Aðalmeðferð í Landsdómsmálinu á hendur Geir H. Haarde hefst í Þjóðmenningarhúsinu mánudaginn 5. mars næstkomandi. Þetta kemur fram á vefsíðu saksóknara Alþingis. Eins og kunnugt er liggur þó ekki ljóst fyrir hvort málinu muni ljúka fyrir dómstólum því að fyrir Alþingi liggur að afgreiða tillögu Bjarna Benediktssonar, formanns Sjálfstæðisflokksins, um að fella málshöfðunina niður. Alls óvíst er hver afdrif þess þingmáls verða.
