Guðmundur: Það kemur smá kökkur í hálsinn Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 19. júlí 2012 18:45 Töluvert er um meiðsli leikmanna í íslenska landsliðshópnum sem mætir Argentínumönnum í tveimur æfingaleikjum á laugardag og mánudag. Leikirnir eru þeir síðustu sem íslenska liðið leikur fyrir Ólympíuleikana í London þar sem fyrstu andstæðingarnir verða einmitt Argentínumenn. „Það getur verið að Óli Stef hvíli eitthvað um helgina og Aron Pálmarsson einnig að öllum líkindum. Óli Bjarki missteig sig á æfingu þannig að það er óljóst hve mikið hann getur verið með um helgina," segir Guðmundur sem hefur áhyggjur af meiðslum Arons Pálmarssonar. „Það er áhyggjuefni. Við áttum langt samtal við lækni liðsins sem telja að við getum komið honum í stand fyrir Ólympíuleikana. Auðvitað er það aldrei óskastaða þegar leikmaður getur sáralítið æft með liðinu," segir Guðmundur. Leikirnir gegn Argentínu verða þeir síðustu sem íslenska liðið leikur undir stjórn Guðmundar hér á landi. Ólympíuleikarnir eru hans síðasta verkefni áður en hann snýr sér alfarið að þjálfun Rhein-Neckar Löwen í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta. „Ég hef svo lítið hugsað um það. Öll einbeitingin fer í að undirbúa liðið fyrir fyrsta leik á Ólympíuleikina. Að vissu leyti er söknuður í manni, smá kökkur í hálsinum," segir Guðmundur og hlær. Í dag var dregið í riðla fyrir heimsmeistaramótið sem fram fer á Spáni í janúar. Guðmundur var beðinn um álit sitt á riðli Íslands sem Rússar, Danir, Makedóníumenn, Katarmenn og Chilemenn skipa. „Þetta er mjög léttur riðill," segir Guðmundur og skellir upp úr. „Þetta er spennandi og skemmtilegur riðill. Það er alltaf gaman að vera með Dönum í riðli og slæmt að verða af því. Það er hægt að vinna öll þessi lið en auðvitað ekki auðveldir leikir. Rússar eru að koma upp aftur finnst mér og auk þess eru Makedóníumenn mjög erfiðir. Við getum alltaf unnið Dani ef við spilum eins og menn. Eftir að hafa séð Chile ætti það að vera auðveldur leikur og sömuleiðis gegn Katar." Handbolti Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Finnland 0-1 | Finnar þorðu og stelpurnar okkar horfðu upp á tap Fótbolti Arnar Pétursson dæmdur úr leik á Íslandsmótinu og er mjög ósáttur Sport „Ég var bara með niðurgang“ Fótbolti Glódís Perla skipti um stuttbuxur í miðjum leik Fótbolti Systurnar hugsi vegna virkni stelpnanna á TikTok Fótbolti „Vonandi nær Sveindís að skora, þá verður ferðin þess virði“ Fótbolti Karólína Lea orðin leikmaður Inter Fótbolti Mörg hundruð manna móttaka í Tyrklandi: „Ég elska þig Logi!“ Fótbolti „Tinna mamma“ heldur áfram utan um stelpurnar sínar á EM Fótbolti Frábærar myndir af glöðum Íslendingum á EM Fótbolti Fleiri fréttir Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Færeyingar unnu bronsið á HM U21 í handbolta Senda konurnar í Evrópukeppni en ekki karlana Aðeins Færeyingurinn öflugi hefur búið til fleiri mörk á HM en Elmar Færeyingar töpuðu eftir tvíframlengdan leik Forsetabikarinn rann Íslandi úr greipum Ákvæði í samningi Andra tengt brotthvarfi föður hans Norðmenn græddu á því að halda HM í handbolta Kraftaverk Færeyinga: „Þurfum alla leikmenn sem við getum fengið“ Barðist fyrir Viggó við erfiðar aðstæður: „Ég vildi þetta ekki“ Rúnar framlengir og fer í nýtt hlutverk hjá Fram Íslendingar völtuðu yfir Mexíkó á HM Allir hræðist Gísla Þorgeir: „Þekktasta nafnið í handboltaheiminum“ Viktor Gísli kláraði háskólanám með atvinnumennskunni Ein af hetjum Frakka í Laugardalshöllinni látin Færeyingar efstir þrátt fyrir sigur Íslands í síðasta leik Sautján mörk Elmars ekki nóg gegn Færeyjum Gísli þakklátur fjölskyldu sinni: „Minn stærsti mentor í handboltanum og lífinu“ Átti erfitt með að grípa bolta skömmu fyrir sögulega frammistöðu Strákarnir hófu HM á tapi gegn Rúmenum Tárin runnu þegar feðgarnir föðmuðust eftir afrek Gísla í Meistaradeildinni Enn á ný er Íslendingur á bak við sigur Magdeburg í Meistaradeildinni Gísli fékk „deja vu“: Árangur sem aðeins Íslendingar hafa náð Gísli Þorgeir bestur í annað sinn Gísli Þorgeir og Ómar Ingi Evrópumeistarar Nantes vann bronsið sem Barcelona nennti ekki Hetjuleg harka hjá Ómari og Gísla fleytti Magdeburg í úrslit Misstu sinn besta mann en fóru létt með undanúrslitaleikinn Sonurinn smitaði Aron af handa-, fóta- og munnsjúkdómi Landsmeistari í sextánda sinn á ferlinum Sjá meira
Töluvert er um meiðsli leikmanna í íslenska landsliðshópnum sem mætir Argentínumönnum í tveimur æfingaleikjum á laugardag og mánudag. Leikirnir eru þeir síðustu sem íslenska liðið leikur fyrir Ólympíuleikana í London þar sem fyrstu andstæðingarnir verða einmitt Argentínumenn. „Það getur verið að Óli Stef hvíli eitthvað um helgina og Aron Pálmarsson einnig að öllum líkindum. Óli Bjarki missteig sig á æfingu þannig að það er óljóst hve mikið hann getur verið með um helgina," segir Guðmundur sem hefur áhyggjur af meiðslum Arons Pálmarssonar. „Það er áhyggjuefni. Við áttum langt samtal við lækni liðsins sem telja að við getum komið honum í stand fyrir Ólympíuleikana. Auðvitað er það aldrei óskastaða þegar leikmaður getur sáralítið æft með liðinu," segir Guðmundur. Leikirnir gegn Argentínu verða þeir síðustu sem íslenska liðið leikur undir stjórn Guðmundar hér á landi. Ólympíuleikarnir eru hans síðasta verkefni áður en hann snýr sér alfarið að þjálfun Rhein-Neckar Löwen í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta. „Ég hef svo lítið hugsað um það. Öll einbeitingin fer í að undirbúa liðið fyrir fyrsta leik á Ólympíuleikina. Að vissu leyti er söknuður í manni, smá kökkur í hálsinum," segir Guðmundur og hlær. Í dag var dregið í riðla fyrir heimsmeistaramótið sem fram fer á Spáni í janúar. Guðmundur var beðinn um álit sitt á riðli Íslands sem Rússar, Danir, Makedóníumenn, Katarmenn og Chilemenn skipa. „Þetta er mjög léttur riðill," segir Guðmundur og skellir upp úr. „Þetta er spennandi og skemmtilegur riðill. Það er alltaf gaman að vera með Dönum í riðli og slæmt að verða af því. Það er hægt að vinna öll þessi lið en auðvitað ekki auðveldir leikir. Rússar eru að koma upp aftur finnst mér og auk þess eru Makedóníumenn mjög erfiðir. Við getum alltaf unnið Dani ef við spilum eins og menn. Eftir að hafa séð Chile ætti það að vera auðveldur leikur og sömuleiðis gegn Katar."
Handbolti Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Finnland 0-1 | Finnar þorðu og stelpurnar okkar horfðu upp á tap Fótbolti Arnar Pétursson dæmdur úr leik á Íslandsmótinu og er mjög ósáttur Sport „Ég var bara með niðurgang“ Fótbolti Glódís Perla skipti um stuttbuxur í miðjum leik Fótbolti Systurnar hugsi vegna virkni stelpnanna á TikTok Fótbolti „Vonandi nær Sveindís að skora, þá verður ferðin þess virði“ Fótbolti Karólína Lea orðin leikmaður Inter Fótbolti Mörg hundruð manna móttaka í Tyrklandi: „Ég elska þig Logi!“ Fótbolti „Tinna mamma“ heldur áfram utan um stelpurnar sínar á EM Fótbolti Frábærar myndir af glöðum Íslendingum á EM Fótbolti Fleiri fréttir Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Færeyingar unnu bronsið á HM U21 í handbolta Senda konurnar í Evrópukeppni en ekki karlana Aðeins Færeyingurinn öflugi hefur búið til fleiri mörk á HM en Elmar Færeyingar töpuðu eftir tvíframlengdan leik Forsetabikarinn rann Íslandi úr greipum Ákvæði í samningi Andra tengt brotthvarfi föður hans Norðmenn græddu á því að halda HM í handbolta Kraftaverk Færeyinga: „Þurfum alla leikmenn sem við getum fengið“ Barðist fyrir Viggó við erfiðar aðstæður: „Ég vildi þetta ekki“ Rúnar framlengir og fer í nýtt hlutverk hjá Fram Íslendingar völtuðu yfir Mexíkó á HM Allir hræðist Gísla Þorgeir: „Þekktasta nafnið í handboltaheiminum“ Viktor Gísli kláraði háskólanám með atvinnumennskunni Ein af hetjum Frakka í Laugardalshöllinni látin Færeyingar efstir þrátt fyrir sigur Íslands í síðasta leik Sautján mörk Elmars ekki nóg gegn Færeyjum Gísli þakklátur fjölskyldu sinni: „Minn stærsti mentor í handboltanum og lífinu“ Átti erfitt með að grípa bolta skömmu fyrir sögulega frammistöðu Strákarnir hófu HM á tapi gegn Rúmenum Tárin runnu þegar feðgarnir föðmuðust eftir afrek Gísla í Meistaradeildinni Enn á ný er Íslendingur á bak við sigur Magdeburg í Meistaradeildinni Gísli fékk „deja vu“: Árangur sem aðeins Íslendingar hafa náð Gísli Þorgeir bestur í annað sinn Gísli Þorgeir og Ómar Ingi Evrópumeistarar Nantes vann bronsið sem Barcelona nennti ekki Hetjuleg harka hjá Ómari og Gísla fleytti Magdeburg í úrslit Misstu sinn besta mann en fóru létt með undanúrslitaleikinn Sonurinn smitaði Aron af handa-, fóta- og munnsjúkdómi Landsmeistari í sextánda sinn á ferlinum Sjá meira