Innlent

Íslandsdvöl Russells Crowe senn á enda

JHH skrifar
Russell Crowe við komuna til Íslands.
Russell Crowe við komuna til Íslands. mynd/ jóhann k. jóhannsson.
Russell Crowe er ánægður með Íslandsdvöl sína enn sem komið er, en hún er senn á enda eins og hann segir sjálfur frá á Twitter síðu sinni „Vangaveltur mínar um Ísland; þetta er mjög sérstakur staður, dulrænn, krefjandi, meðvitaður, heiðarlegur og ánægjulegur #Ísland rokkar," segir hann á Twitter.

Hann segir líka að Laugar World Class sé virkilega góð líkamsræktarstöð. Þegar baðstofunni og sundlauginni sé svo bætt við, sé það hreint frábært. „Bara fáeinir dagar eftir hér," segir hann.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×