grunnskólakerfisins stafi ekki af menntunarskorti kennara. Hætt er við að sá vandi stafi fremur af skorti á heilbrigðri skynsemi þeirra, sem ferðinni ráða.
Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar
Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar
Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun