Að fermast upp á Faðirvorið Sighvatur Björgvinsson skrifar 7. febrúar 2012 06:00 Þær fréttir berast úr íslenska grunnskólakerfinu að fjórði hver drengur sem útskrifast geti ekki lesið sér til skilnings. Sé ólæs. Árleg útgjöld samfélagsins vegna náms í grunnskóla nema að því sagt er 1,3 milljónum á hvert grunnskólabarn. Eftir 10 ára nám í grunnskóla er samfélagið sem sé búið að verja 13 milljónum króna til kennslu hvers grunnskólabarns. Og fjórði hver drengur kann ekki að lesa! Fyrir röskum 100 árum, þegar skólastofnanir voru fáar til, var eitt af þýðingarmestu hlutverkum presta að fylgjast með uppfræðslu ungmenna. Gerðar voru þær kröfur til sérhvers ungmennis, sem undirgekkst fermingu, - auk utanaðbókarlærdóms sem nú er víst bannaður í grunnskólakerfinu – að viðkomandi væri læs og gæti lesið sér til skilnings. Prestar gengu eftir því að námið, sem fram fór að mestu á heimilum, skilaði þeim árangri. Væri fermingardrengur ólæs eða gæti ekki lesið texta sér til skilnings fékkst sá hinn sami ekki fermdur. Þótti það mikil skömm. Sumir, sem ekki náðu tilskildum árangri, voru víst „fermdir upp á Faðirvorið“ – þ.e. þeir urðu þá að sýna að þeir kynnu þó Faðirvorið utanbókar. Nú má víst ekkert læra utanbókar í grunnskólum – a.m.k. ekki margföldunartöfluna! Fjórði hver fermingardrengur hefði því ekki fengist fermdur fyrir svo sem eins og hundrað árum. Ekki einu sinnu „upp á Faðirvorið“. Samt er samfélagið búið að verja 13 milljónum króna í uppfræðslu hvers og eins! Hvað veldur? Okkur er gjarna sagt að skýringin sé skortur á menntun kennara. Grunnmenntun þeirra þurfi nú að verða meistaragráða á háskólastigi. Þá muni allt blessast. Þegar ég og jafnaldrar mínir vestur á Ísafirði – í 2.500 manna bæjarfélagi – vorum í barnaskóla var enginn kennara okkar með svo mikið sem grunnpróf úr háskóla. Allir með kennarapróf úr framhaldsskóla (Kennaraskóla Íslands). Voru þeir þá allir óhæfir til kennslu? Faðir minn, móðir mín, Björn skólastjóri, Jónína kona hans, Jón H., Matthías, María, Garðar – og öll þau hin. Samt man ég ekki eftir einum einasta samnemanda, sem ekki gat skilað lágmarksárangri í lestri löngu fyrir brottfararpróf úr barnaskóla. Ekki eftir einum einasta nemanda, sem ekki gat skilið almennan íslenskan texta. Ekki eftir einum einasta nemanda, sem úrskurðarður var lesblindur, skrifblindur eða þá „reikningsblindur” (sem ekki kunni t.d. að gefa rétt til baka í verslun ef sjóðvél var ekki til staðar eins og nú er nær daglegur viðburður). Síðan þá hafa verið auknar kröfur um menntun kennara. Nú er krafist háskólamenntunar til þess að þeir megi kenna börnum. Stendur þá námsárangur barna í grunnskóla í öfugu hlutfalli við námskröfur til kennaranna? Slíkt mætti halda á grundvelli fyrirliggjandi upplýsinga. Samt er það ekki svo. Örugglega ekki. Ég get ekki fellt dóma byggða á eigin reynslu. Ég get aðeins vitnað til þess, sem foreldrar mínir sögðu mér þegar gerbreytingar stóðu yfir á íslenska skólakerfinu. Þegar hætt var að krefjast þess af grunnskólabörnum, að námið skilaði árangri. Þegar hætt var að krefjast þess, að þau sýndu jafnaðarlega fram á námsárangur í lestri, í skrift, í reikningi, í hæfni til þess að leggja minnisatriði á minnið og bera árangur sinn saman við árangur annara. Þegar þetta allt var bannað sagði faðir minn við mig: „Þetta mun hafa skelfilegar afleiðingar á grunnskólann. Þegar búið er að taka burtu alla mælikvarða á námsárangur, búið að fella niður allar kröfur um að námið skili árangri og búið að fella brott alla möguleika kennara á að stýra börnum í námi, þá munu menn uppskera í samræmi við það.“ Nú uppskera menn. Verður það svo bætt með því að auka menntunarkröfurnar til kennara? Gera þá t.d. alla að doktorum? Eða banna tölvur? Hætt er við að vandi grunnskólakerfisins stafi ekki af menntunarskorti kennara. Hætt er við að sá vandi stafi fremur af skorti á heilbrigðri skynsemi þeirra, sem ferðinni ráða. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sighvatur Björgvinsson Mest lesið Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Stóra vandamál Kristrúnar er ekki Flokkur fólksins Jens Garðar Helgason Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann Skoðun Úthaf efnahagsmála – fjárlög 2026 Halla Hrund Logadóttir Skoðun Ný flugstöð á rekstarlausum flugvelli? Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon Skoðun „Við skulum syngja lítið lag...“ Arnar Eggert Thoroddsen Skoðun Skoðun Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann skrifar Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aðgerðarleysi er það sem kostar ungt fólk Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Að gera eða vera? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Skattablæti sem bitnar harðast á landsbyggðinni Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Málfrelsi ungu kynslóðarinnar – og ábyrgðin sem bíður okkar Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun „Við skulum syngja lítið lag...“ Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar Skoðun Ný flugstöð á rekstarlausum flugvelli? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Ísland: Meistari orkuþríþrautarinnar – sem stendur Jónas Hlynur Hallgrímsson skrifar Skoðun Úthaf efnahagsmála – fjárlög 2026 Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Þegar líf liggur við Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Stóra vandamál Kristrúnar er ekki Flokkur fólksins Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson skrifar Skoðun Út með slæma vana, inn með gleði og frið Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson skrifar Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Að læra nýtt tungumál er maraþon, ekki spretthlaup Ólafur G. Skúlason skrifar Skoðun Mannréttindi í mótvindi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Passaðu púlsinn í desember Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Stöndum vörð um mannréttindi Margrét María Sigurðardóttir skrifar Skoðun Reynsla úr heimi endurhæfingar nýtist víðar Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar Sjá meira
Þær fréttir berast úr íslenska grunnskólakerfinu að fjórði hver drengur sem útskrifast geti ekki lesið sér til skilnings. Sé ólæs. Árleg útgjöld samfélagsins vegna náms í grunnskóla nema að því sagt er 1,3 milljónum á hvert grunnskólabarn. Eftir 10 ára nám í grunnskóla er samfélagið sem sé búið að verja 13 milljónum króna til kennslu hvers grunnskólabarns. Og fjórði hver drengur kann ekki að lesa! Fyrir röskum 100 árum, þegar skólastofnanir voru fáar til, var eitt af þýðingarmestu hlutverkum presta að fylgjast með uppfræðslu ungmenna. Gerðar voru þær kröfur til sérhvers ungmennis, sem undirgekkst fermingu, - auk utanaðbókarlærdóms sem nú er víst bannaður í grunnskólakerfinu – að viðkomandi væri læs og gæti lesið sér til skilnings. Prestar gengu eftir því að námið, sem fram fór að mestu á heimilum, skilaði þeim árangri. Væri fermingardrengur ólæs eða gæti ekki lesið texta sér til skilnings fékkst sá hinn sami ekki fermdur. Þótti það mikil skömm. Sumir, sem ekki náðu tilskildum árangri, voru víst „fermdir upp á Faðirvorið“ – þ.e. þeir urðu þá að sýna að þeir kynnu þó Faðirvorið utanbókar. Nú má víst ekkert læra utanbókar í grunnskólum – a.m.k. ekki margföldunartöfluna! Fjórði hver fermingardrengur hefði því ekki fengist fermdur fyrir svo sem eins og hundrað árum. Ekki einu sinnu „upp á Faðirvorið“. Samt er samfélagið búið að verja 13 milljónum króna í uppfræðslu hvers og eins! Hvað veldur? Okkur er gjarna sagt að skýringin sé skortur á menntun kennara. Grunnmenntun þeirra þurfi nú að verða meistaragráða á háskólastigi. Þá muni allt blessast. Þegar ég og jafnaldrar mínir vestur á Ísafirði – í 2.500 manna bæjarfélagi – vorum í barnaskóla var enginn kennara okkar með svo mikið sem grunnpróf úr háskóla. Allir með kennarapróf úr framhaldsskóla (Kennaraskóla Íslands). Voru þeir þá allir óhæfir til kennslu? Faðir minn, móðir mín, Björn skólastjóri, Jónína kona hans, Jón H., Matthías, María, Garðar – og öll þau hin. Samt man ég ekki eftir einum einasta samnemanda, sem ekki gat skilað lágmarksárangri í lestri löngu fyrir brottfararpróf úr barnaskóla. Ekki eftir einum einasta nemanda, sem ekki gat skilið almennan íslenskan texta. Ekki eftir einum einasta nemanda, sem úrskurðarður var lesblindur, skrifblindur eða þá „reikningsblindur” (sem ekki kunni t.d. að gefa rétt til baka í verslun ef sjóðvél var ekki til staðar eins og nú er nær daglegur viðburður). Síðan þá hafa verið auknar kröfur um menntun kennara. Nú er krafist háskólamenntunar til þess að þeir megi kenna börnum. Stendur þá námsárangur barna í grunnskóla í öfugu hlutfalli við námskröfur til kennaranna? Slíkt mætti halda á grundvelli fyrirliggjandi upplýsinga. Samt er það ekki svo. Örugglega ekki. Ég get ekki fellt dóma byggða á eigin reynslu. Ég get aðeins vitnað til þess, sem foreldrar mínir sögðu mér þegar gerbreytingar stóðu yfir á íslenska skólakerfinu. Þegar hætt var að krefjast þess af grunnskólabörnum, að námið skilaði árangri. Þegar hætt var að krefjast þess, að þau sýndu jafnaðarlega fram á námsárangur í lestri, í skrift, í reikningi, í hæfni til þess að leggja minnisatriði á minnið og bera árangur sinn saman við árangur annara. Þegar þetta allt var bannað sagði faðir minn við mig: „Þetta mun hafa skelfilegar afleiðingar á grunnskólann. Þegar búið er að taka burtu alla mælikvarða á námsárangur, búið að fella niður allar kröfur um að námið skili árangri og búið að fella brott alla möguleika kennara á að stýra börnum í námi, þá munu menn uppskera í samræmi við það.“ Nú uppskera menn. Verður það svo bætt með því að auka menntunarkröfurnar til kennara? Gera þá t.d. alla að doktorum? Eða banna tölvur? Hætt er við að vandi grunnskólakerfisins stafi ekki af menntunarskorti kennara. Hætt er við að sá vandi stafi fremur af skorti á heilbrigðri skynsemi þeirra, sem ferðinni ráða.
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon Skoðun
Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar
Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar
Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar
Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar
Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar
Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon Skoðun