Andre Villas-Boas, stjóri Spurs, segist vera ósáttur við endalok sín hjá Chelsea og fullyrðir að eigandi félagsins, Roman Abramovich, hafi svikið loforð.
Aðeins átta mánuðum frá því Villas-Boas tók við Chelsea var hann rekinn. Það var í mars síðastliðnum.
"Ég virði ákvörðun Abramovich en ég mun aldrei sætta mig við hana. Hann gafst upp á mér og þó svo hann væri ekki að standa við sinn hluta samningsins. Hluti sem hann hafði lofað," sagði Villas-Boas.
"Félagið endaði með því að vinna titla þó svo enginn hefði haft trú á þessum hóp í upphafi. Ég lærði samt mjög mikið af þessu og það mun styrkja mig sem stjóra."
