Körfubolti

Arnar Freyr og Ingibjörg til Danmerkur

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Arnar Freyr í leik með Keflavík á síðustu leiktíð.
Arnar Freyr í leik með Keflavík á síðustu leiktíð. Mynd/Valli
Karla- og kvennalið Keflavíkur hafa orðið fyrir blóðtöku þar sem Arnar Freyr Jónsson og Ingibjörg Jakobsdóttir eru bæði á leið til Danmerkur.

Arnar Freyr og Ingibjörg eru par og halda því saman til Danmerkur þar sem þau ætla bæði að spila í Árósum. Bæði slitu nýlega krossband í hné en Arnar náði þó að spila í lok síðasta tímabils.

Arnar Freyr lék með Aabyhoj árið 2010 áður en hann meiddist en Víkurfréttir greindu frá því fyrr í vikunni að hann væri nú staddur í Danmörku til að ganga frá samningum við félagið á nýjan leik en það heitir í dag BC Aarhus.

Karfan.is greindi svo frá því í dag að Ingibjörg myndi líka fara til Danmerkur og leika með kvennaliði Aabyhoj.

Arnar Guðjónsson er aðstoðarþjálfari BC Aarhus.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×