Golf

Biðlisti fyrir Íslandsmótið í höggleik | mikill áhugi hjá kylfingum

Axel Bóasson hefur titil að verja á Íslandsmótinu í höggleik.
Axel Bóasson hefur titil að verja á Íslandsmótinu í höggleik. GSÍ
Mikill áhugi er hjá íslenskum afrekskylfingum á Íslandsmótinu í höggleik í golfi sem hefst á fimmtudaginn á Strandarvelli á Hellu. Biðlisti er í karlaflokknum en 12 kylfingar eru á þeim lista. Alls eru 123 karlar skráðir til leiks og 27 konur.

Axel Bóasson úr Golklúbbnum Keili hefur titil að verja í karlaflokknum og Ólafía Þórunn Kristinsdóttir úr GR í kvennaflokknum. Þau fögnuðu sínum fyrsta Íslandsmeistaratitli í höggleik í fyrra þegar mótið fór fram á Hólmsvelli í Leiru.

Bein útsending verður á Stöð 2 sport frá mótinu og verða tveir síðustu keppnisdagarnir sýndir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×