Mikil spenna í kvennaflokknum á Hellu | Valdís í efsta sæti Sigurður Elvar Þórólfsson skrifar 26. júlí 2012 21:40 Valdís Þóra Jónsdóttir. Mynd/Seth Valdís Þóra Jónsdóttir úr Golfklúbbnum Leyni er í efsta sæti í kvennaflokki að loknum fyrsta keppnisdegi á Íslandsmótinu í höggleik á Eimskipsmótaröðinni. Valdís Þóra lék Strandarvöll á Hellu á einu höggi yfir pari eða 71 höggi. Guðrún Pétursdóttir úr GR og Tinna Jóhnnsdóttir úr Keili eru báðar á 73 höggum eða 3 höggum yfir pari vallar. Eygló Myrra Óskarsdóttir úr GO er á 74 höggum eða 4 höggum yfir pari og sömu sögu er að segja af Signý Arnórsdóttir úr Keili. Guðrún Brá Björgvinsdóttir úr Keili var langt frá sínu besta í dag en hún lék á 76 höggum. Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, Íslandsmeistarinn frá því í fyrra, lék ekki vel og er hún á 77 höggum. Aðstæður voru erfiðari síðdegis á Strandarvelli þegar konurnar hófu leik. Vindurinn blés af mun meiri krafti en fyrr um daginn. Og miklar tafir voru á hringnum sem gerðu það að verkum að keppendur voru flestir að nota 5 ½ tíma að ljúka við 18 holur. „Ég fékk fjóra fugla og fimm skolla, ég var ánægð með fuglana en ekki hitt," sagði Valdís eftir hringinn í dag en hún hefur ekki keppt á Eimskipsmótaröðinni á þessu tímabii og er Íslandsmótið fyrsta mót hennar á þessu sumri. „Ég var í Bandaríkjunum í námi fram á mitt sumar og en ég hef æft vel og það var mikil tilhlökkun hjá mér fyrir þetta mót," sagði Valdís en hún varð Íslandsmeistari í Grafarholtinu árið 2009. Ólafía Þórunn var ekki sátt við útkomuna eftir að hafa leikið á 77 höggum. „Það var bara ekkert að ganga upp. Það var ýmislegt sem kom uppá, tvöfaldur skolli á 17., og ég fékk aðra „sprengju" á hringnum og ég er búinn að gleyma því hvar ég fékk hana," sagði Ólafía en hún hefur ekki gefið upp vonina um að verja titilinn. „Ég var í 4. eða 5. sæti eftir fyrsta keppnisdaginn í fyrra í Leirunni, kannski finnt mér bara best að hafa þetta svona," sagði Ólafía Þórunn. Golf Mest lesið Segir fjórðung í bók Óla ósannan Íslenski boltinn „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Fótbolti „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Enski boltinn Åge Hareide látinn Fótbolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum Fótbolti Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Fótbolti Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega að líta í kringum mig“ Körfubolti Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Fótbolti Besti CrossFit-maður Íslands elskar Búlluna Sport Fleiri fréttir Mótið hálfnað og Guðrún Brá enn í góðri stöðu Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Íslensku stelpurnar misstu einn keppnisdag vegna eldingarhættu Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira
Valdís Þóra Jónsdóttir úr Golfklúbbnum Leyni er í efsta sæti í kvennaflokki að loknum fyrsta keppnisdegi á Íslandsmótinu í höggleik á Eimskipsmótaröðinni. Valdís Þóra lék Strandarvöll á Hellu á einu höggi yfir pari eða 71 höggi. Guðrún Pétursdóttir úr GR og Tinna Jóhnnsdóttir úr Keili eru báðar á 73 höggum eða 3 höggum yfir pari vallar. Eygló Myrra Óskarsdóttir úr GO er á 74 höggum eða 4 höggum yfir pari og sömu sögu er að segja af Signý Arnórsdóttir úr Keili. Guðrún Brá Björgvinsdóttir úr Keili var langt frá sínu besta í dag en hún lék á 76 höggum. Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, Íslandsmeistarinn frá því í fyrra, lék ekki vel og er hún á 77 höggum. Aðstæður voru erfiðari síðdegis á Strandarvelli þegar konurnar hófu leik. Vindurinn blés af mun meiri krafti en fyrr um daginn. Og miklar tafir voru á hringnum sem gerðu það að verkum að keppendur voru flestir að nota 5 ½ tíma að ljúka við 18 holur. „Ég fékk fjóra fugla og fimm skolla, ég var ánægð með fuglana en ekki hitt," sagði Valdís eftir hringinn í dag en hún hefur ekki keppt á Eimskipsmótaröðinni á þessu tímabii og er Íslandsmótið fyrsta mót hennar á þessu sumri. „Ég var í Bandaríkjunum í námi fram á mitt sumar og en ég hef æft vel og það var mikil tilhlökkun hjá mér fyrir þetta mót," sagði Valdís en hún varð Íslandsmeistari í Grafarholtinu árið 2009. Ólafía Þórunn var ekki sátt við útkomuna eftir að hafa leikið á 77 höggum. „Það var bara ekkert að ganga upp. Það var ýmislegt sem kom uppá, tvöfaldur skolli á 17., og ég fékk aðra „sprengju" á hringnum og ég er búinn að gleyma því hvar ég fékk hana," sagði Ólafía en hún hefur ekki gefið upp vonina um að verja titilinn. „Ég var í 4. eða 5. sæti eftir fyrsta keppnisdaginn í fyrra í Leirunni, kannski finnt mér bara best að hafa þetta svona," sagði Ólafía Þórunn.
Golf Mest lesið Segir fjórðung í bók Óla ósannan Íslenski boltinn „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Fótbolti „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Enski boltinn Åge Hareide látinn Fótbolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum Fótbolti Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Fótbolti Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega að líta í kringum mig“ Körfubolti Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Fótbolti Besti CrossFit-maður Íslands elskar Búlluna Sport Fleiri fréttir Mótið hálfnað og Guðrún Brá enn í góðri stöðu Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Íslensku stelpurnar misstu einn keppnisdag vegna eldingarhættu Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira